27.10.2007 | 12:17
Ágætar greinar um áfengismálið.
Á fimmtudaginn keypti ég mér DV og Morgunblaðið og las Fréttablaðið. Þetta er frétt því ég er ekki mikið í því að lesa blöðin í þaula þar sem ég læt mbl.is duga vegna mikilla anna.
Í DV rakst ég á mjög fína grein eftir Jóhann Hauksson útvarpsmann, ,,Léttamfetamín".
Í grein sinni fer höfundur aðeins yfir þetta mál með áfengið vs. aðra vímugjafa og bendir á þá STAÐREYND að fólk talar venjulega um áfengi eins og neysluvöru en ekki fíkniefni og segir:
,,Við tölum líka um áfengi og fíkniefni rétt eins og áfengi sé ekki fíkniefni. Við látum það ekki vefjast fyrir okkur og heimtum að þetta slævandi fíkniefni, sem áfengi er, verði selt í matvörubúðum. Læknavísindin, rökvísin og heilbrigð skynsemi segja okkur að sama gildir um alkahól, diazepam, amfetamín, kókaín og heróín. EFNIN ERU ÝMIST ÖRVANDI, SLÆVANDI EÐA VALDA SKYNVILLU. Neyslan framkallar eftirköst sem stundum eru engu betri en svæsin og hættuleg sýking. Samnefnari allra þessara efna er að þau mynda fíkn. Fíkniefnið áfengi veldur böli tíunda hluta allra einstaklinga og er þar af leiðandi einn stærsti lýðheilsuvandi samtímans". (Léttamfetamín. Jóhann Hauksson. DV Fimmtudaginn 26. okt. bls. 21)
Á bls. 27 í Morgunblaðinu þennan sama fimmtudag, 26. okt., fer Víkverji fyrir skjöldu þeirra sem eru komnir með nóg af drykkju og ólátum. Hann segir í bréfi sínu frá því að hann hafi fyrir nokkrum mánuðum hætt að smakka áfengi svona frekar í tilraunarskyni heldur en að neyslan hafi verið vandamál, það gildir í raun einu, til hamingju Víkverji að vera kominn í hópinn sem sér allt í fókus :)
Víkverji segi m.a. grein sinni og kemst vel að orði:
,,Út á lífinu breytist stór hluti Íslendinga í hamslaus óargardýr. Það er allstaðar troðist framfyrir, hellt niður, rifinn kjaftur, ruðst áfram í þvögum án tillits til neins og lítil virðing er borin fyrir umhverfinu eða öðru mannfólki inni á skemmtistöðum". (Víkverji skrifar. víkveri@mbl.is. Morgunblaðið Fimmtudaginn 26. okt. bls. 27)
Ég tek hattinn minn ofan fyrir fólki sem þorir að segja sannleikann, þrátt fyrir að Víkverji sé huldumaður, þá tek ég hattinn minn ofan.
Njótið dagsins og skemmtið ykkur í kvöld en látið óargardýrið hvíla sig eða hendið því bara á haugana:)
Mbk. Sigurjón Sigurðsson
Um bloggið
Sigurjón Sigurðsson
Bloggvinir
- alla
- andres
- agustolafur
- baldurkr
- bene
- bergruniris
- birgitta
- brisso
- gattin
- bryn-dis
- bryndisisfold
- brynsla
- brynja
- brandarar
- doggpals
- elinarnar
- ellasprella
- evathor
- ea
- killjoker
- gtg
- hsi-domarnefnd
- halkatla
- hallarut
- haukamenn
- haukurn
- blekpenni
- hofyan
- golli
- ingo
- jensgud
- jonaa
- jax
- joninaben
- jonvalurjensson
- ktomm
- hugsadu
- kolgrima
- kga
- maggib
- maggaelin
- marinogn
- omarragnarsson
- svarthamar
- pallvil
- hux
- radda
- rebekka
- sigrg
- hosmagi
- hvala
- soley
- sporttv
- steinunnolina
- svanurmd
- stormsker
- tomasha
- eggmann
- what
- tothetop
- thordistinna
- aevark
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðar greinar og ég er alveg sammála þeim báðum, get ekki annað, þetta eru einfaldlega staðreyndir
Jónína Dúadóttir, 27.10.2007 kl. 12:28
Jamm alveg rétt og kominn tími á að það sé talað um þetta eins og það er
Birna Dúadóttir, 27.10.2007 kl. 12:42
Áfengisvenjur okkar eru slæmar og algerlega út í hróa að auka aðgengið.
Þessi umræða nokkurra unglinga á Alþingi sem aldrei hafa þurft að sleppa silfurskeiðinni eða stíga niður á gólf til almúgans er vandræðanleg á sama tíma og biðraðir eru í úrræði til að taka á vandamálum sem áfenginu fylgja.
Aðgengið er allavega nógu, ef ekki of, mikið.
Magnús Þór Jónsson, 27.10.2007 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.