Pétur Bergmann var borinn til grafar í dag.

Pétur Bergmann, minn gamli æskuvinur var borinn til grafar í dag. Það var auðvitað döpur stund fyrir okkur sem mættum í kirkjuna.

Péturs vegna langar mig að bæta aðeins við þau minningarorð sem lesin voru af ágætum presti sem sá um athöfnina.
Á þeim árum sem ég og Pétur vorum bestu vinir var mikið fjör og líf. Þetta voru ca. árin 1979-1983. Á þessum tíma vorum við mikið saman og þá var Pétur Bergmann mjög fjörugur og oftast mjög lífsglaður, hann átti þó til að vera töluvert niðri þar sem ástandið á heimilinu hans var stundum erfitt. Pétur var oft settur í ,,straff" og mátti ekki fara út. Áður en Pétur hóf nám við Samvinnuskólann á Bifröst hafði hann verið nemandi við Verslunarskóla Íslands og ég held að þar hafi hann lokið Verslunarskólaprófi, amk var hann mjög nálægt því. Pétur notaði sko sannarlega aldrei reiðhjól á okkar ,,sokkabandaárum". Það voru mótorhjól og hraðskreiðir bílar sem áttu hug hans í þeirri deild. Pétur var í ,,diskógenginu" skv. útliti en við hlustuðum þó aðallega á það sem heitir fönk, rapp + Utangarðsmenn (Bubba) + bresku nýbylgjuna + Pink Floyd.
Ég náði aldrei sambandi við Pétur eftir að fíknin fór að hafa meiri áhrif á hans líf, því miður áttum við þá ekki lengur samleið.

En minninginn um frábæran félaga lifir.

Mbk.
Sigurjón Sigurðsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1013

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband