Þvílík skömm!

Í dag átti ég erindi á Umferðamiðstöðina í Reykjavík, BSÍ. Það er nú ekki frásögufærandi nema hvað ég þurfti að nota WC, eins og gengur. Þvílíkur viðbjóður, vaðandi hlandlykt og báðir ,,básarnir" ógeðslegir og ekki fyrir nokkurn mann að taka tvist við þessar aðstæður nema bara.......

Ég fór í undrun minni og talaði við starfsstúlku á staðnum og hún sagði þetta:
,,Ég veit, þetta er ógeð. Veistu hér hanga rónar og ógæfumenn og spila í þessu spilasal þarna og þetta fólk gengur því miður ömurlega um, við skömmumst okkur fyrir þetta".

HVER BER ÁBYRGÐINA Á ÞESSU?

ÞARF ÞESSI SPILASALUR AÐ VERA ÞARNA?

Það er ljóst að það að finna lausnir á málum okkar veikustu bræðra og systra er ekki auðsótt mál en við skulum samt reyna af alvöru að hisja upp um okkur buxurnar í því máli. En ef þetta fólk fær aldrei þann fúsleika sem þarf til að leita sér hjálpar þá er erfitt um vik en Umferðarmiðstöðin er ekki rétti staðurinn til að samþykkja að það geti hengið á.

Þarna fara þúsundir manna um. Bæði Íslendingar og ekki síður margir útlendingar. Ég trúi ekki að það sé ekki hægt að kippa þessu í liðinn, þetta er mjög dapurlegt eins og er :(

Mbk.  og njótið kvöldsins, ég ætla út að dansa :)

Sigurjón Sigurðsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Það segir sig nú eiginlega sjálft að starfsfólkið verður að hysja upp um sig og gera betur í þrifunum.Þetta er svo sem ekki eini staðurinn sem býður manni upp á subbulegar snyrtingar,rónar eða ekki.Njóttu kvöldsins

Birna Dúadóttir, 5.10.2007 kl. 21:09

2 Smámynd: Kolgrima

Þetta er nú dálítið eins og að hengja bakara fyrir smið!

Kolgrima, 5.10.2007 kl. 22:22

3 identicon

Ef viðrar um helgina þá kem ég á hjólinu fyrir utan hjá þér og ligg á flautunni!!

Kv. Stulli

Stulli (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 01:03

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vatn og sápa ?

Jónína Dúadóttir, 6.10.2007 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband