Þjóðarskútan er strönduð, nýja áhöfn STRAX.

Ef við tölum um siglingar í samhengi landsins okkar þá hefur þjóðarskútan sannarlega siglt í strand. Það er í sjálfu sér mjög alvarlegt mál en öllu verra er að upplifa að áhöfnin sem stóð fyrir strandinu neiti að fara frá borði. Það er leitun að Íslendingi sem ekki hefur orðið fyrir barðinu á strandinu og einnig er leitun að fólki hér á landi sem finnst réttlætanlegt að sama áhöfn haldi áfram. Fólk er hrætt, reitt og öryggislaust enda er efnahagsleg tilvera margra í uppnámi. Ég vil ekki halda því fram að þeira sem sátu og sitja við stjórnvölinn séu "ónýtir" eða vonlausir, alls ekki, en þetta fólk gerði sér ekki grein fyrir hvert stefndi, hlustaði ekki á varúðarorð og því fór sem fór. Þjóðin hefur enga tryggingu fyrir því að þetta sama fólk sé "rétta" fólkið til að draga skútuna á réttan kjöl og heldur ekki fyrir því að þetta sama fólk muni sigla henni aftur í strand þegar um hægist. Í raun eru trúverðugleiki, ábyrgð og virðing það sem fólk almennt vill tengja við stjórnmálamenn og stjórnendur. Þessir þættir eru ekki lengur fyrir hendi hjá þeim sem stýrt hafa skútunni og vilja gera svo áfram, það er alveg kristaltær staðreynd.

Þjóðin hefur verið að mótmæla ástandinu og aðgerðaleysinu. Allt á að vera upp á borði en sumt þolir ekki dagsljós og væntanlega mun margt ekki koma fram enda eru margir stjórnamálamenn okkar svo þvældir inn í vef viðskiptaumhverfisins og munu væntalega, bak við hinu stóru tjöld, beita áhrifum sínum svo þetta geti lent "mjúklega" framhjá augum almennings. En almenningur er það afl sem getur stöðvað þetta og ég vona að sú verði niðurstaðan.

Í íþróttum er stundum talað um að spila eins fast og dómarinn leyfir og það er nákvæmlega það sem leikmenn (viðskiptamenn og bankastjórnendur) gerðu. En hver hefði átt að taka í taumana? Fyrir utan ríkistjórnina og ráðuneytin er ekki hægt að horfa framhjá banka bankana, Seðlabankanum og síðan Fjármálaeftirlitinu.

 Á fyrri hluta árs 2001 tók Seðlabanki Íslands upp nýja peningastefnu þar sem verðbólgumarkmið og fljótandi gengi eru megin stýritæki. Skoðum nánar þessi markmið:

 "Meginmarkmið Seðlabankans er stöðugt verðlag, skilgreint sem hækkun neysluverðs um 2½% á tólf mánuðum.

Þolmörk
Stefnt er að því að verðbólgan verði að jafnaði sem næst verðbólgumarkmiðinu. Víki hún meira en 1½ prósentu í hvora átt
ber Seðlabankanum að gera ríkisstjórninni opinberlega grein fyrir ástæðum þess og leiðum til úrbóta.

Leiðir
Helsta tæki Seðlabankans til að ná verðbólgumarkmiðinu eru vextir á sérstökum lánum gegn veði til lánastofnana. Telji bankinn ástæðu til getur hann einnig átt viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri í því augnamiði að hafa áhrif á gengi krónunnar og þar með verðlag." (http://sedlabanki.is/?PageID=3)

Þessi markmið eiga fyrst og fremst að leiða til verð - og fjármálastöðugleika. Hvernig finnst ykkur Seðlabankanum hafa tekist til? Falleinkunn???

Þessi lán til veði tilhanda lánastofnunum eru nú í uppnámi vegna hruns lánastofnana. Það virðist sem þessi bréf hafi verið svokölluð "ástarbréf" eða ákaflega vonlítil veð. Hvernig stóð á því að bankinn samþykkti þessi veð? Voru áreiðanleikakannanir ekki gerðar á styrk þessara veða? Að minnsta kosti er staðan sú að ríkið er nú búinn að taka þessi bréf yfir sem eru upp á einhvera ca. 200 milljarða og byrjaði á að afskrifa tugi milljarða þeirra. Ef ríkið hefði ekki gert þetta væri Seðlabankinn tæknilega gjaldþrota. Á hreinni íslensku lendir þessi vitleysa öll á ríkiskassanum og er alveg óvíst um hve mikið af þessum bréfum fást greitt, þ.e.a.s. þeim sem voru ekki afskrifuð strax.

Skoðum annan þátt er tengist yfirstjórn þessa mikilvæga banka bankanna. Í núgildandi lögum um Seðlabankann (Tóku gildi 23. maí 2001. Breytt með l. 129/2004 (tóku gildi 31. des. 2005) er m.a. ekkert kveðið á um hæfniskröfur og sérstaklega er tekið fram að ekki þurfi að auglýsa embættin laus til umsóknar (http://www.althingi.is/lagas/nuna/2001036.html). Hvernig á Seðlabanki sem stjórnað er eftir slíkum ramma að hafa trúverðugleika? Ég hef persónulega ekkert á móti neinum þeim er situr við stjórn í Seðlabankanum nema hvað þeir ættu að víkja skilyrðislaust úr stólum sínum. Breyta á fyrrnefndum lögum og ráða einn Seðlabankastjóra á FAGLEGUM grundvelli. Þessi skilaboð þola enga bið ef mönnum er alvara með að byggja aftur upp þann trúverðugleika sem Seðlabankinn verður að hafa og um leið rétta stefnu peningamálastefnu sem stóðst ekki.

Fjármálaeftirlitið er einnig miklvægur þáttur í fjármálakerfi okkar eða átti a.m.k. að vera það. Kíkum á heimasíðu FME:

"Stefna FME

Öflugur fjármálamarkaður er þjóðfélagslega mikilvægur. Á næstu árum má búast við örum breytingum, frekari vexti og aukinni alþjóðavæðingu. FME vill hafa jákvæð áhrif á þróun markaðarins og stuðla að traustri fjármálastarfsemi. Til þess þarf skýra stefnu, skilvirka innri ferla, hæft starfsfólk og fyrirmyndar upplýsingakerfi.

FME ætlar sér:

  • Að vera mótandi og stuðla að traustri fjármálastarfsemi.
  • Að vera þekkt fyrir fagmennsku, áreiðanleika og árangur.
  • Að njóta virðingar og trausts.
  • Að vera góður og eftirsóknarverður vinnustaður." (http://fme.is/?PageID=24).

Hvernig finnst fólki FME hafa tekist til við að ná markmiðum sínum? Falleinkunn??

Þann 8. janúar sl. birtist frétt á mbl.is þar sem vitnað er í fyrrverandi lögfræðing FME, Elínu Jónsdóttur, þar sem hún lýsir viðbrögðum bankamanna við heimsóknum og spurningum FME.
„Ég man eftir fundum þar sem maður sat við langborð í stórum fundarherbergjum og á móti manni var þéttskipaður hópur af lögfræðingum og yfirmönnum bankans, allir rauðir í framan af reiði vegna afskiptasemi Fjármálaeftirlitsins,“

Fyrir nokkrum árum hafi laun starfsmanna FME verið samkeppnishæf, en síðan hafi ekki reynst unnt að keppa við bankana. Því hafi ekki tekist að halda lykilstarfsmönnum. Elín segir að eftir á að hyggja hefði átt að vera hægðarleikur að láta eftirlitsgjaldið, sem bankarnir greiða, fylgja vexti í fjármálageiranum (http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/08/raudir_i_framan_af_reidi/)

Hvernig á FME að vera með trúverðugt eftirlit með þeim sem fjármagna í raun starfssemi þess?

Nýverið kom frétt um að FME hafi borist skýrslur frá endurskoðendafyrirtækjunum sem skoðuðu bankanna vegna falls þeirra. "Allt upp á borði" var og er vinsælt hjá stjórnmálamönnum þegar þeir eru spurðir áðurnefndar skýrslur hafa samt ekki enn verið birtar né nokkur úrdráttur úr þeim. Væntalega þola þær illa dagsljósið, eða hvað er verið að fela fyrir almenningi? Kannski eru þær fullar af viðskiptavinklum sem eru svo flóknir og torskyldir að FME sjáflt á erfitt að botna í þeim? Dæmi um einn slíkan vinkil er þessi dæmalausi gjörningur Kaupþingsmanna stuttu fyrir hrun bankans að selja Sheikh Muhamed nokkur prósent í félaginu sem virðist ekki hafa þjónað nokkrum öðrum tilgangi en að reyna að auka trúverðuleika bankans og forða bréfum hans frá falli. FME er nú að rannsaka þessi viðskipti og hægt er að lesa sér til um hvernig þetta var framkvæmt á: http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/01/16/fme_rannsakar_hlutabrefakaup/

Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum hvernig menn teygðu sig í allar áttir við að halda hriplekri skútu á floti fyrir framan augu máttlítilla og vanhæfra eftirlitsaðila.

Maður gat ekki annað en hlegið þegar Spaugstofan kom fram með "Nýja Guðjón"  sem búinn var að afskrifa allt sem "gamli Guðjón" hafði skuldað. Ég er með persónulegt dæmi um eitt svona mál er tengist  "gamla" Landsbankanum. Fyrir hrun Landsbankans óskaði ég eftir í mjög greinargóðum tölvupósti að ákveðin bréf sem ég var með hjá þeim yrðu seld. Það var ekki gert nema að hluta og átti að klára málið eftir helgi, sem var vitanlega of seint. Sá "gamli" var farinn og "nýji" LÍ tekinn við. Ef ég hefði eitthvað við vinnubrögð "gamla" LÍ að athuga yrði ég að eiga það við þann "gamla," kæmi hinum "nýja" ekki við. Ég talaði við umræddan starfsmann og honum þótti þetta leitt....
Banki gefur aldrei neitt eftir og bankamenn, og fleiri, hafa lengi haft horn í síðu svokallaðra kennitöluflakkara sem fara í þrot, skilja eftir sig sviðna jörð og rísa svo aftur upp með "hreint" borð.... minnir þetta eitthvað á "gömlu" og "nýju" bankana?

Það verður að hafa í huga að þessar hamfarir eru ekki eins og "skyndilegur" jarðskjálfti eða eldgos, þetta var sannarleg fyrirséð og aðvörunarljós voru búin að blikka sig hás.

Snúum bökum saman og byggjum upp betra Ísland.

Mbk. Sigurjón Sigurðsson

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband