Vandræði flaggskipa útrásarinnar ofl.

Ég verð að viðurkenna að ég bjóst ekki við að fá fréttir eins og þær sem við höfum undanfarið fengið af efnahagsástandinu, manni bregður eftir allt góðærið og allar þær yfirlýsingar og kaupgleði sem hefur einkennt íslensku útrásarfyrirtækin og bara flesta landsmenn.
Í sögubókum framtíðarinnar verður líklega fjallað um þetta "gullaldarskeið" með þeim hætti að allt hafi verið keyrt upp og mikið fjárfest og útrás og fjárfestingar erlendis hafi verið heimsmet. Einnig hafi stýrivextir verið himinháir. Margir erlendir greinendur hafi fjallað um þetta sem hættulega stefnu og froðu og svo kemur spurningin, virkaði þetta svo? Neibb, virkaði ekki og landið gekk í gegnum mikla og erfiða efnahagslægð í framhaldinu.
Ekki dettur mér í hug eitt augnablik að einhver einn eða eitthvað eitt fyrirtæki beri ábyrgð á þessu en það hefur aftur á móti komið í ljós hvað skurninn er þunnur þegar á móti blæs. Þetta minnir á gamlan og góðan brandara með kaffihúsakörlunum með sjónvarpið og heimatilbúna loftnetið, "virkaði það? nei það virkaði ekki".

Ég er sammála þeim sem verja hvað stjórnmálamenn og fleiri sem eru varkárir í yfirlýsingum við blaðamenn, allar yfirlýsingar í þessu árferði eru stórhættulegar. Það eru eflaust margir sammála mér í því að við hefðum viljað sjá þessar aðgerðir, sem er verið að vinna að um helgina, mikið fyrr þar sem það er fyrir þó nokkru ljóst hvert málin voru að þróast.

Ég verð líka að segja að ég skora á fólk að kynna sér heimasíðu Seðlabankans. þar koma reglulega fram fréttir og til að mynda birtist þessi frétt 25. mars sl. þar sem fjallað eru um aðgerðir bankans til að létta undir fjármálafyrirtækjum.
http://www.sedlabanki.is/?PageID=13&NewsID=1691
Ég set þetta bara inn sem dæmi um að bankinn hefur ekki horft aðgerðarlaus á en þessar aðgerðir dugðu skammt, eins og hefur komið á daginn. Það er ekki auðvelt að rýna í hvað bankinn hefði átt að gera og hvað ekki en þó er ljóst að fyrr á árinu hefði verið rétt að styrkja gjaldeyrisvarasjóð okkar en það er þó ekki víst að sú styrking hefði nægt til að verja krónuna frá því falli sem hún hefur verið í...... Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á og sérfræðingar bankans reyna auðvitað að leggja til þær lausnir sem eru innan reglna bankans og taldir þeir bestu hverju sinni, ég vona að fólki detti ekki annað í hug.

Að lokum er bara eitt, verum bjartsýn og lítum á það jákvæða við þetta sem er að við hljótum að læra af reynslunni, ég er að minnsta kosti búinn að því :)

Mbk. Sigurjón Sigurðsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband