,,Pídele cuentas al rey"

Þetta er nafn á Spænskri mynd frá árinu 1999 sem ég horfði á nú í vikunni. Titillinn þýðir eitthvað á þá leið ,,Biddu kónginn um reikningsskil"

Þessi mynd er alveg ótrúlega mögnuð. Hún segir frá Fidel nokkrum námumanni í Austrias á Spáni sem fær nóg af meðferð námufyrirtækja á starfsmönnum sínum. Tíð slys og lokanir er það sem við þeim blasir og hann ákveður að rölta nokkur hundruð kílómetra, frá Austurias til Madrid, til að hitta kónginn og krefja hann um 35. grein spænsku stjórnarskráarinnar sem segir að allir Spánverjar eigi rétt á virðingarverði vinnu.

Fidel heldur fyrst af stað með konu og barn en á miðri leið veikist faðir konu hans og er lagður inn á spítala svo hún og barnið halda heim en Fidel heldur ótrauður áfram.
Á leið sinni lendir hann í ýmsum uppákomum, bæði góðum og slæmum. Þau voru rænd af óheiðarlegum flakkara en fengu líka óvænta hjálp frá öðru góðu fólki.

Fidel fékk sínar 5 mínútur með kónginum og gengið var í að fara yfir mál þessa námufólks og að finna því aðra viðunandi vinnu. Fidel vinnur nú við að framleiða leikföng í Alicante :)

Ég dáist af mönnum eins og Fidel. Fá nóg af óréttlæti og gera eitthvað í málinu en sitja ekki bara yfir kaffibollanum heima og rífast út í allt óréttlætið í kringum okkur.

Ómar Ragnarsson er eini ,,Fidel" okkar Íslendinga, sem ég man eftir. Hann fórnaði tíma sínum og meira en öllum peningum í að berjast fyrir því að stærsta framkvæmd Íslandsögunnar yrði stoppuð.

Ég myndi gjarnan vilja sjá fleiri íslenska ,,Fidel" koma upp á yfirborðið. Fólk sem segði stopp við íslensku okri og óréttlæti. Dr. Gunni er að vísu byrjaður en ég sakna þess að hann gangi ekki lengra og fá fólk út en sé ekki bara að pirrast yfir okri á heimasíðu sinni.

Þegar ég sagði Spánverjunum um daginn frá íslenskum stýrivöxtum 14,5% þá trúðu þeir ekki sínum eigin eyrum og sögðu allir, þetta minni á 3ja heims ríki. Hversu lengi ætlum við að láta yfir okkur ganga? Hvenær vaknar íslenski víkingurinn og gerir eitthvað í málinu en hættir að láta ,,kvartarann" sofna á korteri?

Spyr sá sem ekki veit en ég veit það þó að þetta ástand er ekki varanlegt og lendingin getur orðið ansi hörð ef ekki verður af fullri alvöru og einurð spyrnt við fótum.

Mbk. og ég minni á kántrýballið á laugardaginn á Ásvöllum. Húsið opnar 23 og miðasala er á fullu á Olísstöðvunum.

Sigurjón Sigurðsson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Fínn lestur og Ómar er alltaf flottur

Jónína Dúadóttir, 31.10.2007 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1013

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband