22.4.2007 | 22:14
Til hamingju!
Ég skellti mér á þennan leik í dag og það sem gladdi mig mest var að vera loksins á handboltaleik þar sem góð stemmning er.
Valsmenn voru vel að þessum sigri komnir þrátt fyrir að okkur haukamönnum hafi þótt dómgæslan ansi skrautleg á köflum en það réð ekki úrslitum að mínu mati.
Valsliðið á hrós skilið og Óskar Bjarni er greinilega að stimpla sig inn sem einn af betri þjálfurum sem við eigum hér á landi. Markús Máni er líka í öðrum getuflokki og það kæmi mér ekki á óvart ef hann færi aftur að spila í bestu deildum í Evrópu.
Ég vil samt nota tækifærið og hrósa mínum mönnum í Haukum með að ná að taka sig saman í andlitinu á lokasprettinum og er viss um að þeir verða í toppbaráttunni að ári.
En stóra málið fyrir handboltann eru markaðsmálin og þar þarf að lyfta grettistaki. Tækifærið er NÚNA. Setja stefnu og vinna eftir henni og búa til stemmningu í kringum þessa íþrótt sem stór hluti þjóðarinnar dáir.
Aftur til hamingju Valur.
Mbk
Valsmenn eru Íslandsmeistarar karla 2007 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.4.2007 | 16:55
Gott hjá SAF.
Ég er ánægður að sjá að loks kom góður pistill úr herbúðum SAF og fyrsta skiptið í langan tíma sem tek eftir að þau beita sér fyrir því að svara málefnalega þeirri gagnrýni sem veitingamenn standa sífellt fyrir, þ.e. verðlagningu, tala nú ekki um eftir breytinguna á VSK.
Veitingamenn eru nefnilega mjög sundurleitur hópur, því miður. Margir byggja sinn rekstur á hentistefnu á meðan aðrir horfa til framtíðar. Gagnrýni fólks á veitingarekstri (verðlagningu) er, eins og kemur fram í þessu pistli frá SAF, oft byggð á mikilli vanþekkingu en vonandi verða þessar línur frá samtökunum til þess að fleiri skilji málið betur og skoði það í víðara samhengi.
Mbk.
SAF: Verðbreytingar veitingahúsa hægfara ferli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.4.2007 | 16:51
Til snakkhaus kafteins :)
snakkhaus kafteinn (Óskráður. IP-tala: 85.220.99.115) 18.4.2007 kl. 00:53
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2007 | 17:28
Hvenær er þolmörkum náð?
Mig langar að vita hvort það sé ekki kominn tími til að taka úr umferð glansmynd áfengisneyslu og setja í gang auglýsingar með sama krafti og barist hefur verið gegn reykingum. Ég las að reykingar Íslendinga kosti heilbrigðiskerfið 5 milljarða árlega en þá langar mig að vita hvað kostar áfengisneyslan, hefur einhver úttekt verið gerð á því?
Þrátt fyrir að nú hafi verið auglýsingar í gangi gegn ölvunarakstri þá virðist það ekki hafa nein áhrif á stóran hóp áfengisneytanda. Auglýsingarnar eru ágætar en frekar máttlilttlar og ég held að það eigi að semja nýja herferð í samvinnu við fagfólk SÁA og umferðarstofu.
Þetta er spurning um þolmörk þjóðfélagsins og ég trúi ekki öðru en að fólk almennt vilji sjá aðgerðir sem séu öflugari en það sem nú er gert þrátt fyrir að lögreglan sé greinilega vel vakandi og er það vel.
Staðreyndin er samt greinilega sú að dagdrykkja er orðin miklu almennari hér á landi. Mikið af fólki er að berjast við alkahólisma og er að reyna að gera eitthvað í sínum málum en mér skilst að núna sé mánaðarbið eftir plássi á Vogi sem geta verið langir 30 dagar fyrir einstakling sem er að brenna inn vegna neyslu sinnar.
Skemmdu tæplega 30 bifreiðar í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.3.2007 | 16:15
Ég auglýsi eftir.....
Ég auglýsi eftir að einhver sem er vel að sér í málefnum Evrópusambandsins, EES samningnum og íslensku stjórn - og hagkerfi, taki sig nú til og skrifi málefnalega og greinargóða grein um kosti og galla þess að ganga í Evrópusambandið.
Ég sé fyrir mér einhverja úttekt á þessa leið:
Núverandi staða: Staða með inngöngu:
Sjávarútvegsmál
Seðlabanki Íslands
Alþingi
Myntmál
osfrv.
Ég vona að einhver taki þetta að sér og útskýri þetta fyrir almenningi á greinargóðan hátt :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2007 | 16:08
Undarleg athugasemd....
ertu heimskur serðu ekki öll smaborn 12-& ára sem reykja hvað myndi gerast ef þetta kæmi i auglisingum 9-& tilhvers auglisingar það er ekkert vit i þeim
Óskráður (643), 23.2.2007 kl. 11:52
Já þessi athugasemd barst mér við bloggi sem ég setti inn 22. feb. sl.
Mig langar bara að segja við þig, sem settir þetta inn, að það er ágætt að skilja fyrst textann sem verið er að skrifa áður en byrjað er að setja inn athugasemdir með skítkasti. Leiðinlegt að þú skildir ekki skrifa undir nafni svo ég gæti útskýrt þetta fyrir þér.
Já margur heldur mig sig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2007 | 11:07
Er ekki kominn tími til að tengja?
Það er alveg makalaust að það skuli enn vera dregin upp einhver glansmynd af áfengi hér á landi. Á meðan reykingamönnum skal úthýst alls staðar með harðri hendi, m.a.s. af börum, liggur frumvarp á alþingi um að fara með áfengi inn í matvörubúðir. Af hverju ekki bara að skella upp sjálfsölum niður í bæ og í skólana. Það er staðreynd að áfengi veldur þvílíkum hörmungum hér á landi. Ekki bara í umferðinni og á veitingastöðum heldur líka í daglegu lífi fólks. Aðstandendur eru margir hverjir niðurbrotnir og ráðþrota.
Mig langar að skora á Lýðheilsustöðu að opna nú augun og fara í átak og forvarnarstarf gegn áfengi og auðvitað halda áfram að berjast gegn reykingum, hvað þarf til að ástandið nái þolmörkum þjóðfélagsins?
Fjórir teknir ölvaðir undir stýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2007 | 17:28
Til skammar!
Það er stundum eins og það gleymist að Britney er ekki dúkka eða leikfang pressunnar. Þess stúlka er að ganga í gegnum mjög erfiðan tíma og það að meðferðarstofnunin sem hún er á til að ná bata skuli leka þessum upplýsingum í fjölmiðla er til skammar og á ekki að sjást. Eitthvað myndi heyrast hér ef við gætum lesið um hvernig ástandi ýmsir mætir menn hér á landi hafi verið í þegar þeir voru á Vogi að leita sér hjálpar.
Britney sögð hafa reynt að fyrirfara sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2007 | 16:41
Hræsni
Mér finnst alveg ótrúleg hræsni í svo mörgu hér á landi.
Við viljum nú neita þessu fólki sem tengist klámiðnaðinum að hittast hér á landi. Á sama tíma leyfum við sölu þessa efnis í landinu og ríkið fær sinn skatt af sölu þessa efnis. Við þurfum t.a.m. ekki að fara lengra en á næstu bensínstöð til að kaupa tímarit á borð við Hustler sem innihalda argasta klám.
Ég sé ekkert vit í þessu. Af hverju bönnum við ekki vínsölumönnum að hittast hér á landi. Á hverjum degi eru að gerast hrikalegir atburðir hjá mörgum landa okkar vegna áfengisneyslu og eftir hverja helgi eru ófagrar lýsingar úr dagbók lögreglu vegna mála sem tengjast áfengisneyslu.
Annað sem mér finnst líka alltaf jafn grátbroslegt er bann við auglýsingum á áfengi og tóbaki á Íslandi. Síðan sest maður upp í íslenska flugvél, með íslensku starfsfólki og opnar blað sem gefið er út á Íslandi, Atlantica, fullt af auglýsingum fyrir áfengi og tóbak. Einnig fást í bókabúðum erlend tímarit með samskonar auglýsingum sem mér finnst alveg sjálfsagt að eigi að klippa út eða líma yfir til að fylgja þessum lögum, eða hvað?
Já það er margt að varast en forræðishyggja og múgæsingur hefur aldrei verið af hinu góða að mínu mati.
Kv.
Klámframleiðendur ætla að leita lögfræðiaðstoðar vegna fjárhagslegs tjóns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2007 | 15:33
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sigurjón Sigurðsson
Bloggvinir
- alla
- andres
- agustolafur
- baldurkr
- bene
- bergruniris
- birgitta
- brisso
- gattin
- bryn-dis
- bryndisisfold
- brynsla
- brynja
- brandarar
- doggpals
- elinarnar
- ellasprella
- evathor
- ea
- killjoker
- gtg
- hsi-domarnefnd
- halkatla
- hallarut
- haukamenn
- haukurn
- blekpenni
- hofyan
- golli
- ingo
- jensgud
- jonaa
- jax
- joninaben
- jonvalurjensson
- ktomm
- hugsadu
- kolgrima
- kga
- maggib
- maggaelin
- marinogn
- omarragnarsson
- svarthamar
- pallvil
- hux
- radda
- rebekka
- sigrg
- hosmagi
- hvala
- soley
- sporttv
- steinunnolina
- svanurmd
- stormsker
- tomasha
- eggmann
- what
- tothetop
- thordistinna
- aevark
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Þetta er í annað sinn sem ég er að reyna svara einhverjum sem ég veit ekkert hver er en gott og vel. Vona bara að viðkomandi lesi þetta :)
Sko, málið snýst ekki um að reykingar séu í lagi eða annað sem þú taldir réttilega upp, sem er víða vandamál, heldur það að alvarleiki vegna of mikillar áfengisneyslu er slóð af hrikalegum vandamálum s.s. ölvunaraksturs og slysa tengdum þeim, alvarlegra líkamsárása, sambandsslita fjölskyldusundrungar ofl.
Á hverjum degi berast fréttir af ölvunarakstri og öðrum áfengistengdum málum. Slysadeildin hefur oftar en ekki þurft að kalla á lögreglu vegna ofbeldis þar sem er tengt sama máli og mér skilst að þar sé nú krafa um að hafa öryggisvörð um helgar.
Ég er sammála þér að flestir hafa stjórn á sinni drykkju, sem betur fer, en hinn hópurinn fer stækkandi.
Varðandi nafnleynd AA fólks þá snýst hún ekki um að þeir sem eru í AA megi ekki segja öðrum frá því heldur að þeir hinir sömu séu ekki að tala um félaga sína eða málefni þeirra sem tengjast AA.
Mbk.
Athugasemdin sem bloggið er vegna:
ég hélt að Alkar væru nafnlausir til að láta ekki bera sig saman við samtökin. Uh alkahól eyðileggur vissulega hjá akveðnum hópi manna og út frá sér líka, en staðreyndin er að langflestir geta drukkið o ghaft gaman af. Rwykingar eru viðbjóður , ég reykti og fanst ógeðslega gott en ég náði að hætta og það var mikið frelsi. Það eru fullt af öðrum hlutum sem skemma og eyðileggja, td matur-sælgæti - gosdrykkir - sjónvarp-tölvur etc etc það er hellingur af hlutum sem hefur slæm áhrif á vissan hluta fólks.