London og nýja Haukalagið :)

Nú er ég kominn til ,,litlu" systur sem býr á sérdeilis frábærum stað í London, Knightsbridge.

Dagurinn er búinn að vera erfiður en flugið út var fínt og ég sat við hliðina á frábærum gaur sem er forstjóri eins fyrirtækjana sem á stóran hlut í þessu svo mjög umdeilda félagi, Reykjavík Energy Invest. Hann vildu nú lítið tjá sig um málið en sagði þó að hann hefði heyrt að þetta hefði verið ,,clumsy" (klaufaleg) afgreiðsla. Við sem höfum nú aðeins sterkari skoðun á þessu hefðu sagt að þetta hefði verið ansi varfærnislega að orði komist enda kannski ekki skrýtið miðað við stöðu þessa ágæta manns.

Saga þessa náunga er samt mögnuð. Hann er frá Ástralíu og var að vinna í þessum málum þar s.s. að nýta hitaveitu til að framleiða rafmagn og stuðla á þann hátt að umhverfisvænum lausnum.
Hann hafði séð upplýsingar á netinu um ákveðið fyrirtæki sem var að gera það sama á Íslandi og hreifst af þeim og ákvað að hringja í þá og viti menn auðvitað voru Íslendingarnir ,,geim" í samstarf.

Hann flaug yfir, 26 tímar...., og til að gera langa sögu stutta þá varð til samruni úr þessu sem hefur skilað miklum árangri.

Þessi maður sagði um Íslendinga að hann væri svo hrifinn af þessum krafti og áræðni sem byggi í þjóðinni, nákvæmlega það sem ég var að blogga um fyrir stuttu, það hlýtur að búa kraftur, þor og áræðni í fólki sem er komið af fólki sem stóð af sér harðindinn hér í ,,gamla daga".

Ég vona að Vilhjálmur og hans menn í meirihluta borgastjórnar fari sér nú HÆGT í allar ákvarðanir og fái FAGLEGAR ráðleggingar um næstu skref, í guðanna bænum, það er nóg komið af pukri og skyndiákvörðunum.

Ég var að fá nýja Haukalagið sent áðan í tölvupósti. Mér líður eins og stoltum faðir þar sem ég átti hugmyndina og samdi textann.

Takk Birgir Nielsen og þeir sem spila lagið + takk Páll Rósinkrans fyrir flottan söng + takk Addi 800 fyrir gott mix. Ef ég er að gleyma einhverjum þá biðst ég afsökunnar.

Lagið verður frumflutt á leik Hauka og Stjörnunnar á Ásvöllum á laugardaginn. Leikurinn hefst kl. 16.00 og eru nánari upplýsingar um dagskrá á prinsvaliant.is

Lagið fer síðan á Cd og verður selt á Ásvöllum og á völdum Olísstöðvum.

Tryggið ykkur miða á Kántrýballið 3. nóv. Sala er hafin hjá Olís.

Kær kveðja frá Londrés :)

Sigurjón Sig.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband