,,Hugrekki til að hugsa lengra og frelsi til að skapa"

Þessi orð eru frá rektornum ,,mínum" Svöfu Grönfeldt. Svafa er mögnuð kona svona kona sem lifir eftir þessum orðum er ekkert að grínast með það.
Ég náði í dag aftur þeim merka áfanga í mínu lífi að fá verðlaun í HR, komast á Forsetalistann.
Á honum eru ca. 3% nemenda skólans, elítan :) amk námslega séð....
Þetta í dag var enn flottara en seinast enda er Svafa ekkert að grínast með að hún dvelur ekki í fortíðinni hún hugsar eins og Ítalinn sem sagði "sempre avanti".

Á athöfninni var líka Davíð Oddsson framkvæmdastjóri Straums Burðarás banka sem er einn af styrktaraðilum skólans og aðalstyrktaraðili í því að endurgreiða skólagjöldin til þeirra sem á Forsetalistann komast. Til að forðast misskilning er þetta EKKI Davíð Oddson Seðlabankastjóri og fyrrverandi ráðherra, heldur s.s. nafni hans.
Davíð þessi flutti stutta en hnitmiðaða ræðu við þessa athöfn í dag og hann sagði m.a.
,,munið að það er mikilvægt að læra og ná góðum árangri í skólanum en ekki síður er mikilvægt að geta síðan nýtt sér námið út í lífinu og á vinnumarkaðnum". Vel sagt að mér fannst.

Ég er að vinna að mjög spennandi verkefnum í viðskiptum og er að nýta mér á hverjum degi það sem ég hef verði að læra í HR á þessum 2,75 misserum sem ég er búinn að klára, fékk smá metið í byrjun frá H.Í.
Án þess að ég ætli að taka eitthvað eitt fag út þá eru samt tvö fög sem ég er að nota mest og ég ætla bara að segja hver þau eru:
- Þjóðahagfræði og Fjármál fyrirtækja með FULLRI virðingu fyrir hinum svo mjög góðu og mikilvægu fögum mínus Aðferðarfræði, þar var ég bara lost en náði samt 7, að mig minnir.
Algjört smáatriðafag og ég er meira í aðalatriðunum, þannig er ég bara.

Njótið kvöldsins og verið góð við hvort annað :)
Sigurjón Sigurðsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 18.9.2007 kl. 19:16

2 identicon

Frábært hjá þér! Til hamingju með þennan merka áfanga  

Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 19:39

3 identicon

Hey til hamingju,,, þetta er flott hjá þér.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 21:07

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Til hamingju með þetta, þú stendur þig vel

Jónína Dúadóttir, 19.9.2007 kl. 07:07

5 identicon

Glæsilegt, til hamingju.

Ragga (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 07:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband