Ísland - Spánn

Góðan daginn.

Þetta las ég á bloggsíðu hjá einum ,,félaga" okkar í bloggheimum um íslenska fótboltalandsliðið:
,,Hef ekki skilið afhverju við erum að halda þessu liði úti" ?

Það er alveg hægt að færa rök fyrir þessari skoðun en ég er hræddur um að þau myndu ekki halda vatni gegn þeim rökum að það sé nauðsynlegt að halda úti fótboltalandsliði.
Það er alveg rétt að fótboltalandsliðið okkar er afar mistækt og manni finnst ansi oft að það vanti mikið upp á hugarfarið. Ég segi eins og Kolbrún Halldórsdóttir blaðakona og gagnrýnandi ,,er þetta eh nýtt"?
Í öllum mínum uppvexti man ég ekki eftir öðru en að landsliðið umrædda hafi verið í frekar slæmum málum og að gagnrýnin hafi verið mikil + að það var oft spáð í að reka þjálfarann. Þetta með þjálfarann er pínulítið eins og með aðra stjórnendur sem eru að taka við nýrri deild, nýju fyrirtæki eða gömlu fyrirtæki sem á að ,,blasta" upp.
Það er alveg vonlaust að gefa mönnum lítinn tíma í verkefnið en of mikinn er heldur ekki gott, s.s. hinn gullni meðalvegur er vandrataður í þessum málum sem og öðrum.
Landsliðin okkar eru á öllum aldri. S.s. drengja/stelpna, unglinga, 21 árs og A landslið. Það vær helv. dapurt ef við myndum sína unglingunum það fordæmi að það væri bara allt í lagi að gefast upp og leggja niður þetta ,,fúla" A landslið, það er ekki í anda keppnismanna og kvenna.

Ég vil þakka Jolla og strákunum fyrir stórfínan leik í gær, aldrei eins og vant fann ég fyrir þjóðarstolti við að sjá þá spila, sérstaklega gaman að þetta var gegn Spánverjum (segi stundum að ég sé hálfur Spánverji, það er önnur saga).
Markið okkar var stórglæsilegt, 5 stjörnu undirbúningur og afgreiðsla.
Ein markvarslan sem ég sá hjá Árna Gauta var líka 5 stjörnu. Fast skot í nærhorn á ekki svo löngu færi, í gegnum klofið á varnarmanni og alveg út við stöng, Árni Gauti sló hann í horn alveg eins og ,,köttur", hrikalega flott.

EITT er þó ljóst sem rætt var í stofunni á Akranesi, þar sem ég var í heimsókn/mat að horfa á leikinn, ,,af hverju spila þeir svona vel gegn góðu liðunum en illa gegn þeim slakari"?
Ég tel mig hafa svar við því, enda búinn að upplifa þetta margoft, að vísu í handbolta en sama ,,syndrome".
Ef Haukar (mitt móðurfélag) spila gegn ,,Alle úppa" frá Færeyjum (nafnið tilbúningur) þá mun þjálfarinn marg tyggja í mannskapinn að við getum ekki verið að vanmeta þá vegna...... Allir leikmenn eru honum sammála, alveg sammála EN samt detta þeir á sama ,,level" og Alle Úppa. Ástæðan er einfaldlega að þeir BERA ekki virðingu fyrir mótherjanum, sama hvað sagt var inn í klefanum. AFTUR á móti, Barcelona - Haukar, þar vilja menn sko sýna og sanna fyrir þessum proffum að við séum sko ekkert verri og hver maður spilar af 100% ,,inputi".

Ég vona að þið skiljið hvað ég á við.

Njótið dagsins.
Sigurjón Sigurðsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband