,,Létu lífið fyrir leiðtogamyndir

Þetta er fyrirsögn á frétt úr Blaðinu sem birtist á forsíðu 12. september sl.
Fréttin fjallar um fjöldan allan af Norður Kóreumönnum sem létu lífið þegar flóð skullu á og þeir voru að reyna að bjarga andlitsmyndum af leiðtogum þjóðarinnar á undan eigin lífi, magnað.

Kannski vantar þetta í okkar stjórnmál. S.s. leiðtoga sem fólki ber algjörlega ,,skuldlausa" virðingu fyrir. Ólafur Ragnar er bara nokkuð flottur forseti en ekki þessi leiðtogi. Geir H. Haarde er líka mjög klár og magnaður en hann vantar mikið upp á að vera þessi leiðtogi.
Í minni bók er það bara Davíð ,,gamli" Oddsson sem væri líklegur kandídat. Hann var og er mjög umdeildur en samt var það einhvern vegin þannig að fólk í öllum geirum og flokkum dáðist að honum. Leiðtogahæfileikar hans eru s.s. óumdeildir. Stjórnunarstíll hans er og var aftur á móti mjög umdeildur.

Davíð er eldklár maður sem fór hina hefðbundun ,,Sjálfstæðisflokksleið". Fór í MR og stóð sig vel. Fór í lagadeildina við H.Í. og stóð sig vel. Fór í stjórnmál og stóð sig ..... vel að mínu mati, margir ósammála, ég veit.
Davíð tók amk ákvarðanir og stóð og féll með þeim. Hann vissi að Perlan yrði ekki mikill ,,business" ein og sér sem veitingastaður EN brjálað túrista ,,attraction" og hún var og er það (ég veit að hann tók þá ákvörðun sem borgarstjóri).
Hann var/er svona töffari í stjórnálum sem kunni líka betur en nokkur annar að svara fyrir sig, snilldarræðumaður. Gísli Marteinn er það t.d. líka en á langt í land með að ná Davíð. Steingrímur J. er líka frábær ræðumaður en ofsalegur ,,tuðari" allt ómögulegt, too much í minni bók EN ég held að það sé líka eldklár og heiðarlegur maður.

Ég vona að Guðfinna Bjarnadóttir verði látin taka við ráðherraembætti sem fyrst. Hún er konan/aðilinn sem þessi ríkisstjórn þarf og það strax. Ég vil persónulega fá hana í heilbrigðisráðuneytið. Með fullri virðingu fyrir ágætum kunningja mínum, Guðlaugi Þór, þá held ég að Guðfinna eigi betur heima þar en hann. Ég er þá BARA með ískalt mat fyrir hönd þjóðarinnar.

Ég held t.d. að Ingibjörg Sólrún sé á réttum stað. Var ekki viss fyrst en er það núna. Einnig er Þórunn Sveinbjarnardóttir á réttum stað svo og Jóhanna Sigurðardóttir, stöngin inn í minni bók.

Ef okkar bræður og systur sem minna mega sín gætu valið eða hefðu getað valið hver tæki ráðuneyti félagsmála þá hefði Jóhanna fengið rússneska kosningu. Alveg ,,massíf" frú sem meinar það sem hún segir og hún nefnilega er ekki bara ,,talking the talk" hún er líka ,,walking the walk", margir stjórnmálamenn gleyma þessu, því miður.

 Þetta var pæling dagsins.

Njótið dagsins og farið varlega í umferðinni.
Sigurjón Sigurðsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband