Ibiza

Það er komið talsvert síðan að ég hef bloggað frá Spáni og núna sit ég á Café Sidney á Ibiza og finn smá bloggþörf hjá mér sem ég hef ákveðið að fylgja eftir.

Ég er búinn að vera á þessari dásamlegu eyju, Ibiza, síðan í maí. Meginhluta tímans hef ég verið að sinna starfi fararstjóra fyrir útskriftarhópa sem hingað hafa komið með Trans Atlantic. Ég var í þessu starfi hér fyrir allnokkru síðan, 88-91, og síðan þá hefur talsvert breyst. Helsta breytingin er þó hvað innviðir eyjunnar eru miklu betri en þeir voru, þ.e. gatnakerfi og slíkt, sem er til bóta. Annað sem er þó ekki jafn jákvætt er hve allt virkar fáránlega dýrt hérna með núverandi stöðu á íslensku krónunni. Hér áður fyrr þótti ekki tiltökumál að elta uppi bestu „ressana“ og diskótekin öll kvöld en núna velja farþegarnir vandlega hvar skal eyða evrunum. Farþegarnir eru annars alveg eins og þeir voru, skemmtilegir krakkar sem eru komnir til að skemmta sér í góðra vina hópi og kynnast nýjum hlutum. Flestir haga sér vel en alltaf eru örfáir sem virðast sífellt vera að „lenda“ í veseni. Ekkert alvarlegt gerðist þó hjá þessum hópum þrátt fyrir að nokkrir aðilar hafi verið nálægt gistingu hjá hinu opinbera.

 

Spánverjar fara ekki varhluta af hinni margumræddu heimskreppu og í fréttum hér virðist sem þeim finnist þeir vera að lenda landa verst út úr þessu, ef þeir bara vissu...................

Helsta vandamálið hér er atvinnuleysi sem náði hæst c.a. 18% en hefur nú lækkað um rúm prósent. Verðhjöðnun var í landinu í apríl og maí um tæpt prósent. Helsti atvinnuvegur þjóðarinnar er ferðamannaiðnaðurinn og er tæplega 12% minnkun á ferðamönnum til Spánar á milli ára. Um 18 milljónir hafa heimsótt Spán það sem af er ári og mesta fækkunin er í Bretum en hún er um 20% enda hefur breska pundið veikst gagnvart evru. Ég skoðaði þessa veikingu og hún er c.a. 20% frá árinu 2007 á meðan krónan hefur veikst um 100% gagnvart evru. Spánverjar eru að leita allra leiða út úr kreppunni og sósíalistar, sem eru hér við völd, vilja hækka skatta og spara í rekstri hins opinbera, hljómar kunnuglega. Flokkur valdhafa hér, PSOE (Partido Socialista), reyndi í gær að koma frumvarpi um skattahækkanir í gegnum þingið en það frumvarp var naumlega fellt. Ibiza kemur aðeins betur út úr kreppunni, og í raun Baleares eyjarnar allar. Hér er minnkun ferðamanna um 6,5% miðað við sama tíma á síðasta ári. Fólk hér kvartar en það kvartaði líka 2007 þegar of mikið var af ferðamönnum og maður gat sig hvergi hreyft. Hinn gullni meðalvegur er vandfundinn.

Spyrja má sig hvernig Spánverjar væru staddir ef þeir væru eins og við, með eigin mynt og fyrir utan ESB. Væntanlega væri pesetinn búinn að veikjast gagnvart evru og verðbólga hér væri hærri en ferðamenn fengju meira fyrir evrurnar sínar og Spánverjar væru ekki að upplifa fækkun ferðamanna heldur líklega aukningu. En það væri dýru verði keypt með tilheyrandi óstöðugleika og óvissu. Evran og ESB gefa þeim stöðugan grunn til að byggja á þrátt fyrir að vandamálin séu vissulega mörg enda þýðir aukið atvinnuleysi minnkandi neyslu sem þýðir verri afkomu margra fyrirtækja sem aftur á móti eykur atvinnuleysið enn meira, hættulegur vítahringur.

Ef Spánverjar væru fyrir utan ESB og með pesetann og að lenda í því sem margir Íslendingar eru að lenda í að sjá lánin sín tvöfaldast án þess að hafa tekið krónu meir í lán þá er ég ansi hræddur um að fólk hér myndi bregðast mjög hart við og ekki láta sér nægja að berja potta og kalla „vanhæf“ ríkisstjórn, hér myndi líklega allt loga í óeirðum.

Það er skelfilegt til þess að hugsa að besta fólkið sem við eigum til að rannsaka þetta rugl allt saman situr hinu megin við borðið og er búið að byggja upp þvílíkt net af allskyns flækjum við þúsundum eignarhaldsfélaga hingað og þangað um heiminn. Hugsanlega væri best að veita Sigurjóni, Hreiðari og Bjarna fulla uppgjöf "hugsanlegra" saka og mistaka og ráða þá í að ráða fram úr þessu, enginn Íslendingur skilur þetta betur en þessir menn.

 

Bestu kveðjur frá Ibiza.

Sigurjón Sigurðsson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Fróðleg lesning. Gaman að þú skulir vera á þessum frábæra stað. Hafðu það sem best

Birna Dúadóttir, 25.6.2009 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband