Silfur Íslands.

Þegar ég sat og horfði á söngvakeppnina s.l. laugardag þá verð ég að viðurkenna að ég fylltist miklu stolti yfir framlagi okkar og ekki gladdi niðurstaðan mig minna, annað sætið er frábær árangur. Sama hvað má segja um þessa umdeildu keppni þá var framlag okkar frábært, landi og þjóð til sóma. Til sóma var líka íslenska handboltalandsliðið í Peking sem náði, eins og Jóhanna og félagar, silfrinu í hús. Þegar eins lítil þjóð eins og Ísland nær viðlíka árangri í keppni við milljónaþjóðir er ástæða til að gleðjast og minnast þess krafts og þeirrar elju sem býr í þjóðinni.

Við lifum nú á miklum umbreytingartímum og enginn veit hver lokaniðurstaðan verður fyrir íslenskt samfélag. Stjórnmálamenn tala nú frá þingsetningu til þjóðarinnar og flestir hafa þeir eitthvað til síns máls á meðan annað hljómar afar undarlega. Ég tel að núverandi staða sé yfir allar flokkslínur hafin.
Á að hefja aðildarviðræður að inngöngu Íslands í ESB? Ég vildi að ég gæti hér talið nákvæmlega upp kosti og galla við þetta stóra mál en það virðist einnig vefjast talsvert fyrir stjórnmálamönnum okkar enda vandséð um útkomuna nema farið verði í aðildarviðræður.
Margt er óljóst en ég get nefnt eitt dæmi um mismun á stöðu t.d. Íslendings og Spánverja í núverandi kreppu, kreppan á Spáni er djúp og þeir oft nefndir sem dæmi um þjóð sem er innan ESB og er að ganga í gegnum mjög erfiða tíma.
a) Íslendingur keypti íbúð 2007 á kr. 30 milljónir. Hann borgaði 10 milljónir út og tók lán fyrir   mismuninum. Honum var ráðlagt að taka lánið í erlendri mynt því það væru lægri vextir á þeim lánum og forsöguleg gögn á gengi krónunnar bentu til að gengistryggð lán væri góður kostur.
Hver er um það bil staðan á þessum einstaklingi í dag? Gera má ráð fyrir að lánið standi í ca. 40 milljónum vegna veikingu krónunnar. Gera má ráð fyrir að íbúðin sé að hámarki 25 milljóna virði. Þessi aðili hefur því vegna afar daprar efnahagsstjórnar tapað því eigið fé sem hann lagði í íbúðina ásamt því að upprunalegt lán hans hefur tvöfaldast. Segjum að hann geti selt íbúðina á 25 milljónir þá ætti hann að hafa tapað ca. 5 milljónum af eigið fé (mínus vexti) en í stað þess þá situr hann uppi með 15 milljón króna skuld. Ef viðkomandi lendir svo í launlækkun eða vinnumissi þá er ekki að sökum að spyrja.
b) Spánverji sem gerð það sama. Það er að kaupa sér íbúð árið 2007 borgaði 250 þúsund evrur fyrir hana. Hann tók lán upp á 168 þúsund evrur til tuttugu ára og borgaði með eigið fé mismuninn, eða 82 þúsund evrur. Húsnæðið hans hefur lækkað í verði og er í dag getur hann fengið um 200 þúsund evrur fyrir íbúðina. Hann lendir í því mikla atvinnuleysi sem nú er á Spáni (ca. 18%) og neyðist til að selja íbúðina sína. Hann selur íbúðina og borgar upp lánið sem á henni hvíldi. Eftir þessi viðskipti hefur þessi einstaklingur orðið fyrir tjóni en á þó enn ca. 30 þúsund evrur af því eigið fé sem hann lagði í fjárfestinguna en lánið er uppgreitt. Vextir þeir sem bankinn tók á tímanum eru rúm 5% og lánið er ekki verðtryggt.

Þetta er tilbúið dæmi en nokkuð nærri lagi. Það sem skiptir máli hér er að fólk geri sér grein fyrir því að þessi óstöðugleiki sem fylgir veikum gjaldmiðli og dapri efnahagsstjórn er ekki búandi við, það hlýtur hvert mannsbarn að sjá.
Það mætti líka nefna mýmörg dæmi um fleiri fjárfestingar, t.d. vegna bílakaupa. Auðvitað gildir hið forkveðna "veldur sá er heldur" og hægt er að segja að þeir sem völdu myntkörfulán voru að freista þess að borga minna en hinir sem völdu krónulán og eigi bara að taka því. En vegna hruns krónunnar þá hafa þeir sem tóku verðtryggð krónulán heldur ekki sloppið við töluverða hækkun á sínum lánum.

Nú gæti einhver réttilega bent á að ekki megi gleyma því að með veikingu krónunnar fáum við meira fyrir afurðir okkar í krónum talið en vandamálið er í þetta sinn þannig vaxið að helstu útflutningsgreinar okkar eru mjög skuldsettar og mikið af þeim skuldum er í erlendri mynt.
Er þá ekkert ljós í þessu ástandi? Jú það er vissulega ljós en það mætti birta það verulega. Nefna má að vöruskiptajöfnuður okkar við útlönd er aftur jákvæður sem þýðir að við erum að afla meiri gjaldeyris en við erum að eyða í innfluttar vörur. Fólki hefur líka talað um að fjölskyldutengsl hafi styrkst og að margir beri meiri virðingu fyrir vinnunni sinni núna o.fl.

Ég vona að þeir aðilar sem hafa verið fengnir sérstaklega í að rannsaka bankahrunið séu starfi sínu vaxnir. Það er KRAFA þjóðarinnar að ekki verði gefið eftir í þeim efnum og ég vona að yfirvöld haldi ekki að þjóðin muni sætta sig við að sigla lygnan sjó frá þeim mikilvægu málum. Það er ljóst að þessi mál eru flókin og umfangsmikil og því verður þetta fólk að fá sinn tíma til að vinna þessa vinnu en mikilvægt er að þjóðin fái að fylgjast með þróun mála, eins og mögulegt með rannsóknarhagsmuni að leiðarljósi.

Mig langar að rifja upp fyrir ykkur stöðu bankanna (þriggja stóru) um mitt ár 2007. * Hreinar vaxtatekjur bankanna á fyrri hluta ársins 2007 fóru yfir 78 milljarða. Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 76 milljörðum króna árið 2006.
* Eigið fé bankanna í lok júní 2007 nam 636 milljarða króna sem var jafnt heildarmati allra fasteigna í Kópavogi og Hafnarfirði 2006/2007.
* Heildareignir bankanna í lok júní 2007 voru 9.500 milljarðar króna. Það voru þá sexfaldar hreinar eignir lífeyrissjóðanna.
(heimild: Markaðurinn 8. ágúst 2007).
* Ári síðar, eða í júní 2008 mátu bankarnir eignir sínar 14.400 milljarða.
(heimild: http://www.amx.is/vidskipti/6421/

Þessar tölur sýna að um gríðalega fjármuni er (var) að ræða.
Nýir efnahagsreikningar bankanna hafa ekki enn verið birtir enda ekki auðsótt mál að gera sér grein fyrir eignastöðunni en ljóst er að í þessum eignasöfnum var mikið af skuldabréfum sem krossuðu á milli bankanna ásamt skuldabréfum frá stórum aðilum sem eru komnir í þrot eða á leiðinni þrot. Mikið af fjármunum hefur tapast og það er alltaf slæmt en verra er þó að þjóðin situr uppi með stórtjón vegna þessara fyrirtækja enda eru bankar engin venjuleg fyrirtæki, því hafa Íslendingar fengið að kynnast.
Mikilvægt er því að allar fyrirgreiðslur, veð og peningaflutningar sem tengjast rekstri þessara banka mánuðum fyrir hrun sé vel skoðað, þjóðin á heimtingu á því að yfirvöld beiti sér af fullum krafti til að endurheimta allt það fé sem hægt er og að refsa þeim sem sök eiga, hafi lög verið brotin.

Ég vil að lokum velta því fyrir mér hvort við getum ekki selt eitthvað af fínu sendirráðunum okkar erlendis og skorið niður eins og hægt er í þeim hluta ríkisútgjaldanna og nota það fé til hjálpar hér heima, af nógu er af taka.

Mbk. Sigurjón Sigurðsson        


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband