Strandakirkja í Selvogi.

Ég átti svaka fínan sunnudag í gær, eins og flesta síðan ég hætti að eyða þeim í þynnku.

Mamma hringdi í mig og bauð mér með sér í messu í Strandakrikju í Selvogi. Ég dreif mig og sé ekki eftir því. Dagurinn var fallegur og aldrei eins og vant, er mér sagt, var bara logn í Selvogi. Selvogur á sér annars sérstakan stað í mínu lífi. Þegar ég var í sveit hjá afa & ömmu í Ölfusi vorum við með í mörg ár stúlku frá Selvogi. Stúlka þessi var tölvert seinþroska og kom frá bæ sem heitir Gata. Þegar ég var lítill og fólkið úr Götu kom í heimsókn tætti ég alltaf inn í bæ því þetta fólk var án gríns eins ,,the Brady Bunch" mjög sérkennilegur flokkur. Ég man alltaf að amman hér Neríður, nafn sem ég hef hvorki þá né síðan aftur heyrt á annarri persónu.

Messan var í höndum Baldurs Kristjánssonar prests úr Þorlákshöfn. Mikið óskaplega gerði maðurinn þetta vel. Hann talaði bara hreint út og var ekkert að lengja hlutina og hafði messuna stutta þar sem veðrið var gott. Hann talaði m.a. um gildi þess að gefa af sér og gefa með sér. S.s. hve auðvelt væri að týna sér í góðærinu og gleyma lífsins gildum og því að það besta í lífinu er í raun frítt, ást og kærleikur (hann sagði þetta að vísu ekki en mér finnst það bara eiga svo vel við að ég læt það fylgja).

Ég skora á alla að kynna sér Strandakirkju og sögu hennar, mögnuð kirkja með magnaða sögu.

Mbk. Sigurjón Sigurðsson.

 es.

Ég stend við að bjóða öllum bloggvinum sem vilja koma á ballið 3. nóv.
S.s. þeir sem vilja mæta sendið mér póst á sigurjon@heima.is

Nánari upplýsingar vegna sveitaballs að hætti Klaufanna að Ásvöllum 3. nóvember n.k.

Verkefnið:
Hljómsveit:
 
Klaufar frá Selfossi. Gáfu út plötu í sumar. Komnir í gullplötusölu án þess að selja EITT eintak í gegnum 365 miðla. Hún er bara seld hjá N1 og á völdum stöðum á Selfossi.
http://myspace.com/klaufar
Gestasöngvarar:
Birgitta Haukdal  og Tamra Rosanes sem er frægasta kántrýsöngkona dana og mjög þekkt víðar.
http://www.tamrarosanes.dk/

Kynnir:
Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari, tónlistarmaður og umfram allt kúreki
J
Íslenskir kúrekar mæta á svæðið.

Tími:  Húsið opnar  kl. 23.00
Áætlaður fjöldi ca. 1.500 manns.
Veitingar seldar á staðnum.

Ekkert ráp inn og út af tónleikunum verður í boði.

   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Ég held að ég verði ekki í bænum 3. nóv. en ef ég kem suður, næ ég bara í miðann til þín

Strandakirkja er einstök; staðsetningin, sagan, öll áheitin, kirkjan sjálf. 

Kolgrima, 9.10.2007 kl. 00:10

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

vá en spennó...góða skemmtun

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.10.2007 kl. 01:03

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Aldrei komið í Strandakirkju, á áætlun næsta sumar. Gangi þér vel með tónleikana, ég fæ að eiga miðann inni

Jónína Dúadóttir, 9.10.2007 kl. 07:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband