Hræsni

Mér finnst alveg ótrúleg hræsni í svo mörgu hér á landi.

Við viljum nú neita þessu fólki sem tengist klámiðnaðinum að hittast hér á landi.  Á sama tíma leyfum við sölu þessa efnis í landinu og ríkið fær sinn skatt af sölu þessa efnis.  Við þurfum t.a.m. ekki að fara lengra en á næstu bensínstöð til að kaupa tímarit á borð við Hustler sem innihalda argasta klám. 

Ég sé ekkert vit í þessu.  Af hverju bönnum við ekki vínsölumönnum að hittast hér á landi.  Á hverjum degi eru að gerast hrikalegir atburðir hjá mörgum landa okkar vegna áfengisneyslu og eftir hverja helgi eru ófagrar lýsingar úr dagbók lögreglu vegna mála sem tengjast áfengisneyslu.

Annað sem mér finnst líka alltaf jafn grátbroslegt er bann við auglýsingum á áfengi og tóbaki á Íslandi.  Síðan sest maður upp í íslenska flugvél, með íslensku starfsfólki og opnar blað sem gefið er út á Íslandi, Atlantica, fullt af auglýsingum fyrir áfengi og tóbak.  Einnig fást í bókabúðum erlend tímarit með samskonar auglýsingum sem mér finnst alveg sjálfsagt að eigi að klippa út eða líma yfir til að fylgja þessum lögum, eða hvað?

Já það er margt að varast en forræðishyggja og múgæsingur hefur aldrei verið af hinu góða að mínu mati.

 Kv.

 

 


mbl.is Klámframleiðendur ætla að leita lögfræðiaðstoðar vegna fjárhagslegs tjóns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ertu heimskur serðu ekki öll smaborn 12-& ára sem reykja hvað myndi gerast ef þetta kæmi i auglisingum 9-&  tilhvers auglisingar það er ekkert vit i þeim 

643 (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband