Meira um Ms. Spears.

Þetta er nú orðið frekar fyndið, Britney hlýtur að fara að hringja í mig :)

Alla vegar þá fékk ég þessa athugasemd senda vegna síðasta ,,Britney" bloggs.

,,Er það ekki svolítil meðvirkni að vorkenna virkum alkahólista? Hún gerir sér þetta sjálf, það hafa allir val í lífinu og hún hefur heldur betur val með allann sinn auð. Og þá ekki endilega í formi peninga. Það er ekki hægt að vorkenna manneskju sem tekur meðvitaðar ákvarðanir um líf sitt algjörlega sjálf og réttlætir þær síðan með því að hún eigi svo erfitt afþví að hún giftist drullusokk og skildi svo við hann... og allt er það náttúrulega eðlimálsins samkvæmt öllum öðrum að kenna. Svona fólk er náttúrulega bara... fleh... fer í taugarnar á mér Shocking

Fyrir mér er hennar hegðun allavega algjör aumingjaskapur. En ég er náttúrulega bara með hjarta úr stáli Cool"

Viðkomandi er bloggvinur, verður það vonandi áfram, og er ungur töffari  sem ég bara verð að svara, sorry.

  1. Það er aldrei meðvirkni að vorkenna fólki, 100% rétt.
    Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að óvirkur alki vorkenni virkum það að vorkenna honum og tala um hann (við hann) er bara mannlegt. Ef ég hefði staðið ,,back stage" og leyft henni að gráta á öxlinni á mér og sagt henni að þetta hafi bara verið flott atriði þá væri ég á hálum ís.
  2. ,,Hún gerir þetta sjálf, það hafa allir val í lífinu".
    Þetta er sko alveg rétt en gleymum þá ekki sjúkdómum sem lenda á bræðrum okkar og systrum án þess að viðkomandi hafi valið það eða í raun alls ekki valið það.
    Það að þróa með sér sjúkdóminn alkahólisma er fíkn sem fólk ræður ekki við, alveg sama hvort þú ert, með milljón á mánuði eða 150 þús. alveg sama hvort þú sért læknir, prestur eða ræstitæknir eða hvað annað en eitt er víst að það hefur EKKERT með aumingjaskap að gera.

    Fyrsta sporið í 12 spora kerfinu sem fólk nýtir sér ekki bara vegna áfengis heldur vegna ýmsa vandamála:
    . Við viðurkenndum vanmátt okkar gagnvart áfengi og að við gætum ekki lengur stjórnað eigin lífi.
    Ég t.d. var tekinn drukkinn á bíl árið 2004 og hét því að snerta aldrei bíl undir áhrifum aftur. En viti menn, auminginn ég, var kominn aftur undir stýri tveimur árum síðar, fannst það bara fín hugmynd að taka rúnt, það var síðasta nótt mín með Bakkusi, amk enn og vonandi for ever.
  3. ,,það hafa allir val í lífinu og hún hefur heldur betur val með allann sinn auð"
    Alkahólismi, eins og aðrir sjúkdómar, kann barasta ekki að velja fólk vegna peninga og stöðu.
  4. ,,Það er ekki hægt að vorkenna manneskju sem tekur meðvitaðar ákvarðanir um líf sitt algjörlega sjálf og réttlætir þær síðan með því að hún eigi svo erfitt afþví að hún giftist drullusokk"
    Aftur þá TEKUR Britney bara ekki meðvitaðar ákvarðanir á meðan hún er virkur alki sem tekur ekki á sínum málum. Ákvarðanir hennar flökta í takt við einhverjar tilfinningaflækjur og brennivínsbull. Þú heldur kannski að þegar hún gifti sig í Vegas að hún hafi verið að taka meðvitaðað ákvörðun??????
  5. ,,Fyrir mér er hennar hegðun allavega algjör aumingjaskapur. En ég er náttúrulega bara með hjarta úr stáli Cool"
    Tja það er enginn með hjarta úr stáli, meira segja ekki þeir sem eru með ,,gervihjarta".
    Hegðun hennar er enginn aumingjaskapur heldur dæmigerð hegðun hjá fíkli sem hefur enga stórn lengur á eigin lífi.
    Þetta er svona svipað eins og þegar þunglyndissjúklingar sem eru búnir að loka sig af og vilja helst vera í ,,holunni" sinni, fá dóminn að vera bara letingjar og aumingjar.
    Það er svipað með þetta eins og margt annað, maður verður eiginlega að prófa þetta á eigin skinni til að skilja og átta sig á hvað er er verið að tala um, ég hef prófað bæði.

 Kæri bloggvinur ég sendi þér bara knús frá manni sem er sko alls ekki með hjarta úr stáli og vona að þér gangi vel í lífinu.

 Mbk. og von um slysalausa dag.

Sigurjón Sigurðsson




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur R. H.

Mikið finns mér þú gefa greinargóða lýsingu í svari þínu..Ég þekki þennan fíknsjúkdóm af eigin reynslu og finnst ekkert aumingjamerki vera hægt að setja á hann. Hef sjálf verið í vítahringnum og er þunglyndissjúklingur og hef verið frá barnæsku, þannig að ég er báðum megin við borðið.Gangi þér vel að feta lífið á réttum nótum

Unnur R. H., 13.9.2007 kl. 09:17

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Rétt, manneskja með sjúkdóm er ekki aumingi, hún er með sjúkdóm...

Jónína Dúadóttir, 13.9.2007 kl. 09:24

3 Smámynd: Signý

ég veit vel að ég er ekki með hjarta úr stáli, enda er það kaldhæðni. Ég þekki þennan sjúkdóm annars bara fjandi vel sjálf þarf sem ég drakk mikið og reykti hass sem óharnaður unglingur og eiginlega bara krakki. Það er sjálfsblekking að halda það að þó svo að þú sért haldin einhverjum sjúkdómi að það réttlæti hegðunina. Það skiptir ekki máli hvað sjúkdómurinn heitir, alkahólismi, þunglindi eða hvað annað. Þú hefur valið... þú tekur ákvörðun sem virkur alki að hætta að drekka... eða er það ekki annars?? 

Fólk sem þorir ekki að horfa á sjálft sig í spegli og viðurkenna vandamál sín og leita sér hjálpar er ekki eitthvað sem maður getur eitthvað vorkennt, það hefur ekki rétt á því... það kallast á "góðri íslensku" að KÓA (er g í því?) með fólki, og þegar maður kóar með fólki þá breytist fólk ekki.  hvort það er þó aumingjaskapur eða eitthvað annað, er kannski full sterkt til orða tekið, en engu að síður þá finnst mér það.

Hún á 2 börn, 2 lítil börn meira að segja sem hún þarf að berjast fyrir að hafa hjá sér því að ekki ætlar barnsfaðir hennar að láta hana í friði með það, enda kannski ekki skrítið miðað við ástandið. Það að kalla það ástæðu eða réttlætingu gjörða sinna, að hún sé eins og hún sé útaf ÖLLUM öðrum í kringum sig er bara í hæsta máta hallærislegt . Ég vona samt engu að síður að hún sjái í gegnum ruglið, eins og bara með alla aðra alka, dópista og þunglindissjúklinga og guð má vita hvað.

Svo slíturu þetta úr samhengi fyrir mér... ég var ekki endilega að tala um peningaleg auðævi þegar ég sagði "auð" það að vera ríkur snýst ekki um peninga, það snýst um allt annað og meira, peninga kannski líka, en hvað hefur þessi manneskja ekki?? hún á móður sem vill hjálpa henni, föður sem vill hjálpa henni, systkini líka og svo það dýrmætasta sem þú eignast 2 lítil börn....

En þó ég sé kannski UNG og þú heldur að ég sé einhver nagli og töffari, þá það. Ég er samt enginn nagli eða töffari, Ég hef svo sannarlega fengið að "smakka" á lífinu og fyrir mér er hennar vandamál "lúxus" vandamál. Sem er svo auðvelt að leysa ef hún mundi drullast til að horfa í spegil...vel.. og lengi...

Friður á jörð!  

Signý, 13.9.2007 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband