Lög og löghlýðni.

Ég hef verið að fylgjast með umræðunni sem nú er kominn upp vegna reykingabannsins sem tók gildi 1. júní. Þetta er nefnilega ansi spaugilegt. Það er s.s. núna bannað, eins og flestir vita, að reykja inn á öllum opinberum stöðum þar með talið börum, diskótekum og kaffihúsum.
Fólk hefur frá upphafi tekið banninu vel og allir einhvern veginn að fylgja því eftir, einhver samkennd um að þessum lögum skulum við fylgja. Meira að segja veikustu alkahólistar bæjarins skjóta sér út fyrir til að fá sér smók, þrátt fyrir að engin viðurlög séu við því að reykja inni nema, fyrir þá, að fá ekki að koma aftur inn á ,,jötuna" sem er jú væntanlega nóg refsing í huga dagdrykkjufólks.
Ein hlið á þessu er, sem loks var bent á í kvöld, að það er s.s. núna bannað að reykja inni EN það er líka bannað að drekka úti, s.s. loose loose staða fyrir alla sem hafa hingað til helst af öllum vilja blanda saman smóknum og víninu. Þetta með að það sé bannað að drekka úti hefur að vísu verið lengi í lögum um vínveitingahús. S.s. að það er bannað að bera áfengi út af vínveitingarhúsum en við vitum öll að þessu hefur nú minnst verið fylgt eftir, einhver samkennd gegn þeim lögum. Annað sem er fyndið. Það má reykja í bílnum en það má ekki tala í farsíma og við því er meira að segja sekt, enn engin sekt komin við því að kveikja sér í inn á bar. En það sem er fyndið við hina ,,löghlýðnu" þjóð okkar er að það fer enginn eftir þessu GSM banni í bílnum, s.s. að tala án handfrjálsbúnaðar. S.s. einhver samkennd um þá borgaralegu óhlýðni að fara ekki eftir þessum lögum og lögreglan veit það og segir líklega bara úpps, þetta ráðum við barasta ekki við.
Veit samt ekki hvort er í raun hættulegra að tala í símann við stýrið eða reykja við aksturinn,
en það er önnur saga.
Ég hef haldið því fram að þetta reykingabann sé vanhugsað, eins og komið hefur í ljós. Það á að sjálfsögðu að leyfa reykingar inn á börum og diskótekum en bara á afmörkuðum, vel loftræstum og lokuðum svæðum. Það hefðu allir sætt sig við, held ég, meira að segja örgustu fanatíkusar. Núna sitjum við uppi með ca. 3 mánað reynslu af þessu reykingabanni og allt er í rugli út á götu og enginn veit eiginlega hvað á að gera til að leysa þetta. S.s. eins og sagt var í fréttum í kvöld var eitt vandamál leyst en því fylgdi að það annað stærra kom í staðinn.
Ég væri alveg til í að banna bara reykingar alveg, þá myndi ég hætta enda löghlýðinn maður (langoftast) og þá líka að banna sölu áfengis. Ríkið er að selja okkur nikótín og áfengi. Vill banna neyslu á því fyrrnefnda á sem flestum stöðum og fela í búðum á meðan hið síðarnefnda nýtur verndar (veit ekki af hverju) og á að vera sem sýnilegast og helst að koma því inn í matvörubúðirnar okkar, úff.
Ég skora á Gulla ráðherra og lýðheilsustöð til að opna þessa umræðu upp á gátt og taka á þessu máli af festu og hugviti en ekki æða bara áfram með hornin á undan sér.

Mbk.
Sigurjón Sigurðsson

 


ja hérna...

Hélt að þetta væri bara hjá Sirínoský (eða hvað hann hét) og í austurlöndum. Kannski er þetta bara fínt að menn smá útrás með öðru en kjaftinum :)

Kannski gerist þetta í vetur hjá okkur þar sem einn gaur sem kann að tala að sjómannasið er kominn aftur á þing (vonandi móðga ég engan sjómann) :)

 

 


mbl.is Slagsmál á þingi Bólivíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jónína Benediktsdóttir.

Ég er enginn sérfræðingur í málum Jónínu enda þau mál vel snúin og mjög persónuleg á köflum.

Eitt er ég þó með á nokkuð hreinu að þegar maður blogga jafn beitt og gagnrýnið og hún gerir þá má búast við beittum og gagnrýnum svörum, það er ,,mas claro que el agua".

Ég vona samt að Jónína haldi áfram að blogga og að vera beinskeytt, þrátt fyrir að ég sé ekki alltaf sammála henni enda held ég að það sé alls engin skylda :)

Mbk. og von um slysalausan dag.
Sigurjón Sigurðsson


Smá leiðrétting.

Ég sagði í bloggi um Davíð Þór að mig minnti að hann hefði þýtt söngleikina Rocky Horror og Rent, það er sem sagt rangt. Hitti Dabba í kvöld og hann bað mig að leiðrétta þetta. Margt hefði hann þýtt en ekki þessi ágætu verk.
Ég bið hlutaðeigandi afsökunnar, vann ekki rannsóknarvinnuna :(
En Davíð Þór hefur 100% m.a. þýtt:

  • Hárið
  • Bugsy Malone
  • Túskildingsóperuna
  • +++++++++ margt fleira.

Mbk.
Sigurjón Sigurðsson


Til hamingju Astrópía :)

Ég fór í kvöld á frumsýningu á nýjustu afurð íslenskrar kvikmyndaframleiðslu, myndina Astrópíu.
Ég vil fyrst segja að það er náttúrlega garrrrrrrrrrgandi snilld að leikstjórinn, Gunnar B. Guðmundsson og konan hans (veit ekki nafnið) skyldu vera að eignast sitt fyrsta barn á sama tíma og frumsýningin stóð yfir, TIL HAMINGJU.

Myndin sjálf er stórskemmtileg, sífellt að koma á óvart, og mikið af litlum húmorískum senum og senum þar sem maður hrekkur í kút.
Ég veit ekki hvort maður á að vera draga einhverja listamenn út úr þeim ágæta hópi sem stendur að myndinni, alla standa sig vel.
Ég vil þó segja að Ásta (make up) stendur sig frábærlega og Eddi brellumeistari fer á kostum.
Einnig er ,,soundið" til fyrirmyndar og tölvuvinnslan mjög pro.
Leikarahópurinn er þéttur. Halla skvísa er alveg í ótrúlegu hlutverki og kemur skemmtilega á óvart.
Sveppi og Pétur eru auðvitað bara endalaust fyndnir og leikarinn sem leikur Dag (man ekki nafnið) er flottur. EN Ragnhildur er bara flottust, algjör snillingur. Hún sýnir í þessari mynd að hún er sko ekki bara ,,ljóskan í Kastljósi" (las einhversstaðar að hún væri komin með nóg af því kommenti :) heldur er hún með fínan húmor og útgeislun sem snertir mann (veit að hún er á föstu :).
Til hamingju Ragnhildur og allir þeir sem standa að myndinni Astrópíu, spái henni fínum frama.

Einnig snerti það mitt ,,hafnfirska" hjarta að myndin sé meira og minna tekin í mínum gamla heimabæ + bræðurnir Steinn og Halldór + Davíð Þór, allir uppaldir í bænum.

Ég hef áður hrósað tónlistinni úr myndinni s.s. frábær skemmtun sem ég skora á alla að kíkja á.

Mbk.
Sigurjón Sigurðsson

 


VDO :)

Ég hef tölvert velt fyrir mér málum er tengjast þjónustu, almennt, hve leiðinlegt sé að upplifa aftur og aftur hvað fólk í þjónustustörfum hafi lítinn áhuga á starfi sínu. Ég hef líka velt fyrir mér hvernig t.d. menn eins og Guðmundur í Byko og Jón í Nóatúni urðu stórir í sínum geira og gátu komist áfram með sín fyrirtæki. Þegar þessir menn byrjuðu þá var til hér á landi mikill risi sem flestir voru það hræddir við að þeim datt ekki í hug að byrja í samkeppni við. Þessi risi hét Samband Íslenskra Samvinnufélaga, er dáinn og blessuð sé minning hans. Jón og Guðmundur höfðu greinilega óbilandi trú á að þeir gætu með sínum hæfileikum og dugnaði náð að veita risanum samkeppni. Eitt mjög mikilvægt í því sambandi er að þeir voru sjálfir á gólfinu og kúnnarnir fengu að finna að þessir menn væru á tánum og létu hlutina ganga upp, hratt og vel. Núna er því miður þessi grasrótárhugsun ekki möguleg í umræddum fyrirtækjum og helsta vandamál þeirra er einmitt fjarlægð eiganda við hinn almenna viðskiptavin og erfitt er, mjög erfitt að finna góða og hæfa millistjórnendur (er mér amk sagt).

En ég upplifði þessa gömlu góðu stemmingu í viðskiptum mínum við VDO Verkstæðið ehf. Þar var frá byrjun eigandinn að díla við mig og það var hann sem sýndi mér hvernig hann hafði gengið frá bílnum hvaða dekk hann hafði valið og af hverju. Hann klikkti út með því allra mikilvægasta ,,ef það er eitthvað sem þú finnur að þessu þá hringir þú bara í mig" :)
S.s. ekki bara selja mér og klára verkefnið og fá greitt heldur líka gera það sem mér finnst svo mikilvægt, fylgja sölunni eftir, algjört lykilatriði til að viðskiptin séu góð. Það gera nefnilega allir mistök og ekkert við því að segja en þá er gott að vita að það sé nú ekkert vandamál, við reddum því strax.
Ég fór á bílnum austur fyrir fjall í dag og ég finn ekkert að neinu, takk fyrir mig.

Mbk. og von um slysalausan dag.

Sigurjón Sigurðsson.


Nýherji vs. Bræðurnir Ormson, 0 - 1.

Ég hef aðeins vikið að því í skrifum mínum að það sé ekkert að vörunni á Íslandi en þjónustan á gólfinu sé í molum.

Ég á nokkrar dæmisögur um slíkt en ég hélt að Nýherji myndi ekki lenda í þessum hópi, hef alltaf verið svo ánægður með þá.

Sagan:
Fyrir síðustu helgi þá ákvað ég að kaupa mér skjávarpa. Málið er að ég og tveir félagar mínir erum að vinna að mjög spennandi hugmynd sem er enn mikið leyndó svo við fundum mikið heima. Ég fór að hugsa að það væri fínt að hafa skjávarpa heima til að skerpa fundina. Ég fór í Nýherja þar sem ég hef oft verslað og venjlega hrósað þeim fyrir vöruna og þjónusta en nú fékk ég að finna að ,,svo bregðast krosstré sem önnur tré"......
Ég kaupi NEC sjávarpa á einhverju skólatilboði, ,,hann er appelsínugulur" sögðu þeir, ,,er það í lagi"? ,,lagi" sagði ég, ,,bara betra". Ég kaupi þennan skjávarpa á tæp 90 þ. Þegar ég er að borga hann þá segi ég við sölumanninn, ,,er örugglega allt með í kassanum, snúrur oþh" ,,já já" var svarið en við opnuðum hann samt og komust að því að rafmagnssnúran passaði ekki, breska kerfið, hann reddaði strax nýrri. ,,Er þetta ekki hrikalega einfalt að setja upp"? sagði ég, ,,heldur betur bara stinga í samband og kveikja og tengja svo við tölvuna og vola".
Ég fer heim, föstudagur, og kveiki á þessu. Þá kemur alltaf á skjáinn að skjávarpinn sé læstur og að ég þurfi að setja inn ,,password" ég fikta smá en gekk ekki svo ég les bæklinginn (if everything else fails then....) þar sé ég að það á að nota pílurnar á fjarstýringunni til að setja inn lykilorðið. Ég prófa allar aðferðir en ekkert gekk, fór frekar svekktur að sofa.
Daginn eftir (laugardag) hringi ég í búðina, sölumaðurinn sem svaraði var álíka vel að sér í þessu og ég í byggingu ratstjárstöðva s.s. engin svör. Á mánudeginu, í gær, fór ég í búðina og talaði við sölumanninn sem seldi mér gripinn á föstudeginum. Ég var pínu pirraður og lét hann finna það, hann sagði pollrólegur að honum þætti þetta leitt og að hann myndi ganga í málið. Ég kom svo aftur ca. 3 tímum síðar. Þá sagði hann að hann hefði vissulega lent í vandræðum með að komast framhjá þessu passwordi en síðan hefði hann slökkt á honum og byrjað aftur og þá hefði þetta gengið og nú væri allt ok en hann sagði mér að hringja í sig strax (gaf mér gsm númerið sitt) ef ég lenti í vandræðum. Ég fór heim og ætlaði nú að fara undirbúa fund kvöldins, en viti menn staðan var eins. Password alltaf incorrect þrátt fyrir að ég fylgdi fyrirmælum, eins og við vorum búnir að fara yfir að ætti að gera, s.s. ég og sölumaðurinn. Ég fer í símann og ætla að tala við sölumanninn enda kominn með gsm nr. hjá honum, slökkt á símanum :( ok ég hringi í búðina, enginn við :( loks hringi ég aftur í skiptiborðið og fæ samband við yfirmann verslunarsviðs og segi honum raunir mínar, hann sagði mér að bíða því að hann ætlaði að tala við vörustjórann, úpps hann farinn heim í dag :( þegar þarna var komið við sögu var ég orðinn pínu pirraður aftur og ég sagði við þenna ágæta mann að hann hefði um tvennt að velja í stöðunni frá mínum bæjardyrum séð:

a) Fara niður í búð og senda til mín skjávarpa sem væri ekki læstur og leysa málið og reyna að gera mig ánægðan.

b) Gera ekki neitt og ég myndi skila skjávarpanum og fá endurgreitt, strax í fyrramálið s.s. í morgun. Hann var snöggur að velja, vel b :)))))))) frekar magnað.

Ég fór s.s. í morgun og skilaði tækinu og fékk endurgreitt. Sölumaðurinn sem upprunalega þjónustaði mig gerði bakfærsluna á kortið mitt en vildi samt endilega segja mér aðeins frá sinni hlið sem snérist eiginlega um að hann hefði hlaupið inn á lager og náð í annan varpa til  að prófa, ,,samt var brjálað að gera hjá mér" ,,fyndið" hugsaði ég. ,,Nú líður mér eins og ég hafi fengið þetta gefins frá þeim, eitthvert tilraunatæki". ,,og" bætti hann við, ,,ég fékk það tæki til að virka fínt" ,,OK" sagði ég ertu þá að segja að ég hafi bara gert þetta allt eh vitlaust"? ,,tja þetta virkaði amk á hinu tækinu", sagði hann, ,,pass" sagði ég, ekki gera þetta mál verra en það er og við kvöddumst með ágætum.

Frá Nýherja hélt ég upp í Bræðurna Ormsson. Þar var tekið vel á móti mér, gott viðmót og mér var seldur NEC varpi, ólæstur og meira segja á tæp 60 þ. ,,aðeins búið að nota hann" sagði Kjartan sölumaður en eins og nýr, ,,SELDUR" sagði ég keikur eins og vinkona mín Gyða Sól.

Ég skora á fólk sem er leita sér að raftækjum á góðu verði og vill fá þjónustu og alúðheit frá sölumönnum sem meina það sem þeir segja og ætla ekki bara að klára söluna heldur fylgja henni eftir að fara í Bræðurna Ormsson, þeir eru flottir.

Mbk.
Sigurjón Sigurðsson

es. ég átti einu sinni nokkrar krónur í Nýherja og ég verð að segja að ég er þrælsáttur núna við að hafa selt þau bréf.


Fróðleikur um NARU, kaupmátt launa og vísitölur.

Oft eru í fréttum og á fleiri stöðum talað um hluti eins og kaupmátt launa, náttúrlegt atvinnuleysi, vísitölur ofl.

Ég veit að fullt af fólki veit nákvæmlega um hvað er verið að ræða en ég veit líka að fullt af fólki hefur litlan sem engan skilning á þessu og ,,pressan" engan tíma til að útskýra þetta til hlýtar, kannski skiljanlegt.

Ég ætla því að gamni mínu að útskýra þessi algengu hugtök.

Til að vernda höfundarrétt oþh þá skal þess strax getið að þessar upplýsingar eru teknar af glærum frá Axel Hall sem er kennari í þessum fræðum ofl. við Háskólann í Reykjavík. Ég sat kúrs í þjóðhagfræði hjá Axel og er því að deila þessu með ykkur, Axel er mjög fær í þessu en ég kem með mjög einfaldar útskýringar á annars flóknum málum eða kannski ekki svo...

Ég vona bara að Axel fyrirgefi mér að notast við efnið hans, eiginlega viss um að hann verði bara ánægður með það :)

 

a) Kaupmáttur launa:

Raunlaun real wage rate er magn vöru og þjónustu sem kaupa má með einnar klst vinnu.

 

b) Greining atvinnuleysis:

Tímabil atvinnuleysis líkur hjá fólki af tveimur ástæðum.

1. Fólk er ráðið í vinnu

2. Fólk fer úr vinnuafli

Full atvinna:      

Full atvinna (Full employment) gerist þegar sveiflubundið atvinnuleysi er 0 þ.e. allt atvinnuleysið á rætur að rekja til leitaratvinnuleysis eða kerfisbundins atvinnuleysis.

Atvinnuleysi við þessar aðstæður er kallað náttúrulegt atvinnuleysisstig. natural rate of unemployment NARU.

 

Innlegg frá mér s.s. höfundi bloggsins:

Við búum núna við þær aðstæður á Íslandi að atvinnuleysi mælist undir NARU (náttúrlegu atvinnuleysisstigi sem er ca. 2,5%) sem hefur það augljóslega að verkum að fólk sem annars fengi ekki vinnu við ýmis störf vegna ýmsa ástæðna er að fá þau störf. Þetta þýðir líka að það er mikil hreyfing á fólki í ýmsum störfum vegna þess hve auðvelt er að fá nýja vinnu. Þetta er óskastaða ýmsa launþega en skortstaða og vond staða fyrir flesta atvinnurekendur.
Við erum væntanlega öll að lenda í því daglega, sem ég hef svo oft bent á, að það er ekkert að vörunni á Íslandi en þjónustan á gólfinu og næsta ,,level" upp er í molum.
Einn framkvæmdarstjóri í stórri verslunarkeðju sagði við mig um daginn að þetta væri martröð, fólk t.d. vildi ekki lengur vera verslunarstjórar, væri ekki nógu fínt, þrátt fyrir ágæt laun, bætti viðkomandi við. Ég lagði þá til að hún kallaði djobbið ,,yfirmaður verslunarsviðs", það væri miklu flottara sbr. hreingerningarkona vs. ræstitæknir.

Þeir sem þekkja kenningar skoska hagfræðingsins/heimspekingsins Adams Smith (1723 – 1790) muna að hann sagði að staða eins og þessi sem nú er á atvinnumarkaðnum á Íslandi mun ekki endast. Hin ósýnilega hönd markaðarins mun leiðrétta þessa skortstöðu og jafnvægi muni komast á. Þegar jafnvægi er komið á mun atvinnuleysisstigið fara amk upp í náttúrlegt atvinnuleysisstig, væntanlega hærra.
Áður en það gerist er gott fyrir launþega, sem kannski halda að núverandi ástand sé varanlegt ástand, að fara bera meiri virðingu fyrir vinnunni og viðskiptavinunum því það gæti nefnilega verið orðið ansi töff að vera verslunarstjóri eða bara starfsmaður innan ekki svo langs tíma.....

c) Vísitala 

Sýnir breytingu þess sem mælt er í hlutfalli við umfang þess á ákveðnum viðmiðunartíma

Umfangið á viðm.t. oft tilgreint sem 1 eða sem 100

Ef það eru einhverjar rangfærslur í textanum mínum þá endilega leiðrétta, tek því með brosi á vör en nb ekki leiðrétta án þess að kynna sér málið, pls.

Mbk.
Sigurjón Sigurðsson


Davíð Þór Jónsson.

Ég sá pistil eftir Davíð Þór aftan á Fréttablaðinu nú fyrir stuttu. Þar fann Davíð sig knúinn til að svara einhverjum sem eru búnir að vera óskapnast yfir því að hann skyldi vera að þýða þættina um hina stórskemmtilegu (er fan) Simpson fjölskyldu yfir á íslensku.
Davíð er enginn venjulegur penni og áður en menn hnýta í hann með einhverri vitleysu sem þeir hafa ekki hugmynd um þá ættu þeir hinir sömu að fá 3ja aðila, helst með smá þekkingu á málinu, til að lesa það yfir.

Davíð Þór er einn fremsti penni landsins í dag, það fullyrði ég. Hann hefur víða komið við og er snarpgreindur maður. Davíð nennti ekki að vera telja upp, eða vildi ekki, í pistli sínum öll þau mýmörgu verk sem hann hefur þýtt yfir á íslensku. Ég þekki ekki listann en mig minnir t.d. söngleikina frægu Rocky Horror og Rent svo einhver séu nefnd. Listinn hans er langur og hæfileikarnir óumdeildir.

Eins og ég skil málið með Simpsons þá er þetta krafa framleiðandans en ekki íslenskufræðinga hér heima og að sjálfsögðu ekki Davíð Þórs sjálfs.

Dabbi, ,,haltu bara áfram að gera það sem þú gerir best, skrifa góðan texta og skemmta fólki".

Mbk
Sigurjón Sigurðsson

 


Sunnudagsmorgun:)

Það að hafa kvatt vondan félaga, Bakkus, fyrir rúmu ári er fyrir mig stóri lottóvinningurinn. Þessi vinningur er alveg brilljant því hann kikkar inn á svo skemmtilegan hátt og svo oft, betri (að mínu mati) en allir peningar heimsins. Eitt sem kemur aftur og aftur er að að geta í fyrsta sinni svo oft notið þess að eiga rólega afslappaða og notalega sunnudagsmorgna, þessi sunnudagsmorgun er engin undantekning.
Svo opnar maður mbl.is og les í fyrstu frétt ,,Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru síðustu gestirnir að halda heim á leið en mikil ölvun var í miðborginni í nótt" og maður knúsar sjálfan sig og hugsar, vá hvað ég hef það gott að vera laus við þetta bull.

 Njótið dagsins.

Mbk.
Sigurjón Sigurðsson.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband