Kærleikur og almennt siðleysi.

Spænski vinur minn, Jesús, sagði við mig um daginn ,,Sigurjón, ég skil ekki þetta með Íslendinga og áfengi. Þeir skipta um persónleika á 0 einni við nokkra bjóra". ,,Ég veit" sagði ég hokinn af reynslu í málinu.
Málið er að þegar maður sér t.d. menn og konur mígandi eins og hunda hisst og her um miðbæinn þá fer maður að huga um orð Kanadamannsins sem sagði við vin minn sem var að afsaka sig við hann vegna fyllerísbulls "hey don´t worry I blamed it on the disease, not on you". S.s. fólk sem kastar af sér vatni eins og hundar er væntanlega ekkert að hugsa, því birtist skyndilega þessi tilfinning frumþarfar og pisssssssss, ég gerði þetta oft sjálfur í den.
Ég held líka að enginn af þessum einstaklingum myndi gera annað en hneykslast ef viðkomandi tæki ,,edrú" helgi og kíkti á þetta með ,,óbjöguðum" augum, það er á hreinu. Siðferðisstig margra Íslendinga (alls ekki allra) virðist bara hverfa við 1-3 bjór, sem er magnað.
Ég er stundum á Ibiza, bjó þar og vann í ,,gamla" daga. Í sumar var ég með dóttur minni á eyjunni og eyjan er ,,heavy" vinsæl um þessar mundir og allt fullt af fólki allsstaðar, sérstaklega í gamla bænum. Þar er endalaust laugardagskvöld, öll kvöld. Þar sér maður ekki þessa hegðun.
Eitt kvöldið vorum við að labba í bílinn og þar hafði ungur Spánverji skellt sér ,,semi" afsíðis (við runna) að pissa. Hann tók eftir því að ég horfð á hann og sagði ,,fyrirgefið fyrirgefið, er ekki vanur að pissa á almannafæri en ég var bara að springa, aftur afsakið". I rest my case.

Einu sinni var ég líka staddur á Mallorca (sem almennur farþegi, vann þar líka í den) og var að koma úr kvöldveislu. Þetta var rútuferð. Á heimleið stoppaði rútan á nokkrum hótelum til að koma fólki heim. Í rútunni var ungur strákur sem var að ferðast með kærustunni sinni.
Hann hafði ,,tekið þetta vel fyrir peninginn" pakkann á drykkina í veislunni og var töluvert ölvaður. Á einu stoppinum vildi pissið út og hann stökk bak við rútuna. Á sama tíma og hann mígur á rútuna kemur lögreglubíll framhjá sem stoppar og talar við hann (litið alvarlegum augum á Spáni að míga á almannafæri). Minn gaur botnaði ekkert í hvað þeir voru að fara þannig að ég tók mér stöðu túlks í málinu.
Ég ,,þeir segja að þú verðir að borga 5 þús. peseta í sekt fyrir að míga á almannafæri"  Hann ,,glætan ég borga ekki krónu fyrir að míga" Ég ,,ok" Ég við lögregluna ,,er ekki hægt að sleppa þessu, hann vissi þetta ekki og er drukkinn". Þeir ,,alls ekki, punktur" Þeir aftur ,,hefðir þú verið sáttur ef þú hefðir verið með börnin þín í rútunni og þau hefðu séð á honum ..... þar sem hann var að míga"? Ég ,,nei alls ekki, skil hvað þið eigið við". Ég við ölvaða gaurinn ,,heyrðu þeir gefa ekkert eftir, geturðu bara ekki borgað og málið er dautt"? Hann ,,nei, kemur ekki til mála, fyrr læt ég handtaka mig" með þeim orðum sest hann inn í lögreglubílinn. Lögreglan sallaróleg ,,ég gef honum 20 sek. til að fara út úr bílnum ellegar við munum handjárna hann á höndum og fótum og HANN mun gista hjá okkur í nótt og fara fyrir dómara á morgun". Ég opna bílinn ,,heyrðu vinur langar þig að láta handjárna þig á höndum og fótum og gista í ógeðslegum fangaklefa"? Hann ,,ha nei eiginlega ekki" ég, ,,viltu þá koma út"
Við borguðum sektina og nóttin hélt áfram.

Það er bara alltaf jafn fyndið þetta ,,Ísland best í heimi". Margir halda að þar sem vínið sé ódýrara á Spáni og að diskótekin séu flottari og mörg opin lengur sé bara í lagi að missa sig alveg í neyslu. Þetta á að visu við um fleiri þjóðir, sérstaklea þó Skandinava og Breta.
Spánverjarnir sjálfir botna ekkert í þessari hegðun, ræddi stundum við spænsku lögregluna vegna starfs míns.

Njótið þessa fallega dag í botn og gerið endilega eitthvað skemmtilegt.

Mbk.
Sigurjón Sigurðsson


mbl.is Um 120 útköll hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 884

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband