Færsluflokkur: Bloggar
4.8.2007 | 08:47
Auðvelt forskot.
Ég þreytist seint á að bera saman líf mitt fyrir edrú tímbilið mitt og eftir.
Ég var nú enginn örlagabytta og alls ekki túragaur en ég var bara alltaf svo helv. óheppinn þegar ég var að drekka amk síðustu árin. Smá dæmi. Árið 2004 þurfti ég endilega að ,,lenda" í því að drekka eitt skiptið það mikið að mér fannst mjög fín hugmynd að hringja í þáverandi kærustu mína, sem ég var mjög skotinn í, og segja henni til syndanna og að barnið hennar væri stórgallað. Tveimur tímum síðar fannst mér ekkert betra heldur en að keyra til hennar og biðja hana afsökunar. Ég var staddur í Stykkishólmi og það var nótt og þá ekki efitt að telja sér trú um að ég ,,yrði" bara að taka bílinn og bruna til Reykjavíkur. Ég lét gamla Chryslerinn minn taka á því og hraðinn var ..... þori ekki segja það, veit ekki hvort það mætti nota það gegn mér..... Alla vega þá komst ég að Eldborgarsvæðinu, akkúrat þar sem ein mesta sukkhátíð Íslandssögunnar var haldin, þar var lögreglan að kíkja eftir ökumönnum vegna hestahátíðar (skrýtið orð en nota það). Ég náði sem betur að sjá þá áður en þeir gátu skotið á hraðann á Stratusnum, hefði annars líklega komist á forsíðu DV. Þetta voru fínir gaurar og ég ekki það fullur (búið að renna aðeins úr mér) að ég sá að ég var skák og mát. Þeir þekktu auðvitað ,,gömlu" handboltahetjuna, ,,sæll Sigurjón viltu aðeins kíkja yfir í bílinn til okkar". Ég hagaði mér vel og fékk hrós skilið frá þeim og fannst þá í ölvímunni að það hlyti nú að skipta máli við ákvörðun refsingar.......:) Neibb. Komst seinna að því að löghlýðnir borgarar og forhertir glæpamenn fá sömu meðferð þegar að ölvunarakstri kemur. Út úr þessu kom árs svipting og 130 þúsund í sekt. Orðatiltækið ,,enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur" á 100% fínt við þegar bílprófið er annars vegar. Hrikalega óþægilegt að missa prófið. Allt í einu er ákveðin hluti af sjálfsögðu frelsi tekin af manni. Árið leið og Júlíus, gamall vinur minn, tók að sér að keyra ,,Prinsinn" + leigubílar ofl.
Ég hef líklega byrjað að drekka þetta kvöld á tómann maga eða hef verið að taka einhver lyf sem pössuðu illa með áfengi eða að ég hefði átt að halda mig við eina tegund....., allt annað en að sjúkdómurinn hefði tekið völdin (algengar alka afsakanir).
Edrú dagurinn minn er 7. júlí og 07.07.07 var mitt ársafmæli. Glöggir lesendur sjá því að þetta klúður mitt hér að ofan dugði ekki til að ég léti Bakkus róa ásamt því að stúlkan sem ég var skotinn í ákvað að taka sama pól í hæðinna og fólk gerir með hunda, ef þeir bíta einu sinni er 100% að þeir geri það aftur. Hún er að vísu ekki enn búin að fyrirgefa mér en móðir hennar hefur barist allt sitt líf við áfengi og þessi stúlka s.s. fengið meira en sinn skammt af virkum ölkum. (það fylgdi nefnilega á eftir alls kyns rugl, misgáfuð sms ofl. s.s. þegar ég sá að hún ætlaði ekki bara að horfa fram hjá þessu eina skipti, þetta urðu s.s. drykkjustælar * xxxxxxxxxxxxxxxxxx, bakkus getur verið helv. harður húsbóndi).
Vinur minn er einn af duglegri mönnum sem ég þekki. Hann fer út að hlaupa á morgnanna á sumrin í ræktina á veturna og er mættur út á teig kl. 7 um helgar. Hann á fallega konu, myndarleg börn og er vel stæður, sé miðað við þá sem eru út fyrir bankageirann (ekki hægt að miða við þá gaura).
Ég er loks núna að fatta þessa velgengni hjá honum. Hann lætur áfengi ekki stjórna sér hann stjórnar. Hann ólst upp á óreglu heimili og eins og Helgi í Góu hafði hann vit á því að taka ófrávíkjanlega stefnu í þeim málum, ,,svona ætla ég ekki að vera". Hann smakkar að vísu vín en mjög lítið. Helgi smakkar ekkert vín, hann er líka mættu á gólfið í verksmiðujunni kl. 5 :) og hann er ,,self made" íslenski draumurinn.
Ég s.s. farinn að upplifa líf sem byggist upp á jákvæðri hugsun, framtíðarsýn með stíf markmið og að tíminn sem fer í að láta renna af sér og berjast við timburgauranna, er tapaður tími sem kemur ekki aftur.
Ég vona að allir skemmti sér varlega um þessa stóru helgi keyri eins og siðað fólk. Ég veit ekki hvert óveðrið hans Sigga Storms fór en hér í Kópavoginum er logn og blíða. Veðurguðirnir vita kannski að það sé ,,gott að búa í Kópavogi".
Mbk.
Sigurjón Sigurðsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.8.2007 | 08:34
Ísland - Spánn, Spánn - Ísland
Góðan og blessaðan daginn gott fólk.
Frábært að sitja í íbúðinni minni í Kópavogi og horfa yfir Fossvogsdalinn og á Esjuna, fallegt veður og "fenominal" útsýni.
Ég er að fjárfesta aðeins á Spáni og hef aðeins þurft að nota þjónustu Spænska sendiráðsins í Reykjavík, sorry, er ekki í Reykjavík er sko í Osló. Ferlega fyndið. Ég fór að hugsa. Hvar í miðborg Barcelona eða Madrid ætli okkar sé, örugglega á torgi Juan Carlos (eða eh álíka), neibb, wrong again, það er nefnilega í París. Ok. Við erum með mjög mikil samskipti við Spán. Seljum þangað vöru og kaupum þaðan vöru. Hef að vísu ekki tölurnar en það er eflaust ekki lítið sem fer þangað af saltfiski á hverju ári + þúsundir af Íslendingum fara þangað á hverju ári eða tugþúsundir.
Þá fer maður að pæla. Við erum með sendiráð í Japan á besta stað í dýrustu borg í heimi. Japanir, að mér skilst, eru nú bara í ,,penu" leiguhúsnæði sem er alls ekki í 101, er á Laugavegi 182.
Við erum víða með útibú, sendiráð og sum ansi dýr og flott. Berlín er að mér skilst á þeim sem komið hafa þangað alveg ótrúlega flott í alla staði, eins og íslenskum stælum sæmir.
Af hverju ekki á Spáni? Stúlkan í París, sem ég talaði við, sagði að þau væru alltof fámennuð til að sinna öllu sem þau þyrftu og auðvitað ætti að vera sendiráð í Madrid.
Ég vona að Ingibjörg Sólrún taki nú til hendinni í allri þessari vitleysu og komi þessu sendiráðsmálum í eðlilegan og hagkvæman farveg.
Ég sá frétt um það um daginn að utanríkisráðuneytið væri það ráðuneyti sem mest hefði þanist út á undanförnum misserum og væri komið upp í ca. 1.000 milljónir króna. Hvað ef við næðum að skera þennan kostnað niður um ca. 40-50% og láta mismuninn ganga til aldraðra? Aldraðir í þessu landi eiga EKKI ALLS EKKI að þurfa að hafa áhyggjur af búsetuúrræðum ofl. Þetta er fólkið sem lagði grunninn af þeirri velsæld sem hér ríkir í dag, margir með miklum fórnum og þrældómi. Það virðist bara gleymast af og til hjá ,,jakkafata" ræðuklúbbnum á alþingi.
Mbk.
Sigurjón Sigurðsson.
es. ég vona að allir þeir sem eru á móti því að auka aðgengi að áfengi með því að koma því í matvörubúðir láti kröftulega í sér heyra í bloggheimum. Vínið við hliðina á matnum er bull. Alkar þurfa nefnilega að borða líka og margir þurfa að halda sig algjörlega frá þeim stöðum þar sem áfengi er, ALKAHÓLISMI er sjúkdómur sem endar 100% með geðveiki eða dauða. Ekki fordómar ekki áróður heldur ísköld staðreynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2007 | 11:12
:(
Var á rölti þarna með vini mínum og sá aumingja stúlkuna í malbikinu en sá ekki árásina sjálfa.
ER EKKI RÁÐ AÐ KALLA STRAX SAMAN ALÞINGI OG DRÍFA VÍNIÐ Í MATVÖRUBÚÐIRNAR, ÞAÐ ER ALVEG ÞAÐ SEM VIÐ ÞURFUM OG ÞAÐ STRAX.....................................
Mbk.
Sigurjón Sigurðsson
Beit hluta af eyra konu fyrir utan skemmtistað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.7.2007 | 11:03
Reynir Tausta.
Ég hef ekki lesið þetta mál í gegn en mér sýnist menn vera eh sárir út í að Reynir hafi stungið á þetta, eins og svo oft sem sá ágæti maður tekur sig til.
Ég hef hingað til ekki séð það hjá Reyni að hann vinni ekki heimavinnuna sína.
Ég t.d. verð að segja að ég var ansi sáttur um skrif hans um Gunnar Birgisson. Hef alveg sjálfur séð hann illa drukkinn á umræddum stað og ég held að hann hljóti að þurfa að hugsa sinn gang gagnvart áfengi. Ég veit að mér datt aldrei í hug sjálfum að fara ódrukkinn á þessa okurbúllu.
EN ég ber mikla virðingu fyrir Gunnari og veit að pabbi heitinn vann með honum í flóknum málum á sínum tíma, málum sem hann sagði að enginn væri betri í en Gunnar. Nei það voru ekki mál tengd bæjarmálum heldur útreikningar á burðarþoli háhýsa.
Mbk.
Sigurjón Sigurðsson
Yfirlýsing frá Reyni Traustasyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.7.2007 | 21:00
Í fríinu mínu...
fór ég til London og Ibiza. Að vísu var það engin tilviljun. Systir mín býr í London og svo rættist einnig gamall draumur hjá mér að sjá Genesis á tónleikum, Phil Collins lætur manni líða vel með að sextugt sé í raun bara enginn aldur.....
Ibiza er og hefur alltaf verið minn uppáhaldsstaður þrátt fyrir að ég hafi nú í raun ekki komið til eyjarinnar í talsvert mörg ár ef undanskildur er einn sólarhringur 2005, var ekki hættur að drekka þá þannig að ég man nú ekki alveg öllu smáatriðið frá þeirri stuttu heimsókn :)
Nú var ég í átta daga með dóttur minni og við áttum í stuttu máli sagt frábæra átta daga á þessari mjög svo miskildu eyju í huga flestra Íslendinga. Málið er að fyrir 18 árum vann ég í þrjú sumur á Ibiza, á hótelum og svo sem fararstjóri. Eyjan hefur þroskast vel síðan og mikil uppbygging í gangi.
Ef maður nefnir Ibiza við Íslending, svo sem fleiri, þá hugsar fólk, úff djamm djamm og meira djamm. Neibb, ekki rétt. Djamm jú en ,,veldur sá er heldur". San Antonio er næst stærsti bærinn á Ibiza og þar má finna ,,ódýrari" túrisma með tilheyrandi ungu fólki að skemmta sér með tilheyrandi vandamálum og auðvitað stuði (bjó þar eitt sumar og sofnaði oft við "you never walk alone" mjög vinsælt lag hjá ungum Bretum á djamminu, ég veit Liverpool og allt það en fékk nett ógeð á því þetta sumar).
Aðalbær/borg Ibiza heitir einfaldlega Ibiza, eða Eivissa á máli heimamanna sem er íbíska, sem er mállýska úr Katalónsku. Þar búa ca. 30-40 þús. (óábyrg tala en er nálægt lagi). Í gamla bænum þar er frábært mannlíf allt sumarið (maí - okt), bæði á daginn, eftirmiðdaginn og ekki síst á kvöldin. Þar blandast saman heimamenn á öllum aldri og ferðamenn á öllum aldri + þá sem eru þarna yfir sumarið að vinna og skemmta sér sem eru margir ansi skrautlegir í útliti og ,,gay" samfélagið setur nettan stíl á sumt sem er í gangi. Það sem maður sér er s.s. mikil blanda af fólki sem er að skemmta sér, ekki á fylleríi en margir eru auðvitað að drekka og eflaust margir að dópa, án þess að ég geti dæmt um það svo nákvæmlega. Þett minnir á eina allsherjar Verslunarmannahelgi á Íslandi, t.d. ýkt útgáfa af Halló Akureyri nema hvað maður sér engan að slást, engan mígandi á almannafæri, engan öskrandi eða veltandi um s.s. nokkuð sem ég vona að verði einhvern tímann staðreynd líka hérna hjá okkur. Fyndið að ég sá einn Spánvera míga bak við tré, rétt fyrir utan helsta mannlífið við bílastæði. Hann horfði á mig og dóttur mína og bað okkur innilegrar afsökunnar, innilegrar, þetta væri óafsakanlegt framferði. Myndin er tekin í Ibiza bænum um kvöld.
Síðan ég hætti að drekka þá finnst mér mjög skemmtileg pæling hvað það sé sem geri það að verkum að fólk sé alltaf að leita eftir breyttu ástandi með ýmsum vímuefnum. Að skemmta sér er eitt og það er bara ekkert mál að skemmta sér, dansa og reyna við hitt kynið í óbjöguðu ástandi.
Er það þjóðfélagið, stressið eða hefðin sem gerir þessa leit að breyttu ástandi að staðreynd?
Annað mál.
Ég hélt að ég yrði ferlega á móti því að talsetja Simpsons, er að horfa á þáttinn núna og þetta er bara vel gert enda algjörir fagmenn sem tala fyrir helstu ,,karaktera".
Lúkasmálið er eitt mjög athyglisvert mál sem ég las um í fríinu mínu. Hvað sýndi þetta mál okkur?
Kannski fyrst og fremst það að menn geta logið öllu um alla, hafa vísu alltaf getað gert. Nú er það bara alvarlegra því ,,Gróa á leiti" er komin með gjallhorn, internetið. Ég lenti einu sinni í að það var komið af stað ljótri kjaftasögu um mig. Aldrei eins og vant gat ég rakið hana og fundið ca. upprunann. Viðkomandi aðili, sem ekki verður nafngreindur hér en er ansi þekkt nafn í dag, var mjög miður sín og ég held að hann hafi beðið mig 100 sinnum afsökunnar, ég er löngu búinn að fyrirgefa honum og hann er fínn náungi sem ég ber virðingu fyrir.
Ég var eiginlega mest hissa á þessu Lúkasarmáli, fyrir utan hinn viðbjóðslega dómstól götunnar í anda ,,Villta vestursins", þegar ég sá í könnun á netinu að yfir 21% þátttakenda vildu kinnroðalaust senda lögregluna í að leita af honum. Úff. Ég vil ekki trúa því að fólk hafi verið að meina þetta. Lögreglan hefur alveg nóg að gera með að sinna vandamálum mannfólksins sem eru ærin enda berast á hverjum degi fréttir af störfum lögreglunnar við að leysa mörg mjög þörf og alvarleg mál. Hundar svo og önnur dýr hafa hjá mér virðingu og mér þykir vænt um dýr enda ólst ég að hluta til upp í sveit EN lögreglan á ekki að leita að týndum gæludýrum, það bara getur ekki gengið og það hlýtur hver að sjá sem út í það hugsar.
Annars er ég sáttur og glaður með lífið og tilveruna og vona að þið séuð það líka.
Þar til næst.
Mbk.
Sigurjón Sigurðsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.6.2007 | 13:30
Þolmörkin????
Hvenær verður þolmörkum þjóðfélagsins náð?
Reykingafrumvarpið var stórmál að ná í gegn, hvenær verður tekið að alvöru á vandamálum vegna vímuefnisins áfengis?
Manni finnst sorglegt að vita að það sé verið að leggja fram frumvarp um að auka aðgengi þjóðarinnar að áfengi. Falleg hugsun að Gulli og Ágústa Johnson fari í Hagakaup kaupi sér steik og kippi með sér einni rauðvínsflösku. Því miður er það fyrirmyndarpar í pínulitlu mengi fólks sem byggir þetta land og kann að fara með áfengi. Hef annars ekki framkvæmt neinar rannsóknir á drykkjuvenjum þessa ágæta fólks en er málkunnugur þeim og gef mér þessa niðurstöðu.
Í gær tók ég einn rúnt í miðbænum og var vitni í annað skipti að því að stelpa ákvað að kasta af sér vatni á almannafæri. Sá eina um daginn skella sér niður og míga fyrir utan Óperuna, þessi í nótt ákvað að dómkirkjan væri fínt klósett. Hvernig finnst fólki þetta?
Mbk.
Mikil ölvun í miðborginni í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.6.2007 | 14:14
Innlegg í umræðuna.
Ég verð að segja að ég finn til með íslensku leikmönnunum í landsliðinu okkar í fótbolta.
Ég man eftir því þegar ég var í unglingalandsliði Íslands í handbolta og á einhvern hátt voru
Svíar með sálfræðilegt tak á okkur. Það eru mörg ár síðan og við höfum sem betur fer náð að sigrast á hinn lífsseigu Svíagrílu í þeirri íþróttagrein. Ég hef síðan bæði spilað með miklu sigurliði og líka liði sem gekk allt í mót. Þegar allt gengur í mót þá er það rétt, sem fram hefur komið, að þar spila margir þættir inn í. Leikmenn, þjálfarar, stuðningsmenn og önnur umgjörð hefur mikið að segja. Það myndast svona neikvætt andrúmsloft sem veltur upp á sig. það held ég að sé vandamálið núna s.s. neikvætt andrúmsloft. Fylgifiskur þess er lítið sjálfstraust og mikil óheppni, eða eins og sagt er ,,Það fellur ekkert með okkur".
Þjálfarinn er mjög mikilvægur hlekkur í þessu dæmi. Hann verður að hafa trú og kraft á verkefninu og ná að skila því yfir til leikmanna. Það má segja að ef leikmenn finna að ef þjálfarinn hefur ekki innst inni trúna þá smitast það yfir á þá.
Ég sá leikinn við Lichtenstein en ekki nema mörkin úr Svíaleiknum. Það sem mér fannst áberandi við fyrrnefnda leikinn var að andstæðingurinn virtist vera fær um að spila betur saman og þeir voru yfirleitt að vinna öll návígi yfir því var ég mjög svekktur. Í hádeginu í dag sagði ágætur kunningi minn og skemmtikraftur með meiru, Hermann Gunnarsson, að enginn íslenska leikmannana kæmist í dag í sænska landsliðið og er það líklega orð að sönnu EN það sem við viljum sá er að þeir spili með hjartanu og geri sitt besta ef fólk sér það þá verða úrslitin bara að vera eins og þau eru og lítið hægt að segja. Leikurinn sem gegn Lichtenstein var nefnilega gott dæmi um leik þar sem andstæðingurinn var að spila með hjartanu og gaf allt sitt en við vorum á hálfum snúning og menn virtust bara vera bíða eftir að allt myndi smella og við myndum vinna, svona af gömlu vana gegn Lichtenstein. Þannig hugarfar gengur ekki.
Engin ein einföld lausn er til í svona stöðu en hrifnastur er ég af hugmynd Hemma Gunn að byrja á því að ráða öflugan aðstoðarmann við hlið Eyjólfs.
Kannski ætti Alfreð Gísla að gefa Eyjólfi ráð. Alfreð hefur hluti sem góður þjálfari verður að hafa sem mörgum skortir og gerir hann að vinsælum þjálfara. Þar má helst nefna að hann nýtur mikillar og óskiptar virðingar hjá leikmönnum, hann kann að byggja upp keppnisanda og skila sjálfstrausti sínu yfir til leikmanna og þessari hugsun ,,við ætlum að vinna" sama hver mótherjinn er.
Annars óska ég öllum sem standa að landsliðinu okkar í fótbolta góðs gengis og það þýðir ekki að hengja haus en það þýðir heldur ekki að bíða og vona og gera ekki neitt. Vagninn er í drullunni og það þarf að ná honum upp með markvissu starfi.
Mbk.
Ívar Ingimarsson, varnarmaður Íslands, tekur á sig sökina af þremur af fimm mörkum Svía | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2007 | 14:03
Kolbrún hjá blaðinu leggst ansi lágt í sínum skrifum í gær
Hvernig stendur á því að enn og aftur dettur blaðamanni í hug að skrifa einhverja endemisþvælu um Jón Sigurðsson?
Á þeim tíma sem hann hefur var formaður Framsóknarflokksins hef ég nokkrum sinnum orðið gjörsamlega orðlaus yfir skrifum um Jón.
DV og Séð og Heyrt tóku til við að gera grín að háskólagráðu hans frá Bandríkjunum, hana mætti kaupa á netinu. Jón er síðast maður sem ég hef kynnst til að gera slíkt + hann var þarna í námi fyrir tíma netsins. Jón svaraði þessu ekki, líklega ekki þótt taka því. Samt hef ég talað við fólk sem segir "svo svindlaði hann sér víst í gegnum háskóla í USA". Bera blaðamenn enga ábyrgð á svona bulli.
Þegar Jón tók bókina Draumlandið fyrir og gagnrýndi skv. hans sýn og þekkingu þá voru sömu miðlar snöggir til, "hann hefur látið einhverjar undirtyllur í ráðuneytinu vinna þetta fyrir sig" aftur síðast maður sem ég þekki sem myndi fara þá leið.
Síðan kom Kolbrún Bergþórsdóttir fram í gær og skvetti ómaklega á Jón í Blaðinu. Þvílíkt bull, ég get ekki sagt annað.
Kannski fékk Jón sér samloku í sjoppu eða kannski sagði Geir að það væri matur í stjórnarráðuneytinu eða... hvaða máli skiptir það eiginlega.
Jón er heiðarlegur og sagði að hann myndi ekki segja formlega af sér fyrr en hann væri búinn að ræða við lykilfólk í sínum flokki, finnst fólki það óeðlilegt.
Ég var frekar svekktur þegar Jón komst ekki á þing en ég er eiginlega feginn fyrir hans hönd hann fær kannski núna frið fyrir svona bulli og vitleysu.
Mbk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 17:54
Þannig fór nú það.
Ég er einn af þeim sem kynnst hefur Jóni Sigurðssyni og fullyrði að duglegri og heiðarlegri mann hefði þjóðin ekki geta kosið á þing.
Hann tók við erfiðu búi og tíminn að kosningum dugði honum því miður ekki til að byggja upp Framsókn.
Ég vona að Jón eigi eftir að láta aftur að sér kveða við stjórn þessa lands.
Jón Sigurðsson segir af sér formennsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2007 | 22:26
Jón Baldvin í Silfrinu.
Ég horfði á Silfur Egils í dag sem er eitt það betra sem manni er boðið upp á í þjóðfélgsumræðu í sjónvarpi. En ég gat ekki annað en hneykslast aðeins yfir því að enn bíður Egill Jóni Baldvini að koma í þáttinn með sínar kröftugu málpípu og þenja vel. Það er ekkert að því að fá fróðan og skemmtilegan mann eins og JBH í Silfrið en þegar hann er þar kominn eins og áróðursmeistari Samfylkingarinnar þá finnst manni frekar á hina hallað. Það er alltaf erfitt að kyngja svona einstefnu og mér fannst/finnst þetta ekki lýðræðislegt af hendi stjórnenda. Betra hefði verið ef þeir sem Jón var að gagnrýna sem mest í sínum málflutningi hefðu verið til að verja sína hlið, þannig geta áhorfendur vegið og metið rök hvers og eins, ekki meira af þessu takk.
Mbk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sigurjón Sigurðsson
Bloggvinir
- alla
- andres
- agustolafur
- baldurkr
- bene
- bergruniris
- birgitta
- brisso
- gattin
- bryn-dis
- bryndisisfold
- brynsla
- brynja
- brandarar
- doggpals
- elinarnar
- ellasprella
- evathor
- ea
- killjoker
- gtg
- hsi-domarnefnd
- halkatla
- hallarut
- haukamenn
- haukurn
- blekpenni
- hofyan
- golli
- ingo
- jensgud
- jonaa
- jax
- joninaben
- jonvalurjensson
- ktomm
- hugsadu
- kolgrima
- kga
- maggib
- maggaelin
- marinogn
- omarragnarsson
- svarthamar
- pallvil
- hux
- radda
- rebekka
- sigrg
- hosmagi
- hvala
- soley
- sporttv
- steinunnolina
- svanurmd
- stormsker
- tomasha
- eggmann
- what
- tothetop
- thordistinna
- aevark
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar