"Keep the moving blade sharpe"

Segir í frábærum texta frá árinu 1974 eftir Genesis.

Notum krafta okkar og ,,pennahæfni" til að hamra á þeirri spillingu og óréttlæti sem almenningur hefur fengið að finna fyrir undanfarið, við eigum rétt á að stjórnmálamenn vandi sig meira og sýni í verki að þeir beri hag fjöldans fyrir brjósti en ekki ,,vina og vandamanna já og kosningarstjóra...."

Hættum að láta ,,gullfiskaminnið" taka völdin og stoppum að þessu verði sópað undir teppi, eins og venjan er.

Mbk.
Sigurjón Sigurðsson


London og nýja Haukalagið :)

Nú er ég kominn til ,,litlu" systur sem býr á sérdeilis frábærum stað í London, Knightsbridge.

Dagurinn er búinn að vera erfiður en flugið út var fínt og ég sat við hliðina á frábærum gaur sem er forstjóri eins fyrirtækjana sem á stóran hlut í þessu svo mjög umdeilda félagi, Reykjavík Energy Invest. Hann vildu nú lítið tjá sig um málið en sagði þó að hann hefði heyrt að þetta hefði verið ,,clumsy" (klaufaleg) afgreiðsla. Við sem höfum nú aðeins sterkari skoðun á þessu hefðu sagt að þetta hefði verið ansi varfærnislega að orði komist enda kannski ekki skrýtið miðað við stöðu þessa ágæta manns.

Saga þessa náunga er samt mögnuð. Hann er frá Ástralíu og var að vinna í þessum málum þar s.s. að nýta hitaveitu til að framleiða rafmagn og stuðla á þann hátt að umhverfisvænum lausnum.
Hann hafði séð upplýsingar á netinu um ákveðið fyrirtæki sem var að gera það sama á Íslandi og hreifst af þeim og ákvað að hringja í þá og viti menn auðvitað voru Íslendingarnir ,,geim" í samstarf.

Hann flaug yfir, 26 tímar...., og til að gera langa sögu stutta þá varð til samruni úr þessu sem hefur skilað miklum árangri.

Þessi maður sagði um Íslendinga að hann væri svo hrifinn af þessum krafti og áræðni sem byggi í þjóðinni, nákvæmlega það sem ég var að blogga um fyrir stuttu, það hlýtur að búa kraftur, þor og áræðni í fólki sem er komið af fólki sem stóð af sér harðindinn hér í ,,gamla daga".

Ég vona að Vilhjálmur og hans menn í meirihluta borgastjórnar fari sér nú HÆGT í allar ákvarðanir og fái FAGLEGAR ráðleggingar um næstu skref, í guðanna bænum, það er nóg komið af pukri og skyndiákvörðunum.

Ég var að fá nýja Haukalagið sent áðan í tölvupósti. Mér líður eins og stoltum faðir þar sem ég átti hugmyndina og samdi textann.

Takk Birgir Nielsen og þeir sem spila lagið + takk Páll Rósinkrans fyrir flottan söng + takk Addi 800 fyrir gott mix. Ef ég er að gleyma einhverjum þá biðst ég afsökunnar.

Lagið verður frumflutt á leik Hauka og Stjörnunnar á Ásvöllum á laugardaginn. Leikurinn hefst kl. 16.00 og eru nánari upplýsingar um dagskrá á prinsvaliant.is

Lagið fer síðan á Cd og verður selt á Ásvöllum og á völdum Olísstöðvum.

Tryggið ykkur miða á Kántrýballið 3. nóv. Sala er hafin hjá Olís.

Kær kveðja frá Londrés :)

Sigurjón Sig.

 


ARRRG....

,,Köttu á níu líf en bylgjupappi gæti átt 7" svo hljóðar auglýsing á mbl.is frá Sorpu.

Ég er alveg komin með nóg af þessari vitleysu. Ef þeir vilja bylgjupappann, blöðin og já það sem þeir geta endurunnið og selt þá EIGA þeir að fara að borga okkur fyrir að koma með þetta í endurvinnslu. Tíma er = peningar og ég veit að göfugt er málefnið en þetta snýst bara um peninga þegar málið er skoðað ,,grúndígt", þannig er það bara.

Einnig er alltaf jafn fyndið að sígarettur eru seldar í búðum og sjoppum en nikótín vörurnar eru lyf og seld í apótekum. Einnig er frekar fyndið þegar þeir sem eru að selja nikótínvörurnar eru að skora á okkur reykingarmenn að hætta og drífa okkur í ,,kaupa" af þeim þeirra rándýru vöru. Af hverju er Vogur ekki með svona auglýsingar ,,hættu að drekka og komdu til okkar" ódýr gisting og frábær ummönnun? Að vísu borgum við ekkert á Vogi en það ætti kannski að taka upp lágmarksgistigjald, þá gengi dæmið kannski upp.

Njótið dagsins og gangi ykkur vel.

Mbk. Sigurjón Sigurðsson.

es.

Ef þessir menn sem stóðu að þessu ,,Eir" klúðri eru menn með mönnum þá legg ég til að þeir birti nú þegar innra gengi (innra virði) á félaginu til að við, almenningur, fáum að sjá hvaða gengi bókhald félagsins sýnir, það er lágmarkskrafa.

 


Ég býð í heimsókn......

á heimasíðu Prins Valíant ehf.

http://prinsvaliant.is/

Fullt af nýjum upplýsingum um skemmtilega viðburði.

Biðst aftur á móti afsökunnar á að ég gat ekki bloggað í dag en er að fara til London og Spánar á morgun, í eina viku, og mun blogga þaðan :)

Áfram Ísland og niður með alla spillingu, komið nóg.

Góðar stundir.

Sigurjón Sigurðsson

 


Strandakirkja í Selvogi.

Ég átti svaka fínan sunnudag í gær, eins og flesta síðan ég hætti að eyða þeim í þynnku.

Mamma hringdi í mig og bauð mér með sér í messu í Strandakrikju í Selvogi. Ég dreif mig og sé ekki eftir því. Dagurinn var fallegur og aldrei eins og vant, er mér sagt, var bara logn í Selvogi. Selvogur á sér annars sérstakan stað í mínu lífi. Þegar ég var í sveit hjá afa & ömmu í Ölfusi vorum við með í mörg ár stúlku frá Selvogi. Stúlka þessi var tölvert seinþroska og kom frá bæ sem heitir Gata. Þegar ég var lítill og fólkið úr Götu kom í heimsókn tætti ég alltaf inn í bæ því þetta fólk var án gríns eins ,,the Brady Bunch" mjög sérkennilegur flokkur. Ég man alltaf að amman hér Neríður, nafn sem ég hef hvorki þá né síðan aftur heyrt á annarri persónu.

Messan var í höndum Baldurs Kristjánssonar prests úr Þorlákshöfn. Mikið óskaplega gerði maðurinn þetta vel. Hann talaði bara hreint út og var ekkert að lengja hlutina og hafði messuna stutta þar sem veðrið var gott. Hann talaði m.a. um gildi þess að gefa af sér og gefa með sér. S.s. hve auðvelt væri að týna sér í góðærinu og gleyma lífsins gildum og því að það besta í lífinu er í raun frítt, ást og kærleikur (hann sagði þetta að vísu ekki en mér finnst það bara eiga svo vel við að ég læt það fylgja).

Ég skora á alla að kynna sér Strandakirkju og sögu hennar, mögnuð kirkja með magnaða sögu.

Mbk. Sigurjón Sigurðsson.

 es.

Ég stend við að bjóða öllum bloggvinum sem vilja koma á ballið 3. nóv.
S.s. þeir sem vilja mæta sendið mér póst á sigurjon@heima.is

Nánari upplýsingar vegna sveitaballs að hætti Klaufanna að Ásvöllum 3. nóvember n.k.

Verkefnið:
Hljómsveit:
 
Klaufar frá Selfossi. Gáfu út plötu í sumar. Komnir í gullplötusölu án þess að selja EITT eintak í gegnum 365 miðla. Hún er bara seld hjá N1 og á völdum stöðum á Selfossi.
http://myspace.com/klaufar
Gestasöngvarar:
Birgitta Haukdal  og Tamra Rosanes sem er frægasta kántrýsöngkona dana og mjög þekkt víðar.
http://www.tamrarosanes.dk/

Kynnir:
Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari, tónlistarmaður og umfram allt kúreki
J
Íslenskir kúrekar mæta á svæðið.

Tími:  Húsið opnar  kl. 23.00
Áætlaður fjöldi ca. 1.500 manns.
Veitingar seldar á staðnum.

Ekkert ráp inn og út af tónleikunum verður í boði.

   

 


Ísland, landið mitt.

Það er stundum magnað að hugsa til þess hvað það er stutt síðan að fólk á Íslandi hafi búið í torfkofum og ef íslensku dugnaðarskepnunnar, sauðkindarinnar, hefði ekki notið við værum við ekki hér í dag því það þarf enga massa rannsóknarvinnu til að komast að því að sauðkindin hélt lífi í fólki hér á árum áður.
Mér finnst líka gaman að því hvað það er mikið af öflugu og skapandi fólki hér á landi og miðað við hina margfrægu höfðatölu er varla hægt að finna annað eins hlutfall af fólki með gargandi hæfileika í öðru landi.
En það er spurning hvort þetta sé nokkuð skrýtið. þeir sem stóðu af sér Ísland hér á árum áður með þeim aðstæðum sem hér voru hljóta auðvitað að hafa verið mikil hörkutól og ekki ónýtt að vera komin af þessu fólki.
Þessi kraftur, elja og sköpunargáfa er mögnuð en líka hættuleg. T.d. eru ekki allir að átta sig á því að þegar við ákváðum setja hagkerfið okkar á rauða svæðið tókum við mikla áhættu. Við náðum hagvexti upp í ca 7% en á sama tíma ruku stýrivextir upp því peningamarkaðsstefna Seðlabankans fór í gang með að reyna að stoppa hina miklu einkaneyslu sem rauk í gang. En hagfræðingar hafa bent á að það eru ekki vextirnir sem stýra neyslunni heldur gengi krónunnar og þvi hæpið að hafa vextina svona gríðalega háa því það þýðir að hin svonefndu Jöklabréf seljast sem aldrei fyrr og eftirspurn eftir krónu eykst sem strykir hana sem þýðir að innflutningur er ódýrari sem þýðir að fólk kaupir og kaupir og kaupir.

Ég er núna að skrifa upp í rúmi og að horfa á nýjan þátt hjá RÚV. Stjórnendur eru Ragnhildur Steinunn og Gísli (Út og Suður).
Ég var með Gísla í ,,gamla" Samvinnuskólanum og hann var alltaf flottur og fyrir þá sem vilja vita þá er Gísli ,,orginal" sveitatútta og hann er ekkert að djóka með það, er úr Borgarfirðinum, ef ég man rétt. Ég hefði samt ekki spáð því að hann ætti eftir að verða sjónvarpsmaður en svona er þetta stundum, Gísli var og er amk toppnáungi.

Ég er ekki alveg að átta mig á þessu máli með Orkuveituna. Ég vil ENN og aftur ítreka að þegar stjórnmálamenn eru að sýsla með peninga almennings fylgir því gífurleg ábyrgð. Eitt af því er að það er mjög hæpið að almenningur sé tilbúinn að samþykkja að verið sé að setja þessa peninga í áhættufjárfestingar. Ástæðan er sáraeinföld við viljum ekki sjá að þessir peningar brenni upp vegna þess að eitthvað í ytri aðstæðum var síðan ekki eins og menn héldu osfrv. Þá koma menn fram í Kastljósi og segja að þeir hefðu ekki getað vitað af þessu og nú hafi menn lært af reynslunni osfrv. EN reynslan t.d. í máli Orkuveitunnar gæti kostað 2,3 milljarða króna sem er bara ekkert klink. Ég skora á þessu menn að segja bara upp nú þegar hjá fyrirtækjum í almannaeign og stofna eigið fyrirtæki og taka áhættu með sína peninga og græða þannig, ÞANNIG Á AÐ GERA ÞAÐ.

Er það ekki rétt munað hjá mér að Síminn okkar blessaður hafi tapað einhverri gríðarupphæð fyrir nokkrum misserum í svona áhættufjárfestingu, það var gleymt á nokkrum vikum enda minni Íslendinga þegar svona mál eru annars vegar oft kennt við Gullfiska.

Ég vil að lokum þakka Spaugstofumönnum með miklu miklu betri þátt en síðasta vetur. Betur skrifað og þessir gestaleikarar alveg frábærir, Laddi er auðvitað þjóðargersemi en mitt uppáhald er þó Jón Gnarr, hann getur gjörsamlega látið mig sjá stjörnur af hlátri.

Njótið kvöldsins.

Sigurjón Sigurðsson


Þvílík skömm!

Í dag átti ég erindi á Umferðamiðstöðina í Reykjavík, BSÍ. Það er nú ekki frásögufærandi nema hvað ég þurfti að nota WC, eins og gengur. Þvílíkur viðbjóður, vaðandi hlandlykt og báðir ,,básarnir" ógeðslegir og ekki fyrir nokkurn mann að taka tvist við þessar aðstæður nema bara.......

Ég fór í undrun minni og talaði við starfsstúlku á staðnum og hún sagði þetta:
,,Ég veit, þetta er ógeð. Veistu hér hanga rónar og ógæfumenn og spila í þessu spilasal þarna og þetta fólk gengur því miður ömurlega um, við skömmumst okkur fyrir þetta".

HVER BER ÁBYRGÐINA Á ÞESSU?

ÞARF ÞESSI SPILASALUR AÐ VERA ÞARNA?

Það er ljóst að það að finna lausnir á málum okkar veikustu bræðra og systra er ekki auðsótt mál en við skulum samt reyna af alvöru að hisja upp um okkur buxurnar í því máli. En ef þetta fólk fær aldrei þann fúsleika sem þarf til að leita sér hjálpar þá er erfitt um vik en Umferðarmiðstöðin er ekki rétti staðurinn til að samþykkja að það geti hengið á.

Þarna fara þúsundir manna um. Bæði Íslendingar og ekki síður margir útlendingar. Ég trúi ekki að það sé ekki hægt að kippa þessu í liðinn, þetta er mjög dapurlegt eins og er :(

Mbk.  og njótið kvöldsins, ég ætla út að dansa :)

Sigurjón Sigurðsson


Pétur Bergmann var borinn til grafar í dag.

Pétur Bergmann, minn gamli æskuvinur var borinn til grafar í dag. Það var auðvitað döpur stund fyrir okkur sem mættum í kirkjuna.

Péturs vegna langar mig að bæta aðeins við þau minningarorð sem lesin voru af ágætum presti sem sá um athöfnina.
Á þeim árum sem ég og Pétur vorum bestu vinir var mikið fjör og líf. Þetta voru ca. árin 1979-1983. Á þessum tíma vorum við mikið saman og þá var Pétur Bergmann mjög fjörugur og oftast mjög lífsglaður, hann átti þó til að vera töluvert niðri þar sem ástandið á heimilinu hans var stundum erfitt. Pétur var oft settur í ,,straff" og mátti ekki fara út. Áður en Pétur hóf nám við Samvinnuskólann á Bifröst hafði hann verið nemandi við Verslunarskóla Íslands og ég held að þar hafi hann lokið Verslunarskólaprófi, amk var hann mjög nálægt því. Pétur notaði sko sannarlega aldrei reiðhjól á okkar ,,sokkabandaárum". Það voru mótorhjól og hraðskreiðir bílar sem áttu hug hans í þeirri deild. Pétur var í ,,diskógenginu" skv. útliti en við hlustuðum þó aðallega á það sem heitir fönk, rapp + Utangarðsmenn (Bubba) + bresku nýbylgjuna + Pink Floyd.
Ég náði aldrei sambandi við Pétur eftir að fíknin fór að hafa meiri áhrif á hans líf, því miður áttum við þá ekki lengur samleið.

En minninginn um frábæran félaga lifir.

Mbk.
Sigurjón Sigurðsson

 


Loksins...

er þetta vandamál tekið upp.

 Fyrir allmörgum árum tók ég amerískt ökupróf í Florida. Á sínum tíma þreyttist ég seint að segja frá hvernig kerfið á því var og fyrrverandi sambýliskona mín fékk alltaf ,,tremma" þegar ég byrjaði :)

Ég mætti í prófið um 8 leitið að morgni og kl. 12 fór ég með skírteinið í vasanum.
Það sem byrjað er að gera er að spyrja um tvenn skilríki, t.d. íslenskt ökuskírteini og passa.
Síðan er sjónin athuguð. Ef þetta tvennt er í lagi ferðu á tölvu og tekur prófið. Próftími ca. 1 klukkutími. Þú sérð alltaf strax á skjánum hvort þú hafir svarað rétt og ef ekki hvað var rétt svar.
Tölvan segir þér í lokin tölfræði þína og hvort þú hafir náð.
Ef maður nær þá er það verklegt. Ég fékk svona 170 kg gaur inn í bílinn, minnti á atriði úr bíómynd.
Eins og við handtöku las maðurinn upp staðlaðan pistil um að t.d. hann mætti ekki segja mér að gera eitthvað sem væri ólöglegt, t.d. beygja inn einstefnugötu osfrv. Þetta gekk upp hjá mér en maður mátti ekki gera neina villu í verklegu. Síðan fór maður inn og mynd var tekin og svo beið maður í ca 30 mínútur og fékk svo skírteinið.

Eitt af því sem er í Ameríku og það er að alveg er skýrt tekið fram hvað sé:
a) Hámarkshraði
b) Lágmarkshraði.

T.d. á Highway, hámarkshraði 55 mílur, lágmarkshraði 40 mílur.
Hér á landi er fullt af einhverjum sjálfskipuðum lögreglumönnum í umferðinni sem keyra með eitthvað undarlegt hugafar að ,,þeir megi sko alveg vera á 60 á vinstri akrein" þar sem hámarkið er t.d. 80. Maður lendir alltof oft í þessu og ég skora á lögregluna og þá sem að málinu koma að taka nú aðeins líka á þessu. Tek fram að ég fyrirlít ofsaakstur en ég keyri líklega alltaf ca. 8-10 km yfir hámark og lendi að vísu aldrei í lögreglunni, amk langt síðan.

Njótið dagsins.

Sigurjón Sigurðsson


mbl.is Ók vísvitandi of hægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að búa á Spáni.

Ég fór til Spánar, Ibiza, í útskriftarferð árið 1986 með mínum félögum úr Samvinnuskólanum. Það var frábær ferð með skemmtilegu fólki og frábærum fararstjóra, Guðmundi. Seinn lágu leiðir okkar Guðmundar saman, hann er bróðir tengdamömmu bróðir míns og síðan unnum við aðeins saman þegar ég varð síðar sjálfur fararstjóri á Ibiza.
Ibiza var og er draumur í dós. Þar er lífið einhvern veginn magnað. Eyjan lítil og full af lífi, líka á veturnar en auðvitað allt öðruvísi stemmning. Ég segi stundum við þá sem fullyrða í mín eyru að Ibiza sé bara djamm og dóp að hugsa þetta út frá Reykjavík. T.d. þú hittir Breta í London sem segir fullum fetum að Reykjavík sé bara lauslátar stúlkur og fullir strákar, I rest my case.

Ég fékk s.s. Ibizaveikina. það er að vísu hættuleg veiki þegar maður er ungur því maður neitar einfaldlega að fara aftur heim. Ég varð líka ástfanginn á Ibiza, stúlku sem er orginal Ibicenca, s.s. fædd og uppalin á Ibiza.
Ég fór að vísu heim með hópnum mínum 1986 en var kominn aftur til Ibiza árið eftir og árið eftir það var fyrsta tímabilið sem ég bjó og starfaði á eyjunni. Ég vann sem það sem heitir á spænsku "animador" eða svona skemmtanastjóri. Þetta var á Apartamentos Jet þar sem Íslendingarnir voru og ég vann mest fyrir Thaitibarinn sem var svona hringbar við ströndina bakvið hótelið. Þetta var magnaður tími. Vaktin byrjaði klukkan ca. 20.00 og stóð til ca. 05.00. Ég spilaði plötur og setti upp partý og leiki með stelpunum sem unnu með mér. Þær botnuðu nú ekki mikið í Íslendingum. Þeir voru alltaf frekar mikið eða mjög mikið fullir og vildu alltaf vera að bjóða þeim í glas og sýna þeim hvað þeir væru brúnir. Þær hlógu mikið að þessu því það að vera brúnn á spænsku er "estar moreno" en þeim fannst Íslendingarnir alltaf vera "solo rojos", bara rauðir :) Þær voru aftur á móti næpuhvítar enda unnu þær langt frameftir öll kvöld og sváfu á daginn. Jet hafði þann háttinn á að þú vannst 8 tíma vaktir í 4-6 mánuði og hafði ENGAN frídag. Var víst löglegt ef það var þannig í samningi sem þú skrifaðir undir. Þetta hentaði mér afar illa, sá aldrei Carmen, kærustuna mína, sem var aðalmálið í mínu lífi á þeim tíma. Ég náði að lokum að semja við eigandann, Florentino, um að ég hefði alltaf einn frídag á viku, eins og Carmen í sinni vinnu. Carmenn vann sem "animadora" fyrir á hóteli sem er bara með fjölskyldufólk, eða svo til. S.s. eftir 24.00 er kemst ró á svæðið sem hún vann á.
Við á Jet vorum ekki mikið að pæla í ró. Keyrðum upp partý á hverju kvöldi og ef einhver kvartaði þá var reynt að færa hann til á hótelinu, Jet er frekar stórt. http://www.ibiza-spotlight.com/jetibiza/index_e.html  og þetta náðist nú einhvern vegin. Lögreglan kom stundum og lokaði einu sinni. En við vorum samt með opið næsta dag, Florention lýtur út eins og einn úr Sopranos og er væntanlega með sambönd sem rista djúpt á þessari mögnuðu eyju.

Ég gæti talað endalaust um Ibiza en ég ætla líka að tala smá um hina eyjuna mína, Mallorca.

Mallorca er 6 sinnu stærri en Ibiza, ca. 3.600 km2 og með margfalda íbúatölu á við Ibiza og þar er líka höfuðborg fylkisins, (fylkið er Baleares eða Baleares eyjarnar) Palma.
Baleares eyjarnar eru annars:
Mallorca, Menorca, Ibiza, Formenter og Cabrera (sýnishorn af eyju :)
Palma er svona alvöru borg, engin slík er á Ibiza þrátt fyrir að Ibizatown sé nú alltaf að verða stærri og stærri.
Þegar maður var að vinna á Ibiza var Mallorca gjörsamlega "out". Þangað vildi sko "Ibizaliðið" ekki fara. Staðreyndin er aftur á móti að Mallorca hefur í raun allt það sem Ibiza hefur og meira til en Ibiza er svona "kompakt" en Mallorca nokkuð stór. Það er engin svona "gamli" bær á Mallorca með viðlíka skemmtilegu mannlífi og gamli bærinn á Ibiza en það eru fullt af skemmtilegum gömlum bæjum víða á Mallorca með skemmtilegu mannlífi.
Ég bjó og vann í Alcudia, ca, norðvestur parturinn af eyjunni (minnir mig). Þá vorum við amk  klukkutíma til og frá Palma en núna er þetta eitthvað fljótfarnara þar sem búið er að byggja hraðbraut sem nær mest alla leiðina.
Ég kom til Alcudia við herfilega erfiðar aðstæður. Konan sem var yfirfararstjóri þar var sett í "frí" og ég beðinn um að taka yfir sem yfirfararstjóri með tveggja daga fyrirvara. Þegar ég hitti hana út á velli, þegar ég flaug yfir frá Ibiza, sagði hún "loksins senda þeir mér einhvern með viti", ég fékk sting í hjartað að fatta að eigendurnir höfðu ekki enn sagt henni frá breyttum aðstæðum.
Svo neitaði hún að yfirgefa svæðið þannig að ég var þarna 24 ára með þrjá aðra fararstjóra með mér tvo eldri og einn aðeins yngri og fyrrverandi yfirfararstjóra andandi ofaní hálsmálið á mér, úff hvað þetta tók á sál og líkama.
Ég þurfti að gera breytingar og það var ekki sársaukalaust og nokkrum sinnum var mér hótað en ég stóð þetta af mér og sumarið gekk bara að lokum ansi vel, en ekki áfallalaust, eins og gengur.
Við lögðum okkur amk fram og reyndum að vera "aktív" sem mér finnst vanta í ansi marga fararstjóra sem ég hef síðan séð vinna á Spáni, því miður.

Niðurlag:

Ég vil að loku segja að Spánn er frábært land og Þýskaland er það líka. Munið að "veldur sá er heldur" og það þarf enginn að eyða fríinu sínu í fyllerý, sólbruna, slagsmál ofl. Það er ekkert mál að vera edrú á Spáni og fíla lífið því þar er sko lífið kryddað þvílíkri stemmningu að ég veit ekki hvort það sé til land í heiminum sem toppi Spán í því máli en um slíkt get ég ekki fullyrt þar sem ég hef barasta ekki komið til allra landa í heiminum en víða hef ég komið.

Njótið dagsins og hættið að segja í flugvélum að þið þurfið að drekka og drekka vegna flughræðslu, takið svefntöflu og málið er dautt.

Mbk.
Sigurjón Sigurðsson

 es. tæpur mánuður er í Kántrýballið :)

Hljómsveit: 
Klaufar frá Selfossi. Gáfu út plötu í sumar. Komnir í gullplötusölu án þess að selja EITT eintak í gegnum 365 miðla. Hún er bara seld hjá N1 og á völdum stöðum á Selfossi.
http://myspace.com/klaufar

Gestasöngvarar:
Birgitta Haukdal  og Tamra Rosanes sem er frægasta kántrýsöngkona dana og mjög þekkt víðar.
http://www.tamrarosanes.dk/
Kynnir:
 Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari, tónlistarmaður og umfram allt kúreki
J

Tími:  Húsið opnar kl. 23.00

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband