Vandrataður vegur

Það er fróðlegt að heyra í fréttum um það hvernig hagsmunaárekstrar og græðgi er komin upp í sambandi við skilanefndir bankana. Þetta ber allt að sama brunninum, ég fyrst og síðan rest. Auðvitað þarf að borga hæfu fólki vel en það verður líka að vera spurning um hvað er hægt og réttlætanlegt að borga. Enn og aftur sýnir það sig hvað þetta þjóðfélag okkar er lítið og menn blindir á hagsmunaárekstra, tengsl og hvað sé rétt og rangt í því sambandi.

Stundum vill fólk geta sagt "I told you so". Danirnir, og fleiri, sögðu þetta eftir að bankakerfið íslenska hrundi. Ég sagði þetta eftir að lesa fréttirnar með Borgarahreyfinguna. Sundurleitur stjórnlaus hópur sem fór af stað með góðar meiningar en á langt í land með að vera það stjórnmálaafl sem upp var lagt með. Ég vil þó taka það fram að ég hef persónulega ekkert á móti þessu fólki og er að mörgu leyti sammála því sem þeir lögðu upp með en þeim vantar leiðtoga.

 Ég fór í "túristaferð" með spænska vini mína um daginn. Eftir hring í Reykjavík og nágrenni með tilheyrandi útsýni á hinar ofurflottu verslunarmiðstöðvar okkar sagði einn "hvað búa aftur margar milljónir í Reykjavík?" Hver hefði getað tekið í taumana með þessa vitleysu? Stjórnvöld eða sveitarfélög? Svar mitt er nei. Það eru bankarnir sem fjármögnuðu þetta sem bera mestu ábyrgðina og eru hin eðlilega bremsa í frjálsu hagkerfi. Peningar eiga ekki að streyma út úr bönkum í fjárfestingar sem standa ekki undir eðlilegu arðsemismati því að það þýðir bara eitt að skuldunautar munu, eigi þeir ekki mikið auka laust fé á kantinum fyrir misheppnaðar fjárfestingar, ekki geta greitt af lánunum sem varð raunin að lokum í ansi mörgum tilfellum og fer þeim fjölgandi, því miður.

 Icesave málið er án efa eitt það allra erfiðasta sem þessi þjóð hefur staðið í frammi fyrir. Hvernig á þjóðin að skilja að hún eigi að taka á sig klyfjar sem eru tilkomnar vegna einkafyrirtækis sem missti fótanna, en bankar eru bara engin venjuleg fyrirtæki. Hvernig á fólk að skilja að þessir menn, sem settu Icesave í gang, hafi á síðasta ári haft tugi milljóna í laun á mánuði og kinnroðalaust finnist í lagi að þjóðin taki á sig fjárhagslegar skuldbindingar vegna slælegrar frammistöðu þeirra í starfi. Að vísu verð ég að segja að eitt það fyrsta sem ég lærði í viðskiptum var ef þú vilt fá meiri arðsemi á peningana þína þá verðurðu að taka meiri áhættu. Þeir Bretar og Hollendingar sem ákváðu að leggja inn á Icesave gerðu það ekki út af nafninu eða ást við Ísland heldur út af töluvert betri innlánsvöxtum. Ef ég væri með tugi eða hundruð milljóna undir minni stjórn og þessir peningar væru inn á reikningi hjá íslenskum banka á vöxtum íslenska markaðarins myndi ég hugsa mig um tvisvar ef ég myndi færa þetta fé yfir á útbú frá erlendum banka frá smáríki þrátt fyrir hærri innlánsvexti hjá erlenda bankanum, en það er bara ég. Ég þekki ekkert til Hollendinga en Bretar hafa alltaf verið frægir fyrir íhaldssemi og því skil ég ekki hvernig stóð á því að meira segja sveitafélög bunuðu peningum inn á Icesave í Bretlandi. Ef dæminu væri snúið við, og við værum í sporum þessara innistæðueigenda, myndum við að sjálfsögðu vilja fá okkar til baka, það er eðlilegt. Það sem er ekki eðlilegt er að ef það er vafi í svona stóru máli, eins og virðist vera, að ekki sé hægt að fá þriðja aðila til að skera úr þeim ágreiningi, til þess eru dómstólar.

Menn spyrja stundum hvar allir peningarnir séu. Sumt af þeim er sem betur fer inn í eignasöfnum föllnu bankana og þeirra nýju en ansi mikið gufaði upp með ónýtum pappírum sem aldrei munu innheimtast. Hluti þeirra getur verið falinn erlendis en ég hef þá trú að allar slóðir eigi eftir að finnast og að réttlætið muni sigra að lokum, þrátt fyrir að það muni taka sinn tíma. Þegar glæpamennirnir sem sviku fé út úr Íbúðalánasjóð voru handteknir sagði fólk "nú nú en hvað með stóru glæpamennina í kringum bankahrunið"? Skiljanleg pæling en málið er að annað er tiltölulega auðvelt og liggur nokkuð ljóst fyrir en hitt er hrikalega flókið með allskyns flækjum og fléttum í formi tugi eða hundruða eignarhaldsfélaga. Þar sem við búum í réttarríki á hver maður sinn rétt og er saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð og sönnunarbyrðin hvílir á saksóknara. Það er gott að eiga "gullkistur" en ég myndi samt frekar skila gullinu og gera atlögu að því að fá æruna mína til baka, en það er bara ég.

Mbk. Sigurjón Sigurðsson

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband