1.9.2007 | 13:23
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.
Ég er einn af þeim sem hef aðeins fylgst með Birni Bjarna, samt ekki ,,stalkað" hann :)
Niðurstaða mín á honum er ekki sú að hann sé bara flottur eða algjör lúði, heldur finnst mér að við séum með 100% réttan mann í embætti dómsmálaráðherra. Ég veit að það eru margir ósammála þessari fullyrðingu en það sem ég sé jákvætt við að hafa Björn sem ráðherra dómsmála er:
- Hann er fylginn sér og þorir að segja sínar skoðanir, hvort sem hann telur að þær sé ,,atkvæðavænar" eður ei.
- Hann hefur lengi bent á að eitt af vandamálum íslensks samfélags sé almennt aga - og virðingarleysi sem virðist bara vera alveg hárrét hjá honum og Stefán (ný lögreglustjórinn) er að benda sterklega á þessa dagana í umræðunni um vandamál miðbæjarins um helgar.
- Björn benti á að það væri athugandi að setja upp heimavarnarlið á Íslandi og gera það að skyldu að ungt fólk væri þjálfað þar í nokkra mánuði á ákveðnum aldri, það varð allt vitlaust, það var eins og hann hefði verið að mæla fyrir upptöku opinbera hýðinga.
- Björn veit að þetta er ekkert grín og að það þarf að taka á þessu máli föstum tökum ef við ætlum að ná árangri, og hann þorir að segja það og mun vonandi þora að gera það líka, þrátt fyrir að margir muni mótmæla, það er alltaf til fólk sem er til í að mótmæla, þannig er það bara.
- Óvinsælar aðgerðir gætu kostað Björn Bjarnason sæti á alþingi og fyrir síðustu kosningar sýndi Jóhannes í Bónus honum hvað miklir peningar og fjölmiðlaeign geta gert, Björn var útstrikaður af þúsundum kjósenda, en hélt velli, sem betur fer segi ég.
- Jóhannes í Bónus þarf aðeins að róa sig í sínum málflutningi, að mínu mati. Ég man nefnilega þá tíð þegar þeir voru að byrja, þeir Bónusfeðgar. Þá man ég að Jóhannes í Bónus sagði m.a. að fyrirtæki eins og Samband Íslenskra Samvinnufélaga væri alltof stórt og valdamikið fyrir þenna litla markað sem Ísland er. Nú ca. 17 árum síðar (er ekki með áratöluna alveg á hreinu) er Jóhannes í forsvari fyrir fyrirtæki sem lætur gamla ,,afa SÍS" líta út eins kjölturakka.
- Það að Björn hafi þor og húmor til að viðurkenna að Die Hard séu uppáhaldsmyndirnar hans finnst mér bara töff. Ég viðurkenni líka að ,,hit me baby one more time" (eða hvað það heitir) með Britney Spiers sé eitt af mínum uppáhaldspopplögum, Simon Cowell er að vísu líka í þeim hópi þannig að ég tel mig vera seif með þessa opinberun.
Björn, haltu áfram að gera það sem þú ætlar þér, ég mun amk styðja þig.
Ég tek það fram að ég er ekki flokksbundinn í neinum flokki og kaus síðast Framsóknarflokkinn enda var þar maður í forsvari sem heitir Jón Sigurðsson sem er einn allra öflugasti maður sem ég hef kynnst og ég er enn að undra mig á að fólkið hafi hafnað þeim klára dugnaðarforki.
Njótið dagsins.
Sigurjón Sigurðsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2007 | 03:20
Klaufarnir og kántrý.
Ég hef aldrei verið kántrý fan en ég keypti mér fyrir algjöra tilviljun um Verslunarmannahelgina diskinn með hinum eldhressu Klaufum frá Selfossi. Ég hreifst strax af hve þéttir mér fannst þeir vera og sumir textarnir algjör snilld.
Þeir eru komnir í gullplötusölu sem er kannski per seg ekki frásögufærandi nema hvað þeir hafa ekki selt eitt einasta eintak í gegnum 365 veldið. Diskurinn er seldur hjá N1 og á völdum stöðum á Selfossi + á heimasíðu Klaufanna (held ég).
Líka að þeir skyldu í alvöru fara til Nashville til að taka plötuna upp er auðvitað bara stöngin inn.
Ég skora á fólk að skella sér á eintak.
Mbk. og ósk um frábæra helgi.
Sigurjón Sigurðsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2007 | 20:59
Hrós :)
Ég þakka hrósið, taki það til sín sem eiga :)
Annars ætla ég líka að hrósa. Málið er að ég tók smá snúning í lasti á Nýherja fyrir stuttu, áttu það svo sannarlega skilið, að mínu mati.
En í dag fór ég á verkstæðið þeirra til að fá lausn á einföldu máli. Þar var frábær stelpa, Erna, falleg, brosmild og umfram allt mjög hjálpleg, takk takk.
Að vísu var þarna annar kúnni fyrir alveg sjóðbandvitlaus yfir einhverju..... sem ég ætla ekki að láta koma mér við.
Annars held ég að ég sé að tapa mér í þessum hjólafýling. Keypti annað í dag :)
Keypti mér hjól í morgun sem heitir Yamaha Midnight Star 1.300 CC.
Allt annar karekter en í ,,villikettinum" FZ1-N og meira slakandi að keyra.
Svo fólk haldi nú ekki að ég sé alveg búinn að missa það þá setti ég sportbílinn minn á sölu í sömu ferð....
Er annars að fara til Póllands á sunnudaginn með félaga mínum og við munum m.a. heimsækja Auswitsch, kvíð smá fyrir, því ég er jafn viðkvæmur og ég get verið harður :)
Með von um slysalausa helgi.
Sigurjón Sigurðsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.8.2007 | 21:34
Smá sýniþörf :)
Lék í Astrópíu, sést í 3 nánósek og auðvitað sér mig enginn :(
En til að staðfesta þetta fyrir hina vantrúuðu þá kemur hér mynd af mér að handtaka, Davíð Þór sem hinn óþolandi bílasala í myndinni, ,,HILDUR" roal play nörd hefði orðið ánægð með þessa handtöku :)
Mbk og njótið kvöldsins OG ekki missa af Astrópíu og tékkið á CD úr myndinni, alveg frábær.
Sigurjón Sigurðsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.8.2007 | 08:48
EKKI MISSA AF ÞESSARI FRÉTT, HOLL LESNING.
http://news.sky.com/skynews/video/videoplayer/0,,31200-1281961,.html
Mbk og með von um slysalausan dag.
Sigurjón Sigurðsson.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2007 | 05:48
Vínið inn í Hagkaup, ekki bíða.....
,,Auk ölvunar var pilturinn að senda sms-skilaboð þegar bíll hans hafnaði á stólpanum"
Hvað er það sem veldur því að ungum krökkum dettur í hug að prófa að keyra full? Er það það að þeim detti í hug í ranghugmynda pælingum sínum að einhverjum finnist það ,,töff" að geta sagt frá því ,,keyrði bara heim í gær" ..... ,,bíddu bíddu, þú varst alveg orðinn helölvaður" ,,ég veit, málið er bara að ég keyri bara betur þegar ég er fullur", ,,vá ýkt kúl".
Svona gætu einhverjar samræður verið um málið og hann (sá sem keyrði fullur) væri þá töffarinn og hún svona pían sem er þrælskotinn í honum fyrir m.a. að þora hlutum sem aðrir sem hún þekkti þorðu barasta ekki. Málið er að þetta samtal er auðvitað tilbúningur en samt.... ansi nærri lagi, held ég.
Ég skal viðurkenna að ég var einu sinni tekinn fyrir ölvunarakstur og eftir á að hyggja er ég þakklátur Borgarneslögreglunni fyrir að ,,nappa" mig. Ég keyrði nefnilega ekki á neinn, þynnkupúkinn, sem kom snérist bara um ,,shit" nú er teinið farið, hvernig fer ég að bílprófslaus?
Töffarinn í samtalinu hér að ofan fölnar hratt þegar hann getur ekki keyrt sætu stelpuna heim sem er að byðja hann um það vegna þess að hann missti prófið vegna þess að hann keyrði fullur.
,,Hann er bara alki greyið, hver keyrir fullur án þess að vera með vandamál"? Gæti flotta íþróttapían sagt við vinkonu sína.
Ég get nefnilega sagt með 100% vissu að íþróttapían hefur svolítið rétt fyrir sér. S.s. ef þú keyrir fullur þá er komið vandamál og þú hugsanlega að þróa með þér sjúkdóminn alkahólisma.
Ég keyrði alveg oftar undir áhrifum heldur en ég var tekinn fyrir, nema hvað, EN ég þurfti líka að viðurkenna vanmátt minn gagnvart áfengi og þiggja þá lausn sem er til, núna lifi ég eins og Prins sem elskar konungsdæmi sitt, s.s. mér líður vel og hver dagur er ævintýri.
EN, ég hef áður talað um hvað það sé fáránlegt að eyða dýrmætum tíma alþingis í mál jafn ótrúlega óviðeigandi og heimskt sem það er að koma loksins áfengi inn í matvöruverslanir.
Ég ætla ekkert að vera leiðinlegur en ég hef heyrt að t.d. Sigurður Kári og áfengi eigi ekki sérstaklega mikla samleið, en þetta er bara saga sem ég hef heyrt hjá Gróu.....
Mbk og von um slysalausan dag.
Sigurjón Sigurðsson
Tekinn tvívegis sama daginn fyrir ölvunarakstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.8.2007 | 09:25
Genesis
Það var því algjör lottóvinningur fyrir mig að sjá að þeir félagar væru að koma aftur saman eftir 15 ára pásu og ætluðu að túra, of gott til að láta ,,slæda". Ég skellti mér á tónleika með þeim í Twickenham 8. júlí s.l. (fyndið en táknrænt er að sá dagur er einmitt afmælisdagur stóra bróður).Tónleikarnir voru frábær skemmtun (uppselt 55 þúsund manns) en annað vakti líka athygli mína:
- Skipulagið í kringum þá. Að komast á staðinn og af honum, greinlegt að Bretar eru ,,ljósárum" á undan okkur Víkingunum í skipulagi á stórum viðburðum.
- Maður varð að bíða allsstaðar, ekki bara í lestina og til að komast inn á leikvanginn heldur eftir veitingum, minjagripum ofl. Allir voru rólegir og virtust gera sér grein fyrir að það að troðast og pirra sig væri algjörlega út í hött.
- Það sást ekki vín á nokkrum manni fyrir utan þrjá hressa unga menn á leiðinni tilbaka. Þeir voru pínufyndnir þannig að maður var nú ekki að stressa sig á pínu bulli.
- Inn á Twickenham stadium var búið að setja ca. 20 aukaklósett, BARA FYRIR KONUR :)
http://www.mp3lyrics.org/g/genesis/the-carpet-crawl/
Þeir eru allir um sextugt, s.s. meðlimir Genesis. Collins sagði eftir að fólk hætti ekki að klappa eftir þessi 3 aukalög að þetta þýddi ekkert þeir ættu að vera komnir heim á elliheimilið fyrir kl. 12 :) og hló svo og hló.
Þeir erum með tvo fastamenn með sér á tónleikum. Chester Thompson á trommur og Daryl Sturmer á gítar/bassa. Þessi gaurar hafa fylgd Genesis í rúmlega 20 ár, talandi um góðan móral :)
Í ,,gamla" daga var maður pínu feiminn að segja að maður ,,héldi með Genesis" en ekki t.d. Pink Floyd, sem mér finnst líka mjög flottir. Genesis voru alltaf dýpri, fyndnari og flottari (ég er ekki hlutlaus :)
Lögin þeirra voru í ,,den tid" ca. 10 - 20 min á lengd. S.s. ekki útvarpsvænt popp, langt í frá.
Þeir náðu loks, fyrir tilviljun, að selja ,,single" og komast á topp 40 listann, náðu 18 sæti held ég.
Lagið var af plötunni "Selling England by the Pound" og heitir "I know what I like and I like what I know" með undirtitil "In your wardrobe".
http://www.last.fm/music/Genesis/_/I+Know+What+I+Like+(In+Your+Wardrobe
Snilldarlag og textinn ,,keep the moving blade sharpe" nokkurs konar lífsspeki hjá mér í dag :)
Nafn plötunnar skyldi ég aldrei en nú veit ég (sá viðtal) að nafnið er komið frá Breska Verkamannaflokknum. Þetta var s.s. slagorð þeirra fyrir kosningarnar í UK 1973.
Genesis meðlimir hafa alltaf sagt að húmor skipi og hafi alltaf skipað stórt hlutverk í þeirra vinnu, það sér maður víða, tilvitnanir og "kross ref" oft hrikalega fyndið þrátt fyrir að það sé vonlaust að fatta allt sem þeir hafa sett fram í textum sínum.
Peter Gabriel sagði skilið við bandið 1975 eftir að platan "The Lamb lies down on Broadway" kom út. Gítarleikarinn Steve Hackett fór sömu leið ca. 3 árum síðar.
Það er ferlega fyndið að pæla í að þeir félagar hafi eytt ómældum tíma á sínum tíma í að leita að nýjum "lead singer" með Phil Collins á kantinum :)
Ég held að ég muni rétt að það hafi verið þáverandi kona Phil sem hafi skorað á hann að prófa og hann lagt það fyrir restina af bandinu og "THE REST IS HISTORY".
Eitt af þeirra nýrri lögum (eiga nokkur hundruð, ca. 500 , ef ég man rétt) heitir "Jesus he knows me". Þar deila þeir félgar hart á ,,jesú heilaþvottinn" hjá ýmsum söfnuðum, kíkið á þetta, algjör snilld (amk í minni bók):
http://www.lyricsfreak.com/g/genesis/jesus+he+knows+me_20058872.html
Ég er annars algjör alæta á tónlist, fíla alla tónlist með sál og sem er sæmilega vel flutt. Finnst t.d. lagið með Britney "Do it to me one more time" (eða hvað það heitir) agjört snilldar popplag.
Nýjasta uppáhaldsbandið mitt eru Klaufarnir frá Selfossi, algjörir snillar (í minni bók). Þéttir, skemmtilegir og margir textarnir algjör snilld. Hafði aldrei keypt mér Kántrýplötu áður en ég mun kaupa næstu með Klaufunum, 100%. Þeir komu með diskinn á markað í sumar, dreifa honum sjálfir. Hann er seldur á Selfossi og hjá N1 víða um land, ég skora á fólk að styðja íslenskan tónlistariðnað og kaupa Klaufana, þið verðið ekki fyrir vonbrigðum. Betri tónlist í bílinn á ferðalagi verður barasta ekki fundin.
Þeir eru búnir að ná gullsölu á plötunni og fá gullplötuna sína afhenta á KÁNTRÝDEGINUM sem haldinn verður í Krikanum í Hafnarfirði 13. okt. n.k. (takið daginn frá, verður bara gaman).
Með von um slysalausan dag.
Sigurjón Sigurðsson.
es. fyndið þetta með fólk sem maður hittir núna eftir að ég keypti mér hjólið. 9 af hverjum 10 segja ekki til hamingju og þetta er gjeggað tæki heldur ,,passaðu að drepa þig ekki" eða ,,er þetta hrikalega hættulegt".
Upp með brosið og jákvæðnina. Fer þetta sama fólk upp í flugvél???? Líkurnar á að drepast þar, ef eitthvað klikkar og tækið hrapar, eru nefnilega næstum 100%, ekki samt hætta að fljúga því líkurnar á því að eh klikki eru sáralitlar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.8.2007 | 08:49
Yamaha FZ1
Í liðinni viku keypti ég mér mótorhjól, rétt þori að segja frá þessu :)
Það sem er fyndið við þetta er að ég var þann daginn eða áður alls ekkert að hugsa um að kaupa mér mótorhjól. Fór að hitta Hilmar félaga minn í Bílaborg, hann varí símanum og það var maður að ,,baksa" við að koma ansi flottu hjóli inn á gólf. Ég fór að spyrja hann út í það og spurði svo hvort ég mætti prófa. Hann horfði á mig með undrunarsvip, ég var í stuttermaskyrtu og Timberland vesti. ,,Ég er með próf" sagði ég. ,,Ok, en hvað er langt síðan þú hjólaðir"? ,,Ca 10 ár" sagði ég. ,,Tja þá veit ég ekki" sagði hann, ,,þetta hjól er ekkert venjulega kraftmikið". ,,Ég fer varlega" sagði ég. Til að gera stutta sögu styttri þá endaði það með því að ég keypti hjólið (með mig eins og Lýð, þarf ekki að spyrja neinn um leyfi :)
Þetta hjól er algjört ævintýri. Ég er búinn að hjóla ca. 300 km. síðan ég keypti það og skemmti mér í hvert skipti betur, mæli með þessu.
Eitt sem ég skil þó ekki. Mótorhjólafólk segir nýlega í viðtölum að ökumenn bifreiða séu ekki tillitssamir í garð þeirra, mín upplifun er alveg öfug við þetta ,,statement". Mér finnst ökumenn mjög tillitssamir og fínir.
Hjólið mitt er 5 ,,nánósek" í hundrað og kemst örugglega langleiðina í 300 en það ætla ég ekki að prófa en ég vil þó viðurkenna að ég ætla ekki alltaf að keyra á löglegum hraða, en læt ofsakstur eiga sig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.8.2007 | 20:07
Sorglegar fréttir en nauðsynlegar.
Við Íslendingar erum svo heppnir að vera lausir við hryðjuverk og þess háttar hörmungar eða....
Þessi takmarkalausa og stjórnlausa hegðun fólks, sem lýst var mjög vel í fréttum RÚV í kvöld, er kannski eins og okkar hryðjuverkavá.
Þegar ég var búsettur á Spáni er mér alltaf minnistæð frétt sem kom eitt sinn í spænska ríkissvjónvarpinu, TVE. ETA hafði sprengt sprengju í Madrid og TVE sendi upptökumann og fréttamann á staðinn. Þeir voru komnir mjög fljótt á staðinn og tóku upp þær hörmungar sem voru þarna eftir sprengjuna, látið fólk, aflimað fólk og þess konar viðbjóð. Fréttin var sýnd óklippt, leit amk þannig út.
Fréttamaðurinn sem las fréttina sem fylgdi með þessum hræðilegu myndum stóð upp úr stólnum og settist á hornið á borðinu sínu og sagði ,,góðir Spánverjar, þetta sem við sjáum er veruleikinn eins og hann er í raun og veru í baráttunni við ETA, þetta er það sem lögreglan okkar verður að fást við þetta er að gerast hjá okkur í okkar heimagarði". Þetta var mjög sláandi og ég var mjög sleginn, vissi ekki hvort ég var sammála þessum fréttaflutningi eða ekki. Síðan fór ég að hugsa að kannski er þetta eina leiðin til að sýna þjóðinni ískaldan veruleikann við þetta og jafnframt opna augu einhverra af hverju lögreglan vinni sína vinnu af þeirri hörku sem hún stundum þarf að gera.
Mér fannst fréttin frá RÚV í kvöld af svipuðu meiði. Sýnt var svart á hvítu hvernig bærinn er, fólk að slást, mígandi eins og hundar út um allt, umgegni sem hæfir ekki siðuðu fólki osfrv.
Aðalmálið í dag er ekki hvað gerðist í nótt heldur frekar hvað er hægt að gera til að bæta þetta til að snúa þessari ömurlegu þróun í rétta átt. Það er engin auðveld ,,patent" lausn til en velta má fyrir sér nokkrum hugsanlegum leiðum:
- Hætta þessu bulli með ótakmarkaðan opnunartíma, gallar MIKLU fleiri en kostir.
Setja reglur á staðina. Kaffihús og staðir án dansgólfs, til 03.00 - Dansstaðir til 04.00
- Bæta löggæslu, ánægður með Stefán lögreglustjóra sem er að vinna í þeim málum.
Góður maður þar á ferð, að mínu mati. - Sekta fólk hikstarlaust sem kastar af sér vatni fyrir framan alla á byggingar og stéttar bæjarins.
- Setja í gang næturflutninga til helstu úthverfa, til að létta á leigubílunum. Næturvagnarnarir þyrftu að vera með myndavélakerfi og ,,öfluga" bílstjóra.
- Síðan fara í grasrótina og setja upp einhver konar fag í grunnskólum sem gæti heitað t.d. Samfélagið okkar (eða eh í þá áttina).
Þar væri krökkunum kennt strax af fyrirlesurum sem þau myndu hlusta á hvað maður ætti ekki að venja sig á og hvað besta leiðin sé til að ná árangri í lífinu og ekki síst hvað sé töff og hvað sé halló.
T.d. ef kynslóðin sem er vaxa úr grasi myndi alast upp við þá hugmyndafræði að það sé ,,out" og glatað að:
- drekka frá sér ráð og rænu, s.s. detta í það.
- dóp sé fyrir aula
- reykingar séu ekki hip og kúl. - Hættan og mín tilfinning (smá reynsla eftir að hafa talað við unga krakka á Vogi) að þeim finnist frekar töff að ,,poppa" pillur og taka spítt. Því miður stoppa mörg þeirra stutt inn á Vogi, kannski 1-3 daga (hef samt enga tölfræði frá SÁÁ um þetta, bara mín tilfinning).
- Þegar kúl stelpur og kúl strákar (eða það sem hinum finnst kúl lið) eru að taka spítt, ,,poppa" pillur og ,,hrynja" í það, þá fylgja því miður hinir hratt og örugglega með.
Að lokum:
Það er ekki töff að vera fullur, að er glatað. Það er glatað að taka dóp, það steikir á fólki hausinn og velur ómældu tjóni og rústar nútíð og framtíð fólks.
Allir eiga eða áttu fallega drauma um góða framtíð, af hverju ekki að fylgja þeim og láta þá rætast?
Það er töff.
Draumar rætast ekki með ofneyslu á áfengi og neyslu á dópi, það er 100% öruggt.
VERTU Í VINNINGSLIÐINU.
Mbk.
Sigurjón Sigurðsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.8.2007 | 07:09
Nilfisk
Ég las í einhverju blaði í gær að danska fyrirtækið Nilfisk ætlaði að leggja fram kæru og lögbann á að nokkrir ungir hressir gaurar noti nafnið Nilfisk á hljómsveitina sína.
Ég verð að segja að aumingjagangur og öfund dana í garð ,,gömlu" nýlendurnar á sér greinilega engin takmörk.
Ef ég væri forstjóri Nilfisk eða bara Mr. Nilfisk sjálfur væri ég sko stoltur að vita af því að ungir ,,graðir" tónlistarmenn frá Íslandi vildu auglýsa nafnið okkar, og tækju ekkert fyrir það :)
Ég myndi senda þeim öllum Nilfisk súper trúper ryksugu með þakkarbréfi.
Too stupid to be true, vona s.s., Dana vegna, að þessi frétt hafi einfaldlega verið djók.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Sigurjón Sigurðsson
Bloggvinir
- alla
- andres
- agustolafur
- baldurkr
- bene
- bergruniris
- birgitta
- brisso
- gattin
- bryn-dis
- bryndisisfold
- brynsla
- brynja
- brandarar
- doggpals
- elinarnar
- ellasprella
- evathor
- ea
- killjoker
- gtg
- hsi-domarnefnd
- halkatla
- hallarut
- haukamenn
- haukurn
- blekpenni
- hofyan
- golli
- ingo
- jensgud
- jonaa
- jax
- joninaben
- jonvalurjensson
- ktomm
- hugsadu
- kolgrima
- kga
- maggib
- maggaelin
- marinogn
- omarragnarsson
- svarthamar
- pallvil
- hux
- radda
- rebekka
- sigrg
- hosmagi
- hvala
- soley
- sporttv
- steinunnolina
- svanurmd
- stormsker
- tomasha
- eggmann
- what
- tothetop
- thordistinna
- aevark
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar