Að axla ábyrgð í lífsins ólgusjó

Þegar ég las viðtalið við Björgin Björgvinsson, fyrrverandi yfirmann Kynferðisbrotadeildar LRH, í DV í síðustu viku vissi ég að allt myndi um koll keyra. Ég veit hvað Björgvin á við en ég veit líka að þessi mál eru þau allra allra viðkvæmustu sem hægt er fást við. Ég hef sjálfur sem fararstjóri þurft að eiga við mjög erfið mál, m.a. mál tengd kynferðisglæpum sem eru þau allra allra erfiðustu. Hér að neðan er dæmisaga um mann sem lenti illa í því á fylleríi og maður verður og manni er skylt að velta fyrir sér hvað er orsök og hvað er afleiðing, ath hér er ekki um kynferðisbrot að ræða heldur hættulega líkamsárás:
Maður XX drekkur sig útúrdrukkinn eitt ákveðið kvöld. Hann fer eftir kvöldið á BSÍ og fær sér að borða. Þar eru fyrir krakkar sem voru með dólgslæti og dónaskap. Minn maður finnur að þessu og allt í einu rjúka á hann tveir gaurar (aðallega einn) og berja hann til óbóta, svo illa að hann næstum því varð blindur á auga. Er hægt að segja að minn maður beri ábyrgð á að hafa verið laminn? Nei hann gerir það ekki ALLS ekki. EN hann var ofurölvi, hann gaf illainnrættu fólki færi á sér og fyrir vikið stórslasaðist hann.
Niðurstaða:
Ef félagi minn hefði drukkið minna og ekki verið að skipta sér af fólki með dólgslæti, verið í ástandi til að hlaupa í burtu, o.s.frv.hefði hann mjög líklega ekki orðið fyrir þessari hræðilegu líkamsáras.
Maðurinn sem réðst á minn mann var kærður en hans mál voru ekki tekin fyrir í 4 mánuði og á þeim tíma barði hann tvo aðra til óbóta, hann fékk 18 mánuði óskilorðsbundinn dóm á Litla Hrauni.
Viðtalið við Björgvin í DV kom ekki vel út fyrir hann og í kjölfarið sagði hann af sér. Björgvin er líklega einn allra allra besti lögreglumaður sem við eigum hér á landi. Hann hefði einfaldlega EKKI átt að tjá sig neitt um þessi mál þar sem þetta er flókið og viðkvæmt, mjög viðkæmt. Lögreglan ætti að vera með talsmann sem tjáir sig fyrir hönd lögreglunnar, með þeim hætti væri hægt að komast hjá svona málum. Björgvin axlar strax ábyrgð, sem er vel. MARGIR HRUNADANSARAR MÆTTU TAKA SIG ÞENNAN SÓMADRENG TIL FYRIRMYNDAR, og axla ábyrgð.

Mbk og njótið dagsins, verið góð við hvort annað,
Sigurjón S.

Höfundur er viðskiptafræðingur frá HR og starfar sem yfirfararstjóri á Spáni (Ibiza)


Shakira á Ibiza :)

Shakira.

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Mín Ibiza, nr. 1.

Góðan daginn :)
Því lengur sem ég bý á Ibiza verður mér morgunljóst þvílík paradís þessi eyja er. Hér er "basically" hægt að gera allt sem hugurinn girnist á svæði sem svipar til Stór Reykjavíkursvæðisins. Hér eru frbærar strendur, víkur, kryddaðasta mannlífið, flottustu klúbbar í heimi með frægustu plötusnúðum heims. Frábærir veitingastaðir og LÍTIÐ um glæpi, alveg gegn því sem sumir virðast seint þreyttir á að halda fram. Ef menn haga sér ekki í þessu samfélagi þá er réttarkerfið með vopnin og venjurnar til að refsa af fullri hörku. Dæmi um slíkt er að árið 2006 lentu tveir bílstjórar í illindum í umferðinni. Annar nefbraut hinn, þeir s.s. slógustu. Nú fyrr í sumar var dæmt í þessu, s.s. ákæruvaldið kærði þá. Sá sem nefbraut hinn fékk 3,5 í fangelsi og 5 þúsund evru sekt hinn fékk skilorð og 5 þúsund evru sekt. Í gær var í Diaro de Ibiza (http://www.diariodeibiza.es/) frétt um mann sem fékk 25 ára dóm fyrir að misnota börn sín og þar af nauðga einu. Vinsældir Ibiza eru líka að ná sögulegu hámarki, sbr. þessi frétt:
http://www.diariodeibiza.es/pitiuses-balears/2010/07/24/aeropuerto-bate-records-recibira-2-millones-viajeros-julio-agosto/423019.html
Fréttin snýst um að í fyrsta skipti í sögu flugvallar Ibiza nær farþegafjöldi í júlí að fara yfir 900 þúsund og í ágúst yfir milljón :)
Frægir gestir láta sig ekki vanta þetta sumarið frekar en endranær. Shakira og Kylie eru búnar að vera að djamma á Pachá undanfarið og Kylie er líka að kynna nýju plötuna sína sem hún vinnur að hluta til með strákunum í Swedish House Mafia.
http://www.diariodeibiza.es/diario-verano/2010/07/24/shakira-loba-rosa-chicle/423062.html
Við erum að skipuleggja geðveika ferð í september fyrir aðeins eldri farþega en venjulega, kannski 30 - 60 ára. Meira um það þegar samningar hafa náðst en þeir eru á lokastigi.

Hafið samband við okkur ef þið viljið koma til Ibiza :)
sigurjon@heima.is
egill@transatlantic.is

Kv. og njótið dagsins.
Sigurjón Sigurðsson, Ibiza.


Ferðapressan, meira um rangfærslur um ferð Flass 104,5 til Ibiza

Eins og ég sagði ykkur frá í síðasta pósti þá datt af mér andlitið þegar ég last grein skrifaða af Snæfríði Ingadóttur um ferð Flass 104,5 til Ibiza (14. maí 2010 - 13:00 „Djammferð til Ibiza: Meira en 200 íslensk ungmenni á leið í dansparadísina „)
Ég setti mig í samband við Snæfríði varðandi greinina og hennar svar var meðal annars á þessa leið „Ég játa það að sú mynd sem dregin var upp í þessarri frétt á Ferðapressunni um væntanlega ferð Flass til Ibiza var mjög klisjukennd en útvarpsstöðin er nú ekki akkúrat heldur að draga úr þeim klisjum. Og það er nú svo að Ibiza, sem ég efa ekki að hafi upp á ýmislegt annað áhugavert að bjóða, er samt sem áður þekktust í hugum flestra fyrir fjörugt skemmtanalíf og góða klúbba, þó svo spænsk ferðamálayfirvöld vinni nú hörðum höndum að því að breyta þeirri ímynd. Í þessu tilviki þar sem verið var að fjalla um þessa ákveðnu ferð á vegum Flass, passaði ekki alveg að minnast á náttúruna, hestaferðir og hjólreiðar, þar sem um hreinræktaða djammferð er að ræða sem gengur út á það að dansa og djamma. Myndirnar voru valdar í samræmi við umfjöllunarefnið, þær eru frá Getty Images, sem er alþjóðlegur myndabanki. Þær eru teknar á Ibiza, eru ekki sviðsettar heldur sýna ungt fólk “að skemmta sér” – en vissulega í “svæsnari” kantinum og ég tek þeirri gagnrýni að það hefði verið hægt að velja ekki eins ýktar myndir með greininni þó svo einhverjir stundi greinilega svona ýkt skemmtanalíf þarna.
Þú virðist þekkja vel til á Ibiza og hafa áhuga á því að gera fleiri andlit eyjunnar sýnileg.
Hefðir þú ekki áhuga á því að gefa lesendum Ferðapressunnar meðmæli frá Ibiza? Við fáum oft Íslendinga sem búsettir eru erlendis eða hafa verið mikið erlendis á ákveðnum stöðum til þess að segja frá 5 af sínum uppáhaldsstöðum (má vera hvað sem er: náttúruundur, veitingastaður, safn osfrv)

Snæfríður og ég, sem mér finnst n.b. vera mjög skemmtileg týpa, skrifuðumst aðeins á en síðan ég birti síðasta blogg hef ég ekkert heyrt frá henni.......
Í pósti fyrir síðasta blogg mit spurði ég hana hvort henni þætti ekki eðlilegt að fjarlæga þessa grein af netinu. Hún svaraði: „Greinin er farin af forsíðu Ferðapressunnar en er enn á Netinu enda tel ég ekki að það séu rangfærslur í henni, en viðurkenni að hún ýtir undir klisjur um Ibiza.
Meðmælin þín frá Ibiza skjóta vonandi klisjurnar í kaf og sýna aðra mynd af eynni. :)“
Enn of aftur, af hverju vildi Snæfríður ýta undir klisjur um Ibiza þegar hún vissi betur og hefur ALDREI komið hingað sjálf? Þetta er eins og skrifa kvikmyndardóma um bíómynd, kalla hana ýmsum nöfnum, nefna frammistöðu leikara o.s.frv. án þess að hafa SÉÐ myndina, ekki einu sinni „trailerinn“
Förum aðeins ofan í hluti sem eru að mínu mati klárar rangfærslur í umræddri grein:
• „Ungmennin geta drukkið eins mikið af innlendu víni og þau bara þola og dansað við taktfasta tónlist allan sólarhringinn“.
o Í „all inclusive“ reglum á Club Punta Arabí kemur skýrt fram:
„All Inclusive” !!!!

Okkar gestir eru allir með „all inclusive“ pakkann.
Þessi pakki virkar við sundlaugina og í matsalnum.

„ALL INCLUSIVE“:

Matsalur:
Hádegi 12.30 – 14.00 + Bjór og gos
Kvöld 19.00 – 21.00 + Bjór og gos

Á sundlaugarsvæðinu:
Drykkir 10.00 – 23.00 Bjór, Sangría , gos og sterkir drykkir
Fyrir aðeins €1 geturðu fengið þína uppáhaldstegund, s.s.
Smirnoff-Habana Club- J.B-. Ballantine´s- Gordon´s – Bacardi....
Ef þið viljð aðra drykki, s.s. kokteila spyrjið þá um listann og veljið ykkur það sem ykkur langar í. Verðin er væg og sérstaklega ef maður nýtir sér 20% afsláttinn sem maður fær með bláa kortinu.
Snack barinn:
Hamborgarar, pylsur, pizzur og franskar 12:00 - 17:00

„All Inclusive“ reglur:

• Armbandið sem þið fáið við innritun ásamt bláa kortinu er AÐEINS til notkunar fyrir viðkomandi aðila en EKKI til að lána öðrum.
• Aðeins EINN drykkur í einu pr. mann.
• Brot á reglum um „all inclusive“ getur þýtt að viðkomandi verði sviptur þjónustunni.
o Á þessu sést að „allan sólarhringinn“ er rangfærsla. Þess að auki loka ALLIR löglegir klúbbar á Ibiza kl. 07.00, skv. nýjum lögum sem sett voru fyrir nokkrum misserum.
o
o „Flass hópurinn mun gista á Club Punta Arabi sem er þekkt "djammhótel". Þar eru börn og gæludýr bönnuð“
o Club Punta Arabí er EKKI þekkt „djammhótel“ í því samhengi sem Snæfríður er að draga upp. Club Punta Arabí er „Vactional Club resort“ fyrir ungt fólk sem vill skemmta sér EN líka stunda íþróttir og slaka á. Þeir sem voru hvað harðastir í Flass hópnum fannst líka ekki mikið til Punta Arabí koma, s.s. kúnninn og klúbburinn gengur ekki í takt, langt frá því. Það eru hótel á Playa Den Bossa (nálægt Bora Bora) og í San Antonio sem sérhæfa sig í Techno hópum sem vilja bara djamma og ekkert sofa, Punta Arabí er SANNARLEGA ekki einn af þeim stöðum.
Resort Destination Ibiza-Balearic Islands-Spain
Place Es Cana
Resort Name Life Resort Punta Arabi level
Address Apartado Correos 73, Es Cana
07 840 Santa Eulalia del Rio
Ibiza, Baleares, Espana
Category National category 2 ** +
Year 1969
Number of rooms 364 bungalow rooms
Beds 1,000 beds
Opening times May - October 2009
Reception 24 hour service, safe
Contact Tel: 0034 971 330 650 / 1
Fax: 0034 971 339 167
email: @ reservas.puntaarabi azulinehotels.com
Distance from Ibiza City / Airport 22 km
Shopping Minimarket
Pools large pool on hillside with sea views
Bars 9 bars in the resort distributed
Bistros Pool Grill, two restaurants (one à la carte restaurant)
Discotheques house nightclub Ocean.971
Open Air Sky Lounge, Open Air Stage, Open Air Party Areas
Food HP & All Inclusive
Audience 18-30 years (not posting)
Crew 24 hours service, competent team of 30 experts Crew
Sports Mulitfunktionssportplatz, beach volleyball at the resort and beach, pool, tennis facility with 3 fields, Sports Pavilion (fitness and aerobics), Puntagym, surfing, sailing and diving school on the beach
Leisure Internet Skylounge, LaRocca, Chill-Out Area
Room State renovated
Equipment Private bathrooms, some with balcony or terrace, air conditioning (additional charge)
Room service fee, laundry and medical services
Splitting 2, 3, 4 and single occupancy available
Sea View some with sea views
Other views in a very green garden
Beach Distance 500 m
general resort's own beach with its own meadow and bar
Nightlife Trip available on site (Ibiza Town, verse. discotheque excursions)
Equipment resort's nightclub, LaRocca, pool area with open air parties, open air stage for live acts, theme bars
o (http://www.punta-arabi-resort.com/Daten-Fakten.544.0.html)
o Minnir þetta eitthvað á annað en heilbrigt og hressilegt prógram fyrir ungt fólk:
http://www.punta-arabi-resort.com/Shows-2009.1413.0.html
http://www.punta-arabi-resort.com/Entertainmentprogramm.1412.0.html

http://www.pressan.is/ferdapressan/Lesa_Utlond/islensk-unmenni-a-leid-i-djammferd-til-ibiza?img=4471408b-2824-40c6-b15e-42559147f228#img
Þessi gaur er jafn líkur David Guetta og Jóhönnu Sigurðardóttur.

David Guetta (http://electroyhouse.files.wordpress.com/2007/02/david-guetta.jpg)

Það er sem sagt sumt í grein Snæfríðar sem er 100% rangt annað sem er bara klisjukennt en annað er alveg rétt, s.s.
http://www.pressan.is/ferdapressan/Lesa_Utlond/islensk-unmenni-a-leid-i-djammferd-til-ibiza?img=91285bb8-bfa2-400b-b78b-5afd1761634f#img
• “Dúndrandi danstónlist á Ibiza”.

En ég skil ekki enn hvað bjó að baki greininni, WHY? Af hverju var ekki talað við Trans Atlantic til að fá réttar upplýsingar um Club Punta Arabí, „all inclusive“, dagskrá Flass á Ibiza, o.s.frv., það skil ég ekki enn.
Getur einhver uppfrætt mig um þetta???????

Njótið dagsins,
Sigurjón S.

es. 33 stig og sóla á Ibiza í dag, fallegur dagur.


The history of Amnesia - Ibiza

Hér að neðan gefur að líta ágæta samantekt af sögu Ibiza síðustu áratugi fléttað saman við sögu hins heimsfræga diskóteks, Amnesia.


The house where Amnesia now stands was built at the end of the 18th century. Five generations of the Planells family lived within its thick, whitewashed walls. They cultivated the land and built a mill out of stone. During the first half of the 10th century the poor that came to beg, received bread, cheese and dried figs.

The first foreign visitors to come to the island arrived towards 1950. They were drawn to the island by rumors of its mysterious legends and its breathtaking untouched nature. In 1954 people like Aristoteles Onassis or Rainier of Monaco were startled by the beauty of the Pitiusan coves. Ibiza then discovered tourism and began to prosper and grow.
However during the 60's the ones to really enjoy the island were the hippies. They were the first to transgress. Idealists from all over the world chose Ibiza or Formentera as their paradise to live in peace. They listened to music, enjoyed the nature and smoked.

In 1964 the Rolling Stones spent a couple of days on holiday in San Antonio. By now the island had more than five thousand hotel occupancies. Europe convulses in May of 68 whilst the film More, with music by Pink Floyd, filmed and inspired in Ibiza, presents the island as paradise for drug consumption.

In March of 1970 the Planells family decide to end their long life in the country and move to a flat in town. They sell their 'finca' (country house) and the house to Maria Fuencisla Mart`nez de Campos y Muñoz (a widow from an aristocratic background). This is when the most recent history of our discotheque really begins.

The island begins to enjoy a freedom unheard of in the rest of Spain. The house soon to become Amnesia turns into a meeting point for idealists and counter-culturists. The hippies play in live bands and amongst their friends, they dance till dawn, prepare vegetarian meals and ecstasies with The Doors whilst smoking and experimenting with LSD. They touched the heavens, organized art exhibitions and many other events.

In 1974 a young man born in Madrid, with a degree in philosophy came on to the scene, his name was Antonio Escohotado. He arrives on Ibiza looking to start a new life. He is soon to be the new apostle for the new drug experimentations.

On Nov 20th forty years of dictatorship end. Franco dies and Juan Carlos the 1st is proclaimed king.

One fine day in May 76 Antonio makes a deal with the landlady of the house and she rents it to him for 20.000 pesetas (120€) a month. Now all that was left was to christen the discotheque. He thought hard about this until he came across the name, The Workshop of Forgetfulness. He wanted to express that when people go out at night it is to forget their problems and indulge in an unknown world far away from ordinary routine. The next day he realized that just one word from Greek etymology explained it all. This of course was Amnesia and that is how the islands most authentic discotheque was born.
The summer of 78 Bob Marley gave an unforgettable performance and 'new wave' begins to blossom whilst 'Saturday night fever' shows its premiere release. Disco music heiress to the Philadelphian sound, eclipses into rock and the rhythm at the disco's start a new hedonist way of life.

That year amanufacturer from Madrid named Ginés Sánchez takes over Amnesia. This seams was achieved by other promoters during negotiations on the island. This is when a decade of ups and downs begin, during which unexpected closings of the discotheque are intertwined with glorious summers with the crowd at its most and in full on competition against the other discotheques, such as Ku (now Privilege), Pacha, Glory's and Lola's (these last two no longer exist).

In the 80's a young Basque initially linked to Ku is become the leading character in the most famous events in the old house in San Rafael. The person in question is Prontxio Izaguirre who brought fresh ideas to the nocturnal life and brought Amnesia to spread its fame throughout Europe.

Almost in a breaths take the music changed from Led Zeppelin to Bowie, from Springsteen to Madonna and from Donna Summer to Prince. The discotheque went from egg-carton soundproofing to a new, captivating and powerful sound. This is when dance music began and new trends and fusions. The line is faded between pop and funk. Hip-hop is born along with break-dance and rap. Free style in mixing is permitted and house is about to take over.

The Ibizencan discotheques introduce the magic of open rooftops and the original Balearic sound emerges and dj Alfredo Fiorito is the man heard.

The most important changes came from the hands of MFC at the beginning of the 90's. The Berlin wall comes down and house music becomes international. The night of the 22nd of June 91 is still remembered to this day on the island. It's another day in history for re-openings. Thousands of young people invade Amnesia, labeling the beginning of the last most fruitful times in this temple of sound.
The clubs of Ibiza start to become famous worldwide. Although due to neighbors complaints the authorities oblige them to cover the dance-floors, which had traditionally functioned in the open air. Nevertheless Amnesias expansion is unstoppable. From four bars it grows to sixteen, from thirty employees to more than two hundred in mid summer. These include waiters, spectacular go-go dancers', security, light-jockeys and office workers amongst others.

In 1999 the UN claims Ibiza cultural heritage. The island reaches one hundred thousand habitants and the label Amnesia extends from magazines to records, cloths'etc. Its fame grows like its foam, that foam that names one of its most important performances. Today in the 21st century who hasn't heard of parties like 'Cocoon Club', 'La Troya Asesina' or 'Cream'? Disc-jockeys like Sven Väth, Paul Van Dyk, Dj Tiësto, Danny Tenaglia, Laurent Garnier or Carl Cox are just some of the legendary stars to have passed through the dj booth.

Likewise the list of rich and famous that have been to the disco during their summer holidays is endless' Naomi Campbell, Puf Daddy, Dolce & Gabbana, Bono, Boy George, Elle McPherson, George Michael, Valentino Rossi and Calvin Klein' the gods of fashion and beauty.

One of the secrets to its success lies in the quality of its sound. Today the discotheque has one of the most advanced sound systems (Expanded Amnesia Technology) due to the dynamic electronic process. Its function is to analyze and submit frequencies that provoke the human body to feel sensations that compare to having a sound massage' enjoy it!
From 2006 til date, Amnesia has been awarded for 3 consecutive years the prestigious BEST GLOBAL CLUB award in the Winter Music Conference which is held every year in Miami during the last week of March.

In 2009 Amnesia installed a system of 24 color lasers with the latest technology controllable like a robot. 23 lasers are 1 Watt RGB and there is one high power RGBY Matrix. The combination results in a spectacle unimaginable.

Currently Amnesia is about to begin to open franchises in four key destinations, these franchises must meet strict requirements to guarantee to be as similar as possible to the original club of Ibiza (www.amnesia.es/history).

Njótið dagsins.
Bestu kveðjur frá Ibiza,
Sigurjón Sigurðsson.


Íslendingar á Ibiza og Ferðapressan, frh.

Hola otra vez :)

Ég sagði áðan að ljósmyndirnar og myndatextinn í greininni væri alveg kapítuli út af fyrir sig. Ég kíkti á myndirnar eina ferðina enn og þar sem ég veit að viðkomandi blaðakona hefur aldrei komið hingað þá setti ég ljósmyndarann sem er "quotaður" undir myndinum í google og fann þá þetta fyrirtæki "Getty Images" mjög flott síða hjá þeim og mikið af myndum frá Ibiza EN viti menn allt myndir sem sýna raunverulegu Ibiza en ekki klisjukennda og ranga sýn, maður spyr sig núna af hverju blaðakonan valdi ekki eh af þessum myndum fyrir greinina sína..... hummmmmmmmmmmmmmmmmmmm.
http://www.gettyimages.es/Search/Search.aspx?contractUrl=2&language=es&family=creative&p=Ibiza&assetType=image#6

Njótið dagsins,
Sigurjón Sigurðsson


Íslendingar á Ibiza sumarið 2010 og klisjukennd blaðamennska ferðapressunnar um Ibiza.

Hola :)

Í síðasta bloggi mínu myndist ég aðeins á þessar gróusögur sem virðast grassera um Ibiza á Íslandi. Í blogginu viðraði ég að mér væri það hulin ráðgáta hvaðan þessar sögur kæmu, þetta væri alltaf „mér var sagt af einum sem hafði verið sagt“......... Það sem var svo pínu spaugilegt var að ca. tveimur dögum eftir birtingu bloggsins var mér einmitt bent á vefsíðu sem var að fjalla um Ibiza á afar sorglegan hátt. Fréttin tengtist afmælisferð útvarsstöðvarinnar Flass 104,5 til Ibiza. Fréttin eða úttektin er full af sorglegum rangfærslum, klisjum og upphrópunum. Ég setti mig í samband við vikomandi blaðakonu sem viðurkenndi í tölvupósti að þetta hafi verið of klisjukennt en viðurkenndi svo sem engar rangfærslur enda viðkomandi ALDREI komið hingað. Myndabirtingin var alveg kapítuli út af fyrir sig. Hótelstjórarnir hér á Punta Arabí hrisstu bara hausinn þegar þeir sáu þetta og sögðu „hvað kenndi liggja að baki þessari vitleysu?“ Þá spurning langar mig að skilja eftir í þessu bloggi, i.e. hvaða kenndir liggja að baki svona fréttamennsku. Eigandi viðkomandi vefar fékk póst frá mér en hann svaraði mér aldrei. Það er maður sem fékk nú alveg sinn skammt af „gulu pressunni“ þegar hann var í stjórnmálum og maður skyldi ætla að hann vildi ekki standa fyrir vef sem birti fréttir af slíkri ófagmennsku sem þessi frétt var. Þess má geta að viðkomandi blaðakona talaði aldrei við mig né eigendur Trans Atlantic við vinnslu fréttarinnar, það hefði kannski verið ágætis hugmynd.
Ég bað um að þessi grein yrði fjarlægð af netinu en við því hefur ekki orðið og finnst mér því rétt að vera heiðarlegur og segja einfaldlega frá þessu, eins og þetta kemur mér fyrir sjónir.
Greinin:
http://www.pressan.is/ferdapressan/Lesa_Utlond/islensk-unmenni-a-leid-i-djammferd-til-ibiza
Áhugasamir sendið mér póst og ég skal senda ykkur póstinn sem ég skrifaði blaðakonunni um þessa ferð og þar rakti ég líka aðeins þessar rangfærslur sem í greininni eru.
Varðandi síðan krakkana sem komu í Flass ferðina hingað langar mig að segja eftirfarandi.
Það var mikið búið að vara mig við þessu hópi en ég sagði að mín lína í fararstjórn og í lífinu væri að dæma engan fyrirfram. Í mínum fararstjórahuga er ég með tölu 5% af heild sem eru farþegar sem þurfa sífellt extra meðhöndlun vegna ýmissa mála. Talan hjá Flass var kannski 3 sinnum hærri, eða 15%.
Hvað þýðir þetta? Þetta voru alls 186 manns. 15% af því eru rétt undir 30 manns. Hvað nákvæmlega gekk á hjá þessum 30 get ég alls ekki sagt ykkur en ég get sagt ykkur að Ibiza gerði þetta fólk ekki erfitt, það var það fyrir þegar það koma frá litla „saklausa“ Íslandi........
Veldur sá er heldur stendur einhvers staðar skrifað og það á vel við í fríinu og í lífinu almennt. Ef þú vilt eiga gott frí ekki þá drekka þig „hauslausan“ dag eftir dag bara af því það var planið, slíkt plan endar alltaf með að líkaminn gefst upp og það voru jú nokkur slík tilfelli hér. Sumir fá í magann og fara að kenna matnum á Punta um. Ressinn á Punta er líklega einn sá allra besti í sínum klassa sem fyrirfinnst. Eldhúsið er mjög pro og yfirkokkurinn algjör snillingur. Þessar magakveisur eiga væntanlega frekar skyld við mikið áfengi, lítinn svefn og óreglulega neyslu matar.
Njótið dagins, við hér á Ibiza ætlum amk að gera það

Kv. Sigurjón Sigurðsson


Ibiza, paradís í Miðjarðarhafinu.

Ég er kominn aftur á fornar slóðir eða til Ibiza á Spáni að taka á móti krökkum frá Íslandi sem eru hingað komin í skóla - og eða vinahópum. Ég tók á móti sama aldri hingað, 89-91, og ég get fullvissað ykkur um að það er enginn munur á ungu fólki í dag og þá. Kannski felst munurinn í að flæði upplýsinga er allt miklu hraðara, Facebook, farsímar o.þ.h. Þessir íslensku krakkar eru vel liðnir hér í Es Canar á Ibiza. Við erum með þau þar á hóteli sem heitir Club Punta Arabí. Club Punta Arabí er ekki beint hótel heldur sumarklúbbur fyrir ungt fólk, eins og lítið 1000 m2 þorp sem tekur 1000 manns. Hér fær ungt fólk að vera ungt fólk og það er skilningur á því að ungt fólk sem er skemmta sér hefur stundum hátt. Hér er öflug íþrótta – og skemmtidagskrá frá morgni til kvölds. Á Club Punta er 1000 manna diskótek og Snakk bar fyrir utan sem er opinn jafn lengi og Ocean diskótekið á Punta Arabí. Punta Arabí er ekki undir stjörnugjöf hótela heldur undir því sem heitir á spænsku, Club de Verano (CV). Hámarksstjörnugjöf slíkra klúbba eru 3 stjörnur og Club Punta Arabí hefur 2.
Sumir krakkarnir sem koma hingað segja mér stundum þvílíkar tröllasögur sem þau hafi heyrt um Ibiza á Íslandi, stundum verð ég orðlaus. Þær eiga það að vísu allar sameiginlegt að enginn veit nákvæmlega hver sagði þær og oftast er mér sagt að þær komi frá einhverjum sem þekkir einvhern sem þekkir einhvern sem..... Ég hef amk ALDREI hitt neinn Íslending sem talar með þessum hætti um Ibiza sem hefur í alvöru komið hingað í frí. Svona sögur geta komið frá samkeppnisaðilum eða bara einhverjum sem þykir gaman að dansa við Gróu frá Leit, ég skal ekki segja og í raun er mér alveg sama. Það sem skiptir mig máli er að frá okkur fer heim ungt fólk með góðar hugmyndir, minningar og bros á vör frá eyjunni hvítu.
Ibiza er hluti af Baleres fylkinu á Spáni, eitt af 17 sem mynda konungsríkið Spán. Höfuðborg Baleares er Palma á Mallorca. Ibiza er þriðja stærsta eyjan af þeim 5 sem mynda Baleares, 572 km2, en sú næst fjölmennasta, ca. 120 þúsund íbúar. 70% þeirra eru Spánverjar en restin eru útlendingar með fasta búsetu hér. Á hverju ári sækja ca. 2 milljónir ferðamanna Ibiza heim. Mest umferð um flugvöllin hér er um 140 þúsund farþegar á viku. Það sem fæstir á Íslandi vita er að um 30% af þeim sem heimsækja Ibiza heim á hverju sumri er fólk á miðjum aldri og yfir. Fólk með fjölskyldur sem velur sér þau svæði á eyjunni sem er fyrir þennan hóp, og þau svæði eru fleiri en fólk heldur. Á eyjunni er einn góður 18 holu golfvöllur og á sama stað er einn 9 holu æfingavöllur.
Ibiza er eins og við þekkjum Stór Reykjavíkursvæðið, allar vegalengdir frekar stuttar og aðgengilegar. Flottir hlutir eru aldrei langt undan. Spurningin er hvað fólk vill gera. Viltu vera í einu skrautlegasta og flottasta mannlífi í Evrópu, kíkja þar á kaffihús, bari, veitingastaði, verslanir eða bara njóta þess að vera til? Kíktu þá í gamla bæinn í Ibiza borginni (65 þúsund íbúar) í Sa Penya og La Marina hverfin. Hluti af þessum hverfum eru á heimsminjaskrá Unesco. Þar er einnig að finna svæði sem eru afar „Gay vænt“ með tilheyrandi skrautlegu, vinalegu og skemmtilegu fólki.
Viltu heimsækja flottar, mannmargar strendur? Kíktu þá á Playa d´en Bossa eða hina frægu Salinas strönd. Viltu kíkja á rólegar víkur og taka daginn mjög rólega á ströndinni kíktu þá á..... get ekki byrjað að telja. Viltu vera nakin (n) í sólinni? Kíktu þá á fyrstu opinberu nektarströnd Evrópu, 1977, Es Cavalllet.
Viltu upplifa sólsetrið með fjölda manns sem er mætt að „chilla“ við sólsetrið á Café Mambo í San Antonio? Café Mambo er oft með fræga plötusnúða, t.d. verður David Guetta í heimsókn næsta fimmtudag. Saknarðu „gírsins“ í djamminu í 101 Reykjavík? Farðu þá í West End hverfið í San Antonio og þú verður ekki fyrir vonbrigðum ef það var 101 á laugardagskvöldi sem þú varst að leita að.....
Langar þig til að heimsækja flott diskótek? Þá eru hér nokkur þau frægustu sem þú getur fundið:
• Pachá (1973) (opið allt árið en ekki á fullri getu á veturnar og bara um helgar)
• Amnesia
• Privilega (stærsti klúbbur í heimi, 14 þúsund manns)
• Space
• o.fl.
Það eru ekki margir staðir til þar sem þú getur byrjað vikuna, mánudagskvöld, á því að fara á TIESTO á Privilege ásamt 14 þúsund öðrum. Síðan kíkt á David Guetta á Pachá fimmtudaginn eftir, ásamt 5 þúsund öðrum. Taka skal fram að þessi klúbbar eru ekki ódýrir, bæði dýrt inn og dýrt að drekka. Þeir geta þetta, vita það og gera það.
Ertu ekki fyrir klúbbatónlist og vilt heyra alvöru lifandi tónlist? Kíktu þá hinn frábæra Teatro Peyrera Ibiza. Algjör snilld. Staður sem er opinn allt árið og er mjög vinsæll hjá eyjarskeggjum. Langar þig að taka salsa kvöld? Kíktu þá á Azúcar Moreno í San Antonio eða Salsa staðinn í Figuretas (man ekki nafnið).
Langar þig að fara í sjósport? Sjóskíði, Banana, Wake board, Parasailing, Jet Ski eða leigja þér lítinn hraðbát? Kíktu þá til Césars í víkinni S´argamassa. „Laid back“ andrúmsloft og mikil fagmennska. Þar er líka góður nuddari á ströndinni.
Ertu hestamanneskja og vilt fara á bak á spænskum hestum, ekkert mál. Ertu fyrir hjólreiðar? Mikið af keppnishjólreiðafólki á eyjunni. Viltu taka smá „hiking“? Fullt af gönguleiðum á litlu fjöllin hér. Hæsta fjall Ibiza er Sa Talaia, ca. 450 mtr. hátt.
Viltu kynna þér söguna, menninguna til forna eða best viðhaldið virki frá 16 öld í Miðjarðarhafinu? Kíktu þá í Dalt Vila (efri bær) sem er 3000 m2 svæði innan virkisveggja í Ibizaborginni. Virkið er á heimsminjaskrá Unesco síðan 1999 og aðgengilegar upplýsingar eru út um allt á 4-5 tungumálum. Á Ibiza er líka eitt merkasta safn Púnverskra minja.
Saltnámur Ibiza, Las Salinas, eru heimur út af fyrir sig. Saltið var gull Ibizabúa í margar aldir. Í dag er enn framleitt salt á eyjunni, um 50 tonn á ári. 10% af þessari framleiðslu fer í borðsalt en 90% fer sem götusalt til Norður Evrópu. Vinnsluaðferðirnar hafa að sjálfsögðu breyst í gegnum tíðina og í dag er þetta meira eða minna unnið með vélum en ekki af verkamönnum, eins og á árum áður. Salinas svæðið er núna þjóðgarður.
Ég hef í þessu bloggi bara aðeins drepið á þeim mörgu hlutum sem tengjast Ibiza, þessari frábæru paradís hér í Miðjarðarhafinu.
Ef þið viljið kíkja hingað þá getið þið fengið allar upplýsingar um eyjuna hjá Trans Atlantic (www.transatlantic.is)
Ég ætla að enda þetta blogg með að leyfa ykkur að njóta þess að lesa mjög skemmtilega grein um Ibiza sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins árið 1977 er Íslendingar byrjuðu fyrst að fara til Ibiza. Greinina skrifaði Gísli Sigurðsson blaðamaður.

Ibiza
Eyjan hvíta hefur hún verið nefnd eftir byggingunum, en Ibiza er græn yfir að líta, gróðursæl og friðsæl. Þar er eitthvað fyrir alla, tízkudvalarstaður hippa, Paradís venjulegra túrista og í seinni tíð eru Íslendingar þar á meðal.
Það þykir sjálfsagður hlutur nú orðið og heyrir eiginlega til lífskjaramarki númer eitt að geta árlega velt sér svo sem tvær til þrjár vikur í makindum á þeim stöðum, sem almenningur nefnir einu nafni Sólarlönd.
Margir þekkja víst Mallorca heldur skár en Vestfjarðakjálkann, Fljótsdalshéraðið, að ekki sé nú talað um Ódáðahraun. Nýlega hafði ég spurnir af hjónum, sem voru að fara í fjórtánda sinn til Mallorca í sumarleyfinu sínu. Ekki hafa þau kvalizt af forvitni eða nýjungagirni. Þeir eru til — og ófáir raunar, sem búnir eru að kemba þessar sólarstrendur einu sinni eða oftar: Costa del Sol suður í Andalúsíu, Kanaríeyjar, Lignano á Adríahafsströnd ítalíu, og í minni mæli. Algarve í suðurhluta Portúgal og Glyfada-ströndina i námunda við Aþenu. Allt er þetta dálítið hvað öðru líkt, þegar til kastanna kemur. Gildi ferða af þessu tagi er þar fyrir ótvírætt og helgast ekki hvað síst af þeirri tilbreytingu, sem nauðsynleg er hverjum manni. Þarna kynnast margir önnum kafnir Íslendingar þeirri hvíld, sem þeir þekkja varla af afspurn heima fyrir, hitinn á sinn þátt í því, enginn sími, engir fundir og kapphlaup við klukkuna. Menn kynnast þvi að geta borðað góðan mat fyrir brot af því sem kostar að snæða á veitingahúsi heima og margir eiga full erfitt með að láta þetta ódýra vín ódrukkið. Í sumar var hamrað á þvi slagorði í auglýsingum, að nú ætti maður að koma með til Ibiza og ég lét vitaskuld ekki segja mér það tvisvar og hefði þó kannski verið nær að slást í för með Þjóðverjum og Spánverjum, sem hingað voru komnir til að sjá Öskju og
Herðubreiðarlindir með eigin augum í þeirri von að Askja og Herðubreiðar lindir verði ögn um kyrrt á sínum stað, var gengið um borð í Flugfélagsþotu á úthallanda degi uppúr réttum og lent í myrkri eftir fjögurra tíma flug á þeirri eyju sem menn nefna nú Ibiza og er í Baleariska eyjaklasanum í Miðjarðarhafinu; spölkorn vestur af Mallorca. Þarna var þá ein paradísin enn, græn og gróðursæl yfir að líta og hafið að sjálfsögðu blátt. Meira að segja ku vera alveg sérstakur blámi á Miðjarðarhafinu, sagði Jón heitinn Engilberts mér og lygndi aftur augunum. „Nú er ég að synda í Miðjarðarhafinu", sagði Jón og tók sundtökin þar sem hann sat í stólnum heima hjá sér. Aftur á móti hefur ævinlega vafizt fyrir mér að sjá þennan sérstaka bláma öðrum bláma fegurri, sem rómantikerar á síðustu öld gerðu frægan, þegar Capri var tízkustaður kóngafólks. Sé himinninn heiður og blár, verður hafið venjulega blátt líka, það er allt og sumt.
Ibiza er á stærð við Reykjanesskagann, gróðursæl með afbrigðum, alsett hæðum og fjöllum og undirlendi sáralítið. Ekki er mannfjöldanum til að dreifa; íbúarnir aðeins 40 þúsund (2010 ca. 120 þús.) og þar af búa 17 þúsund í Ibizaborg (2010, ca. 65 þús.), sem er stærsti bærinn og höfuðstaður eyjarinnar, að hluta ævagamall og skemmtilegur. Verður nánar vikið að því síðar Hinum megin á eyjunni stendur bærinn San Antonío við fallegan fjörð, þar búa 8 þúsund manns (2010, ca. 24 þús.), en aðrir bæir eru mun minni og dreifðir viðsvegar um eyjuna. Innfæddir tala að sjálfsögðu spænsku, en þó öllu fremur sín á milli mállísku sem nefnd er ibicenco (nátengd Katalónsku). Þjónusta við erlenda ferðamenn er vaxandi atvinnugrein og talsverður fjöldi hótela upp risinn í Ibizabæ, San Antonio, St. Eulalia, Cala Portinatx og víðar Allt er það þó smátt í sniðum á móti þeim stóriðnaði í túrisma sem fjöldi Íslendinga þekkir af eigin raun frá Mallorca.
Á Ibiza er enginn yfirþyrmandi mannfjöldi, engin stórborgarumferð Flest er þar þægilegt, ljúft og létt og staðurinn kjörinn fyrir þá, sem vilja afslöppun, næði og hvíld. Ekki svo að skilja að þeir sem vilja snúa við sólarhringnum og ástunda næturglaum og skálaglam geti ekki fundið neitt við sitt hæfi og má i því samhengi minna á að lbiza er einmitt eftirlætisstaður hippa úr nærliggjandi löndum.
Ánægjan af dvöl á Ibiza er eins og annarsstaðar meðal annars fólgin í að kynnast þjóðlegum réttum og ævagömlum matarkúltúr. Um það eru flestir sammála nema Íslendingar, sem reiða með sér saltfisk að borða í sumarleyfinu.
Vissulega minnir Ibiza mest á Mallorca. Þó er þar allt með öðrum brag og flest kemur sem betur fer spánskt fyrir sjónir. Sé komið í þorpin vítt og breitt um eyjuna, sem flest heita eftir kaþólskum dýrlingum, blasir við hvernig alþýða manna lifir og hefur búið til þessa dags. Þar eru engin hótel og hvorki túristar né það hvimleiða sjoppufargan með samskonar drasli, sem fylgir ferðamannastöðum á sólarströndum. Húsin eru yfirleitt hvítkölkuð uppá spánskan máta og kerlingarnar svartklæddar að vanda og skorpnar í framan eins og gamalt bókfell. Þegar betur er að gáð má sjá, að æði margar bera mislitar slaufur, sem kunngerir félagslega stöðu þeirra. Ég man nú ekki litina nákvæmlega lengur, en ekkja í sorg eftir mann sinn ber svarta slaufu, en setur svo upp slaufu í ákveðnum lit, þegar hún er í því standi að vilja giftast aftur. Það eru óneitanlega gagnlegar upplýsingar fyrir lysthafendur. Aftur á móti skyldu menn forðast að fara á fjörur við þær konur, sem bera bláa slauffu; þær eru nefnilega giftar og meira að segja hamingjusamar í hjónabandinu. Varla er það þorpskrýli til, að ekki sé þar vínstofa og alltaf er svo að sjá, að menn hafi góðan tíma til að sitja þar langtímum yfir glasi af San Miguel eða lager. Þessir staðir eru í rauninni félagsheimili, þar sem fólkið hittist daglega og blandar geði. Aftur á móti er minna um sjoppur samkvæmt íslenzku formúlunni, þarsem hávaðasamir unglingar hamast við að reykja í laumi og troða sem mestu í sig af kóki og prinspóló í þjóðbraut.
Sögulegar staðreyndir verða að mestu látnar liggja milli hluta í þessu greinarkorni, enda hefur mér virzt, að hinir hefðbundnu fróðleiksmolar fararstjóranna fari svona yfirleitt inn um annað og út um hitt, þegar blessuð söguþjóðin er komin þangað suðrúr að slappa af. Þetta sker á sína sögu eins og önnur sker, en ekki veit nokkur lifandi sála um upphaf byggðar þar og ekki uppvaktist þar neinn Ari fróði á liðnum öldum að skrá fróðleik um landnám.
Í örstuttu máli: Það er í skrásetningu „Diodoros nokkurs Siculos í 3000 ár“ að eyjarinnar er fyrst getið fyrir að þar búi þá „..barbarar", sem þýddi nokkurnveginn það sama og útlendingar á máli Rómverjans, og þar er borg, kölluð Ebusos og er það nýlenda frá Karþagó, segir hann. Aðrar heimildir nefna, að Karþagómenn hafi reist Ibizaborg árið 654 fyrir Krist og höfðu þeir einkum og sér í lagi ágirnd á salti, sem var og er auðtekið við strendur eyjarinnar (Gísli Sigurðsson, Lesbók Mbl, 27. nóvember 1977).


Til hamingju Beggi...

Gangi þér vel í atvinnumennskunni en þín verður sárt saknað á Ásvöllum.
mbl.is Sigurbergur á leið til Dormagen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópa o.fl.

Það gengur mikið á í íslensku þjóðfélagi í dag. Bein útsending frá alþingi í gærkvöldi var ekki beint til að hressa mann við nema ef vera skyldi fyrir nokkrar sérlega vel skrifaðar og fluttar ræður, vil þó ekki nefna nein nöfn í því sambandi. Einn þingmaður taldi réttast að slá af samninginn við AGS og hætta við umsóknina að ESB. Að hugsa þetta kann að vera í lagi en að láta þetta út úr sér á alþingi er öllu alvarlegra. Ímynd Íslands á alþjóðavettvangi hefur orðið fyrir miklum álitshnekki og ef við tækjum nýjar vinkilbeygjur, eins og þær sem nefndar eru hér að framan, væri til að rústa algjörlega því sem verið er að reyna að byggja upp á þeim rústum sem fyrir eru.
 Af hverju neitum við ekki bara að borga? Vegna þess að við erum þátttakendur í samfélagi þjóða. Við erum aðilar af alþjóðasamningum og þeir samningar byggja á lagalegum samþykktum í milliríkjasamningum.  En við erum ekki að neita að borga við erum búin að samþykkja að borga við erum bara að finna fyrir afli stórþjóða gegn smáríki. Mig langar að varpa þeirri hugmynd hér upp hvað hefði gerst ef til dæmis Hollendingar hefðu verið í okkar stöðu gagnvart Bretum og verið settir á lista yfir hryðjuverkamenn? Ég vil leyfa mér að halda því fram að það hefði allt orðið vitl........ Hollendingar hefðu vafalítið brugðist hart við, slitið stjórnmálasambandi við Breta, kallað sendiherra sinn heim og fengið aðra þjóðir með sér í lið til að FORDÆMA þessa aðgerð Breta. Íslendingar gerðu EKKERT ef frá er tekið hin frábæra hugmynd hjá góðum ljósmyndara að taka myndir af venjulegum Íslendingum með spjaldi sem stóð á að við værum ekki hryðjuverkamenn og einnig voru gerðir einhverjir bolir með hnyttnum setningum á ensku sem útlendingar hafa brosað yfir.  Við erum smáríki sem flestir eru bara ekkert að hugsa um þrátt fyrir að við eigum það til að halda hið gagnstæða. Við setjum í fréttir hjá okkur þegar erlendar fréttastofur hafa áhuga á að ræða við okkur, sama hvort það eru forseti, ráðherrar eða þingmenn. Ef við til dæmis hefðum einhverja alvöru vikt í samstarfi hinna norrænu þjóða hefðu hinar norrænu þjóðir mótmælt harkalega og opinberlega að Ísland hafi verið sett opinberlega á lista með hryðjuverkasamtökum. Hinar norrænu þjóðir hefðu aðstoðað okkur fjárhagslega án tillits til Icesave til að hjálpa hér til við efnahagslega uppbyggingu eins fljótt og vel og hægt væri. Þannig var þetta ekki. Færeyingar lánuðu okkur að vísu pening og eiga heiður skilið fyrir það en aðrir „norrænir vinir“ flykkja sér bak við breska heimsveldið, sorgleg staðreynd að minnsta kosti getur maður ekki lesið öðruvísi í stöðu mála.

Við viljum borga en bara það sem okkur ber, ekki meira en það, á þeim bestu kjörum sem möguleg eru án þess að landið verði keyrt í þrot eða við missum auðlindir okkar í hendur útlendinga. Formaður Sjálfstæðisflokksins taldi að ef AGS væri að láta Icesave stoppa afgreiðslu lána til Íslands væri hann að kominn út fyrir hlutverk sitt og það væri alvarlegt. Þarna er ég sammála en hvert er hægt að klaga? Getum við fengið fyrirgreiðslu annars staðar viðlíka þeirri sem koma skal frá AGS til að hér geti hafist efnahagsleg uppbygging? Ég er mjög hlynntur því að fá 2 þúsund milljarða að láni frá Norðmönnum og sleppa AGS. En er það raunhæft? Með hvaða skilyrðum myndu Norðmenn lána okkur? Er ekki ákveðinn álitshnekkir í því að AGS hafi ekki vilja afgreiða lánaumsókn okkar þrátt fyrir nægan tíma til þess, sé það vegna Icesave eða einhver annars. Niðurstaðan er þessi að við sitjum uppi með afleiðingar af lélegu regluverki, fáránlega áhættusömum bönkum, litlu hagkerfi og gjaldmiðli, svo eitthvað sé nefnt. Þjóðin á rétt á því að vera reið yfir þessu bulli. Þjóðin á rétt á því hinir ábyrgu verði dregnir til ábyrgðar, þeir hafa að vísu tapað æru sinni en lög og regla hlýtur að ná yfir eitthvað af þessari vitleysu, annað væru mikil vonbrigði fyrir íslenska þjóð. Þetta tekur tíma og þolinmæði hefur aldrei verið sterkasta hlið Íslendinga en svona er þetta.

Það er alveg ótrúlegt að þrátt fyrir að umsóknarferlið að aðild að ESB sé hafið þá vantar góðar aðgengilegar ópólitískar upplýsingar fyrir Íslendinga til að kynna sér kosti og galla þess að ganga í ESB. Fólk heldur þetta og fólk heldur hitt. Ég rakst á frábæra síðu sem Írar settu fram vegna atkvæðagreiðslunnar 2. október um Lissabon sáttmálann. Síðan er sérlega vel gerð og aðgengileg ásamt því að tekið er fram að tilgangur hennar SÉ að veita upplýsingar en EKKI til að hafa áhrif á val kjósenda.

Kíkið á hana hér: http://www.lisbontreaty2009.ie/

Baráttukveðjur,

Sigurjón Sigurðsson.


Næsta síða »

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband