Staðreyndir

Ég held að Britney sé sú manneskja sem ég hef oftast bloggað útaf. Málið er að ég vorkenni henni, allur hennar auður hjálpar ekki til að berjast við fíknina sem hún virðist enga stjórn hafa á.

Ég ætla ekki að horfa á þetta atriði frá MTV, skiptir ekki máli, en ég ætla að segja eins og Kanadamaðurinn "I blame it on the disease".

Það getur verið að einhverjum hér á Íslandi (og víðar) finnist Britney ömurlegur tónlistarmaður og mjög slöpp og út úr þessa dagana en ekki gleyma að Britney hefur selt milljónir platna um HEIM allan, hvað hafið þið selt margar??????

Ég var orðlaus um daginn þegar starfsfólk meðferðarstofnunnar, sem hún var á, tók upp símann og sagði blaðamönnum í beinni hvernig hún hagaði sér. Ég hef verið á meðferðarstofnun/afeitrunarstöð , Vogi, suma dagana var maður brotinn og lítill í sér. Maður sá mjög veika einstaklinga haga sér skringilega, suma þekkta úr okkar þjóðlífi, en að hringja í Séð og Heyrt var og er álíka langt frá mér og Uzbekishtan.
Þegar fólk kemur inn á meðferðarstofnun er eitt alveg nauðsynlegt og það er að það sé ekki hægt, á meðan meðferð/afeitrun stendur, að hringja eða heimsækja fólk og að það sé tryggt að sjúklíngurinn sé frjáls frá rukkurum, blaðamönnum og eða hvers kyns áreiti sem stuði viðkomandi og komi honum úr jafnvægi. Þess vegna er EKKERT TV á Vogi, getur verið of stuðandi fyrir einhverja bara að horfa á venjulegar fréttir.


BRITNEY ER AF HOLDI OG BLÓÐI, hún á erfitt, ferill hennar hefur borið hnekki sem vandséð er hvernig verður bjargað, hún þarf að fara í afeitrun + eftirmeðferð + á AA fundi, vilji hún koma tilbaka og ,,feisa" öll mál og tækla. Það er ekkert eðlilegt við hegðun virks alkahólista, eða jú, eðlileg hegðun virks alkahólista er eðlileg hegðun fólks sem þjáist af sjúkdómi sem hefur þvílíkan eyðileggingarmátt að þeir sem ekki til þekkja myndu aldrei trúa því.

ÉG er ekki alls ekki Britney fan en, eins og ég hef margoft sagt, finnst mér ,,Hit me baby one more time" vera eitt best heppnaða popplag í heimi, svona eins og ,,Paradise by the dashboard ligth" með Meat Loaf, nema bara poppaðara, svona lag sem mun lifa endalaust.

Njótið dagsins.

Sigurjón Sigurðsson


mbl.is Spears sögð hafa grátið baksviðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý

Er það ekki svolítil meðvirkni að vorkenna virkum alkahólista? Hún gerir sér þetta sjálf, það hafa allir val í lífinu og hún hefur heldur betur val með allann sinn auð. Og þá ekki endilega í formi peninga. Það er ekki hægt að vorkenna manneskju sem tekur meðvitaðar ákvarðanir um líf sitt algjörlega sjálf og réttlætir þær síðan með því að hún eigi svo erfitt afþví að hún giftist drullusokk og skildi svo við hann... og allt er það náttúrulega eðlimálsins samkvæmt öllum öðrum að kenna. Svona fólk er náttúrulega bara... fleh... fer í taugarnar á mér

Fyrir mér er hennar hegðun allavega algjör aumingjaskapur. En ég er náttúrulega bara með hjarta úr stáli

Signý, 12.9.2007 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband