6.10.2007 | 20:58
Ísland, landið mitt.
Það er stundum magnað að hugsa til þess hvað það er stutt síðan að fólk á Íslandi hafi búið í torfkofum og ef íslensku dugnaðarskepnunnar, sauðkindarinnar, hefði ekki notið við værum við ekki hér í dag því það þarf enga massa rannsóknarvinnu til að komast að því að sauðkindin hélt lífi í fólki hér á árum áður.
Mér finnst líka gaman að því hvað það er mikið af öflugu og skapandi fólki hér á landi og miðað við hina margfrægu höfðatölu er varla hægt að finna annað eins hlutfall af fólki með gargandi hæfileika í öðru landi.
En það er spurning hvort þetta sé nokkuð skrýtið. þeir sem stóðu af sér Ísland hér á árum áður með þeim aðstæðum sem hér voru hljóta auðvitað að hafa verið mikil hörkutól og ekki ónýtt að vera komin af þessu fólki.
Þessi kraftur, elja og sköpunargáfa er mögnuð en líka hættuleg. T.d. eru ekki allir að átta sig á því að þegar við ákváðum setja hagkerfið okkar á rauða svæðið tókum við mikla áhættu. Við náðum hagvexti upp í ca 7% en á sama tíma ruku stýrivextir upp því peningamarkaðsstefna Seðlabankans fór í gang með að reyna að stoppa hina miklu einkaneyslu sem rauk í gang. En hagfræðingar hafa bent á að það eru ekki vextirnir sem stýra neyslunni heldur gengi krónunnar og þvi hæpið að hafa vextina svona gríðalega háa því það þýðir að hin svonefndu Jöklabréf seljast sem aldrei fyrr og eftirspurn eftir krónu eykst sem strykir hana sem þýðir að innflutningur er ódýrari sem þýðir að fólk kaupir og kaupir og kaupir.
Ég er núna að skrifa upp í rúmi og að horfa á nýjan þátt hjá RÚV. Stjórnendur eru Ragnhildur Steinunn og Gísli (Út og Suður).
Ég var með Gísla í ,,gamla" Samvinnuskólanum og hann var alltaf flottur og fyrir þá sem vilja vita þá er Gísli ,,orginal" sveitatútta og hann er ekkert að djóka með það, er úr Borgarfirðinum, ef ég man rétt. Ég hefði samt ekki spáð því að hann ætti eftir að verða sjónvarpsmaður en svona er þetta stundum, Gísli var og er amk toppnáungi.
Ég er ekki alveg að átta mig á þessu máli með Orkuveituna. Ég vil ENN og aftur ítreka að þegar stjórnmálamenn eru að sýsla með peninga almennings fylgir því gífurleg ábyrgð. Eitt af því er að það er mjög hæpið að almenningur sé tilbúinn að samþykkja að verið sé að setja þessa peninga í áhættufjárfestingar. Ástæðan er sáraeinföld við viljum ekki sjá að þessir peningar brenni upp vegna þess að eitthvað í ytri aðstæðum var síðan ekki eins og menn héldu osfrv. Þá koma menn fram í Kastljósi og segja að þeir hefðu ekki getað vitað af þessu og nú hafi menn lært af reynslunni osfrv. EN reynslan t.d. í máli Orkuveitunnar gæti kostað 2,3 milljarða króna sem er bara ekkert klink. Ég skora á þessu menn að segja bara upp nú þegar hjá fyrirtækjum í almannaeign og stofna eigið fyrirtæki og taka áhættu með sína peninga og græða þannig, ÞANNIG Á AÐ GERA ÞAÐ.
Er það ekki rétt munað hjá mér að Síminn okkar blessaður hafi tapað einhverri gríðarupphæð fyrir nokkrum misserum í svona áhættufjárfestingu, það var gleymt á nokkrum vikum enda minni Íslendinga þegar svona mál eru annars vegar oft kennt við Gullfiska.
Ég vil að lokum þakka Spaugstofumönnum með miklu miklu betri þátt en síðasta vetur. Betur skrifað og þessir gestaleikarar alveg frábærir, Laddi er auðvitað þjóðargersemi en mitt uppáhald er þó Jón Gnarr, hann getur gjörsamlega látið mig sjá stjörnur af hlátri.
Njótið kvöldsins.
Sigurjón Sigurðsson
Um bloggið
Sigurjón Sigurðsson
Bloggvinir
- alla
- andres
- agustolafur
- baldurkr
- bene
- bergruniris
- birgitta
- brisso
- gattin
- bryn-dis
- bryndisisfold
- brynsla
- brynja
- brandarar
- doggpals
- elinarnar
- ellasprella
- evathor
- ea
- killjoker
- gtg
- hsi-domarnefnd
- halkatla
- hallarut
- haukamenn
- haukurn
- blekpenni
- hofyan
- golli
- ingo
- jensgud
- jonaa
- jax
- joninaben
- jonvalurjensson
- ktomm
- hugsadu
- kolgrima
- kga
- maggib
- maggaelin
- marinogn
- omarragnarsson
- svarthamar
- pallvil
- hux
- radda
- rebekka
- sigrg
- hosmagi
- hvala
- soley
- sporttv
- steinunnolina
- svanurmd
- stormsker
- tomasha
- eggmann
- what
- tothetop
- thordistinna
- aevark
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll, Sigurjón !
Þökk fyrir snarpa; en þarfa ádrepu, á auðmannastóðið. Ekki veitir af. Þá voru inngangur; og upphafsorð, ekki lakari.
Mbk. / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 21:09
Takk Óskar, stundum fær maður nóg.
Sigurjón Sigurðsson, 6.10.2007 kl. 21:14
sammála með nafna minn hann Gísla sem var nú kallaður Lundi frá Lundarreykjadal þessar vikur sem ég vann með honum uppá skaga..spilaði einnig á móti honum þegar hann var í stórliðinu Neista frá Hofsósi.. Neistamenn afrekuðu það eitt árið að gefa út dagatal með yfirburða myndum af leikmönnum sumum án stuttbuxna og annað sem er ekki holt að ryfja upp sem karlmaður.. .. sammála með Gnarinn þvílíkur Yfirbuðrar leimaður þar á ferð og fer gjörsamlega á kostum í nýja þættinum.
Gísli Torfi, 7.10.2007 kl. 01:06
Góður pistill hjá þér Sigurjón.
Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 14:40
Jamm vel skrifað
Jónína Dúadóttir, 8.10.2007 kl. 07:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.