Færsluflokkur: Bloggar
9.9.2007 | 14:40
Stóra kántrýballið 13. okt. n.k. í Krikanum.
Ég er að vinna að mjög skemmtilegu verkefni. Stóru sveitaballi á mölinni. Dagurinn er 13. okt. og staðurinn er Kaplakriki. Undirbúningur gengur mjög vel.
Aðalnúmerið á ballinu verða hinir frábæru Klaufar frá Selfossi, http://myspace.com/klaufar
Þeir eru algjörir meistarar í minni bók. Fóru í vöggu kántrýsins til að taka plötuna upp, Nashville (sjá myndir á heimasíðu þeirra).
Platan kom út í sumar og er kominn í gullplötusölu sem er kannski engin stórfrétt eða jú kántrý....
Alla vega finnst mér snilldiin sú að þeir eru ekki búnir að selja 1 eintak í gegnum risann, 365 miðla.
Platan er para seld hjá N1 og á Selfossi, t.d. á Kaffi Krús, söngvarinn er chefinn þar, bara snilld.
Mjög flottir og frægir (á Íslandi) gestir munu koma fram sem gestasöngvara með Klaufunum.
Ekki hægt að nafngreina þetta fólk enn sem komið er, samningar á viðkvæmu stigi.
Það er því fyndið að sjá LP vinsældarlistann í Mogganum, ekki sjást Klaufarnir þar..... Kíkið á smá letrið fyrir ofan ,,listinn er byggður á sölu í Skífunni, BT, Hagkaup......" Pínu pínu óréttlátt en hvað geta menn sagt, risinn ræður miklu.
Diskurinn með tónistinni úr vinsælustu kvikmynd landsins, Astrópíu, fæst heldur ekki í fríhöfninni. Fyrstu nokkur þúsund eintökin voru nefnilega keypt af Hagkaupum og fríhöfnin er Elko, vill einhver leggja saman tvo + tvo af hverju Astrópía ratar ekki inn í Duty Free?????
Maður hélt að menn í smásölu væru í þeim business að selja vöru sem selst en .......
Allar nánari upplýsingar um ,,Stóra Kántrýballið" koma á prinsvaliant.is
Og mun miðasala hefjast á þeirri síðu ca. 20. þessa mánaðar.
Málið er að leyfismálin eru í vinnslu og eins og þeir vita sem til þekkja þá taka þau tíma en ég er kominn með jákvæða umsögn frá Hafnarfjarðarbæ sem var lykilatriði fyrir hátíðina.
Kántrý on :)
Sigurjón Sigurðsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.9.2007 | 12:02
Kærleikur og almennt siðleysi.
Spænski vinur minn, Jesús, sagði við mig um daginn ,,Sigurjón, ég skil ekki þetta með Íslendinga og áfengi. Þeir skipta um persónleika á 0 einni við nokkra bjóra". ,,Ég veit" sagði ég hokinn af reynslu í málinu.
Málið er að þegar maður sér t.d. menn og konur mígandi eins og hunda hisst og her um miðbæinn þá fer maður að huga um orð Kanadamannsins sem sagði við vin minn sem var að afsaka sig við hann vegna fyllerísbulls "hey don´t worry I blamed it on the disease, not on you". S.s. fólk sem kastar af sér vatni eins og hundar er væntanlega ekkert að hugsa, því birtist skyndilega þessi tilfinning frumþarfar og pisssssssss, ég gerði þetta oft sjálfur í den.
Ég held líka að enginn af þessum einstaklingum myndi gera annað en hneykslast ef viðkomandi tæki ,,edrú" helgi og kíkti á þetta með ,,óbjöguðum" augum, það er á hreinu. Siðferðisstig margra Íslendinga (alls ekki allra) virðist bara hverfa við 1-3 bjór, sem er magnað.
Ég er stundum á Ibiza, bjó þar og vann í ,,gamla" daga. Í sumar var ég með dóttur minni á eyjunni og eyjan er ,,heavy" vinsæl um þessar mundir og allt fullt af fólki allsstaðar, sérstaklega í gamla bænum. Þar er endalaust laugardagskvöld, öll kvöld. Þar sér maður ekki þessa hegðun.
Eitt kvöldið vorum við að labba í bílinn og þar hafði ungur Spánverji skellt sér ,,semi" afsíðis (við runna) að pissa. Hann tók eftir því að ég horfð á hann og sagði ,,fyrirgefið fyrirgefið, er ekki vanur að pissa á almannafæri en ég var bara að springa, aftur afsakið". I rest my case.
Einu sinni var ég líka staddur á Mallorca (sem almennur farþegi, vann þar líka í den) og var að koma úr kvöldveislu. Þetta var rútuferð. Á heimleið stoppaði rútan á nokkrum hótelum til að koma fólki heim. Í rútunni var ungur strákur sem var að ferðast með kærustunni sinni.
Hann hafði ,,tekið þetta vel fyrir peninginn" pakkann á drykkina í veislunni og var töluvert ölvaður. Á einu stoppinum vildi pissið út og hann stökk bak við rútuna. Á sama tíma og hann mígur á rútuna kemur lögreglubíll framhjá sem stoppar og talar við hann (litið alvarlegum augum á Spáni að míga á almannafæri). Minn gaur botnaði ekkert í hvað þeir voru að fara þannig að ég tók mér stöðu túlks í málinu.
Ég ,,þeir segja að þú verðir að borga 5 þús. peseta í sekt fyrir að míga á almannafæri" Hann ,,glætan ég borga ekki krónu fyrir að míga" Ég ,,ok" Ég við lögregluna ,,er ekki hægt að sleppa þessu, hann vissi þetta ekki og er drukkinn". Þeir ,,alls ekki, punktur" Þeir aftur ,,hefðir þú verið sáttur ef þú hefðir verið með börnin þín í rútunni og þau hefðu séð á honum ..... þar sem hann var að míga"? Ég ,,nei alls ekki, skil hvað þið eigið við". Ég við ölvaða gaurinn ,,heyrðu þeir gefa ekkert eftir, geturðu bara ekki borgað og málið er dautt"? Hann ,,nei, kemur ekki til mála, fyrr læt ég handtaka mig" með þeim orðum sest hann inn í lögreglubílinn. Lögreglan sallaróleg ,,ég gef honum 20 sek. til að fara út úr bílnum ellegar við munum handjárna hann á höndum og fótum og HANN mun gista hjá okkur í nótt og fara fyrir dómara á morgun". Ég opna bílinn ,,heyrðu vinur langar þig að láta handjárna þig á höndum og fótum og gista í ógeðslegum fangaklefa"? Hann ,,ha nei eiginlega ekki" ég, ,,viltu þá koma út"
Við borguðum sektina og nóttin hélt áfram.
Það er bara alltaf jafn fyndið þetta ,,Ísland best í heimi". Margir halda að þar sem vínið sé ódýrara á Spáni og að diskótekin séu flottari og mörg opin lengur sé bara í lagi að missa sig alveg í neyslu. Þetta á að visu við um fleiri þjóðir, sérstaklea þó Skandinava og Breta.
Spánverjarnir sjálfir botna ekkert í þessari hegðun, ræddi stundum við spænsku lögregluna vegna starfs míns.
Njótið þessa fallega dag í botn og gerið endilega eitthvað skemmtilegt.
Mbk.
Sigurjón Sigurðsson
Um 120 útköll hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2007 | 11:12
Ísland - Spánn
Góðan daginn.
Þetta las ég á bloggsíðu hjá einum ,,félaga" okkar í bloggheimum um íslenska fótboltalandsliðið:
,,Hef ekki skilið afhverju við erum að halda þessu liði úti" ?
Það er alveg hægt að færa rök fyrir þessari skoðun en ég er hræddur um að þau myndu ekki halda vatni gegn þeim rökum að það sé nauðsynlegt að halda úti fótboltalandsliði.
Það er alveg rétt að fótboltalandsliðið okkar er afar mistækt og manni finnst ansi oft að það vanti mikið upp á hugarfarið. Ég segi eins og Kolbrún Halldórsdóttir blaðakona og gagnrýnandi ,,er þetta eh nýtt"?
Í öllum mínum uppvexti man ég ekki eftir öðru en að landsliðið umrædda hafi verið í frekar slæmum málum og að gagnrýnin hafi verið mikil + að það var oft spáð í að reka þjálfarann. Þetta með þjálfarann er pínulítið eins og með aðra stjórnendur sem eru að taka við nýrri deild, nýju fyrirtæki eða gömlu fyrirtæki sem á að ,,blasta" upp.
Það er alveg vonlaust að gefa mönnum lítinn tíma í verkefnið en of mikinn er heldur ekki gott, s.s. hinn gullni meðalvegur er vandrataður í þessum málum sem og öðrum.
Landsliðin okkar eru á öllum aldri. S.s. drengja/stelpna, unglinga, 21 árs og A landslið. Það vær helv. dapurt ef við myndum sína unglingunum það fordæmi að það væri bara allt í lagi að gefast upp og leggja niður þetta ,,fúla" A landslið, það er ekki í anda keppnismanna og kvenna.
Ég vil þakka Jolla og strákunum fyrir stórfínan leik í gær, aldrei eins og vant fann ég fyrir þjóðarstolti við að sjá þá spila, sérstaklega gaman að þetta var gegn Spánverjum (segi stundum að ég sé hálfur Spánverji, það er önnur saga).
Markið okkar var stórglæsilegt, 5 stjörnu undirbúningur og afgreiðsla.
Ein markvarslan sem ég sá hjá Árna Gauta var líka 5 stjörnu. Fast skot í nærhorn á ekki svo löngu færi, í gegnum klofið á varnarmanni og alveg út við stöng, Árni Gauti sló hann í horn alveg eins og ,,köttur", hrikalega flott.
EITT er þó ljóst sem rætt var í stofunni á Akranesi, þar sem ég var í heimsókn/mat að horfa á leikinn, ,,af hverju spila þeir svona vel gegn góðu liðunum en illa gegn þeim slakari"?
Ég tel mig hafa svar við því, enda búinn að upplifa þetta margoft, að vísu í handbolta en sama ,,syndrome".
Ef Haukar (mitt móðurfélag) spila gegn ,,Alle úppa" frá Færeyjum (nafnið tilbúningur) þá mun þjálfarinn marg tyggja í mannskapinn að við getum ekki verið að vanmeta þá vegna...... Allir leikmenn eru honum sammála, alveg sammála EN samt detta þeir á sama ,,level" og Alle Úppa. Ástæðan er einfaldlega að þeir BERA ekki virðingu fyrir mótherjanum, sama hvað sagt var inn í klefanum. AFTUR á móti, Barcelona - Haukar, þar vilja menn sko sýna og sanna fyrir þessum proffum að við séum sko ekkert verri og hver maður spilar af 100% ,,inputi".
Ég vona að þið skiljið hvað ég á við.
Njótið dagsins.
Sigurjón Sigurðsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2007 | 02:52
Pólland, frh.
Við félagarnir lentum á ,,heimavöllinn" í kvöld. Flugum frá Krakow í hádeginu og frá Köben með Iceland Express í kvöld. Bæði flugin til fyrirmyndar.
Krakow er frábær borg. Þar búa ca. 650 þúsund manns (1,5 milljón í Varsjá) og hún er aðal háskólaborg Póllands, s.s. mikil stemmning.
Við vorum í gyðingahverfinu þar á frábæru gömlu hóteli í herberjum sem voru ekki undir 50 m2, mjög fyndið en þægilegt í alla staði og verðin..... súper.
Borðum í gær á stað rétt hjá hótelinum. Dinner með alles, nema ekkert vín, verð fyrir báða, ca. 4.800 :)
Flottur staður og flott þjónusta. Fékk mér lamb í aðalrétt, nammi gott. Ég er nefnilega einn af þeim sem legg mikið upp úr að prófa fisk og lamb í útlöndum, til að fatta enn betur að það sé nefnilega barasta fínn fiskur, lamb og já mjólkurafurðir í öðrum löndum þrátt fyrir að Ísland sé auðvitað ,,best í heimi".
Það var t.d. mjög fyndið að á staðnum sem við borðuðum á í Varsjá, KOM, bauð eigandinn okkur upp á ,,souffle" í eftirrétt og sagði að best væri að fá ískalda mjólk með enda væri PÓSKA MJÓLKIN SÚ BESTA Í HEIMI...... vá, hugsaði ég, þetta kannast ég við. Í uppvextinum var manni nefnilega talin trú um að mjólk úr beljum annarra landa væri ekki drekkandi miðað við íslenska ,,beljusafann" :)
Annað sem ég fór að velta fyrir mér og skoða í þessari Póllandsferð okkar.
Það er þetta með að sumir Íslendingar líti niður á Pólverja..... ,,það fluttu Pólverjar í blokkina í gær" sagði vinkona mín um daginn, eins og einhverjir holdsveikisjúklingar hefðu flutt inn.
Pólverjar komu mér fyrir sjónir sem mjög hreinskiptið og skemmtilegt fólk. Stutt í brosið og þjónustulund þeirra til fyrirmyndar sem er kannski ekki alveg það sama og má segja um suma Íslendinga í þjónustu.
Finnst okkur Pólverjar vera annars flokks (sumum okkar) vegna þess að þeir fá lægri laun en við fyrir sömu vinnu (aftur sumir Pólverjar)? Veit það ekki. Amk er ég ánægður með þá Pólverja sem ég hitti í ferðinni.
Annað sem er magnað og á líka við um Ísland. Í Póllandi heitir gjaldmiðillinn Zloty og það er með Zloty eins og íslensku krónuna að um leið og maður er kominn fet frá jörðu með öðru flugfélagi en ,,native" þá er gjaldmiðillinn ekki lengur í gildi, skrýtið.....
Ég náði að skipta restinni af Zloty sem ég var með á vellinum í Köben, þar var íslenska krónan líka samþykkt, skemmtileg tilviljun :)
Annað sem var alveg alveg týpískt var að við hliðina á mér í vélinni frá Krakow sátu tveir indælismenn sem ég reyndi, eins og gengur, að spjalla aðeins við en enskukunnátta þeirra var ekki mikil en þó náði í gegn að þeir voru einmitt á leiðinni til ,,fyrirheitna landsins", Íslands, að vinna sem múrarar :)
Ég veit að flestir vinnuveitendur erlenda vinnuaflsins hér koma vel fram við þetta starfsfólk en sumir, því miður, alls ekki, eins og við lesum alltof oft í fréttum.
Við þessa menn langar mig að segja að framkoma ykkar minnir mig á framkomu sem ég þori ekki að nefna hér en ég vona að þið lærið af reynslunni og munið að lífið er búmerang.
Eitt enn um Pólland.
Landið er rúmlega 300 þúsund ferkílómetrar og Pólverjar eru ca. 40 milljónir þannig að við erum ekki að tala um neitt ,,smáríki". Skv. því sem mér var sagt hafa þeir misst ca. 10% af vinnuafli sínu til útlanda á undanförnum árum og sé þetta sett í samhengi við þann fjölda af Pólverjum sem hér búa og vinna þá eru hér ca. 0,17% af þessum hópi. Ekki nákvæm tölfræði en ansi nálægt veruleikanum.
Auswitsch.
Mig skortir orð til að lýsa heimsókninni þangað, fæ kannski kjark til þess á næstu dögum, ólýsanlegur viðbjóður.
Mbk með von um slysalausa helgi.
Sigurjón Sigurðsson
Hótelsvítan í Varsjá (smá hluti), var ekkert annað laust, kostaði 160 Evrur + 7% vsk :)
Herbergergið í Krakow (smá hluti) kostaði ca. 85 Evrur nóttin með morgunmat, fengum að vísu smá afslátt í gegnum vin okkar í Varsjá.
Myndir teknar úr síma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2007 | 02:37
Varsjá :)
Ég verð barasta að viðurkenna að ég vissi ekkert við hverju ég átti að búast hér í Varsjá en þessi borg er búin að koma skemmtilega á óvart.
Við félagarnir erum í góðu yfirlæti á frábæru hóteli, án þess að vera eh rugl dýrt. Ég hef smá reynslu af hótelrekstri og þetta er mjög fínt og ,,prísinn" á sambærulegu í Reykjavík myndi vera 100% hærri.
Ingvar fór í dag í ,,labbið" og gekk frá málum vegna DVD fyrir Astrópíu.
Í kvöld fórum við út að borða á algjörlega frábæran stað, KOM.
http://www.komunikat.net.pl/
Staðurinn er búinn að vera opinn í 18 mánuði og er í gömlu póst - og fjarskiptastöð Póllands. Eigandinn, KAI, sagði mér að þegar Þjóðverjar réðust á Pólland 1939 þá var þetta eitt það fyrsta sem var sprengt í loft upp enda fóru öll fjarskipti landsins í gegnum þetta hús, s.s. fjarskipti 18 milljóna manna þjóðar. Það var magnað að heimsækja KOM (stendur fyrir fjarskipti á Pólsku, Komunikat). Frábær matur á sanngjörnu verði og fín þjónusta. Annars eru allar nánari upplýsingar á heimasíðunni hér að ofan, s.s. ef þið kíkið til Varsjá þá mælum við með KOM.
Borgin virkar mjög hrein og örugg á mig, s.s. flott borg til að heimsækja.
Á morgun er ferðinni heitið til Krakow og til Auswitsch sem er rétt fyrir utan Krakow.
Mbk. frá Póllandi.
Sigurjón Sigurðsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.9.2007 | 00:52
Farinn til Póllands.
Ég er að fara í þriggja daga ferð með félaga mínum til Póllands. Ferðin er vinnuferð/skemmtiferð, eins og svo margar.
Eitt af því sem við gerum er að fara til Krakau og munum skoða Auswitch útrýmingarbúðirnar, kvíð nú frekar fyrir þeirri heimsókn en mig langar samt að sjá þetta.
Ég kem með ferðasöguna seinna í vikunni.
Góðar stundir.
Sigurjón Sigurðsson.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.9.2007 | 07:36
Aftur um hámarkshraða á Íslandi.
Ég hef áður skrifað um þá skoðun mína að hámarkshraði á vegum okkar sé alveg ótrúlega undarlegur, amk sumsstaðar.
Dæmi:
Þessi mynd er tekin ,,læf" ca. 15 km frá Borgarnesi, Akureyrarmegin. Þarna er 90 km. hámark.
Vörubíllinn sem sést efst var næstum búinn að keyra yfir bílinn sem er beint fyrir fram mig.
Þarna var víst dauðaslys ekki fyrir svo löngu.
Annað dæmi:
Keflavíkurvegurinn (Reykjanesbrautin). Tvíbreiður vegur í báðar áttir með góðu bili á milli og það sem er fyndnast, hámarkshraði 90 km.
Nýjasti vegurinn, Reykjanesbrautin milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar (hjá nýja Ikea) breiður og flottur vegur, hámarkshraði 70 km.
Flugvallarvegurinn í Reykjavík, breiður og flottur vegur með 2-3 akreinar í báðar áttir, hámarkshraði 60 km.
Sæbrautin, breiður og flottur vegur með tvær akreinar í báðar áttir, hámarkshraði 60 km.
Þetta voru bara nokkur dæmi.
Getur einhver frá ríkinu/lögreglu útskýrt þetta misræmi fyrir okkur í bloggheimum, ekki vera feimnir, það hlýtur að vera til ástæða sem ég barasta ekki sé........
Mín tillaga:
- Sæbraut, Flugvallarvegur => 70 km.
- Reykjanesbrautin fyrir framan Ikea => 80 km.
- Nýja ,,hraðbrautin okkar, Reykjanesbrautin til Kef. => 100 km.
Út á landi, með mótumferð => 90 km.
Mbk. og með ósk um slysalausan dag.
Sigurjón Sigurðsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2007 | 20:05
Mótorhjólaslys
Ég las á mbl.is að það hefði orðið mótorhjólaslys á Reykjanesbrautinni í dag, ekki gott.
Eftir því sem fréttin segir tók bílstjóri fram úr bíl með hjólhýsi og sá ekki 4 mótorhjólamenn sem voru að koma á móti, ekki gott. Tveir náðu að forða slysi en tveir ekki, ég óska þeim góðs bata.
Nú er ég búinn að vera að hjóla í tæpar tvær vikur. Ég hrósaði í bloggi um daginn þeim bílstjórum sem ég hafði kynnst á hjólinu, til fyrirmyndar. EN í dag fékk ég að kynnast hinum. Það var tvisvar kinnroðalaust svínað fyrir mig dag.
Seinna skiptið öllu verra. Ég var að dóla mér heim og var í Kópavoginum þegar bíll kemur úr hliðargötu. Bíllinn er að beygja til vinstri, keyrir út á og lítur bara til hægri...... hvað er það?
Umræddur bílstjóri keyrði bara í burtu án þess að skammast sín en var að vísu um leið að troða beltinu á sig, ekki gott :(
Vinsamlegast allir bílstjórar munum gömlu regluna líta til hægri og vinstri svo aftur til hægri svo aftur til vinstri svo beygja ef enginn bíll er eða MÓTORHJÓL.
Mbk og njótið nú kvöldsins.
Sigurjón Sigurðsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.9.2007 | 11:20
Ljósanótt.
Ég fór í bíltúr með vinkonu minni í gær eftir frábært matarboð hjá sameiginlegu vinafólki.
Við ákváðum að kíkja í bíltúr á Ljósanótt, sem var per seg bara fín hugmynd. En við vorum sein og vorum komin ca. 23.30 í Reykjanesbæ og þá ,,milljón" bílar að fara úr bænum og umferðin gekk hægt enda sérlega óheppilegar allar þær framkvæmdir sem eru á Reykjanesbrautinni þegar svona vinsæl bæjarhátíð er í gangi.
Við rúntum þarna og töluðuðum við vinsamlega og eldhressa hjálparsveitameðlimi. Það sem aftur á móti VAKTI athygli mína var að á götum bæjarins var ekki mikið að fólki á þessum tíma en þeir sem voru voru á aldrinum ca. 14 - 17 ára. Þessir krakkar voru alveg flottir og ekki með nein læti en þau voru flest að drekka bjór og 9 af 10 að fá sér smók.
Við fórum svo í rólegheitum út úr bænum, s.s. skelltum okkur í þessa endalausu bílaröð. En hún gekk þótt hægt væri. Lögreglan stjórnaði því sem hún gat af myndarbrag.
Á leiðinni urðu, eins og gengur, nokkrir frekar óþolinmóðir og trylltu framúr hægra megin við röðina, heppnir að þeir voru ekki í Þýskalandi þar sem þessi hegðun í umferðinni er litin MJÖG alvarlegum augum. Þetta var örugglega fólkið sem skiptir um stöð þegar auglýsingar umferðarstofu birtast....
Njótið dagsins, hann lítur vel út :)
Mbk
Sigurjón Sigurðsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2007 | 13:53
,,Kántrý on" :)
Verð bara að misnota aðstöðu bloggheims til að skora á fólk að kíkja á heimasíðu Klaufanna:
Enjoy!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sigurjón Sigurðsson
Bloggvinir
- alla
- andres
- agustolafur
- baldurkr
- bene
- bergruniris
- birgitta
- brisso
- gattin
- bryn-dis
- bryndisisfold
- brynsla
- brynja
- brandarar
- doggpals
- elinarnar
- ellasprella
- evathor
- ea
- killjoker
- gtg
- hsi-domarnefnd
- halkatla
- hallarut
- haukamenn
- haukurn
- blekpenni
- hofyan
- golli
- ingo
- jensgud
- jonaa
- jax
- joninaben
- jonvalurjensson
- ktomm
- hugsadu
- kolgrima
- kga
- maggib
- maggaelin
- marinogn
- omarragnarsson
- svarthamar
- pallvil
- hux
- radda
- rebekka
- sigrg
- hosmagi
- hvala
- soley
- sporttv
- steinunnolina
- svanurmd
- stormsker
- tomasha
- eggmann
- what
- tothetop
- thordistinna
- aevark
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar