5.10.2007 | 09:54
Loksins...
er þetta vandamál tekið upp.
Fyrir allmörgum árum tók ég amerískt ökupróf í Florida. Á sínum tíma þreyttist ég seint að segja frá hvernig kerfið á því var og fyrrverandi sambýliskona mín fékk alltaf ,,tremma" þegar ég byrjaði :)
Ég mætti í prófið um 8 leitið að morgni og kl. 12 fór ég með skírteinið í vasanum.
Það sem byrjað er að gera er að spyrja um tvenn skilríki, t.d. íslenskt ökuskírteini og passa.
Síðan er sjónin athuguð. Ef þetta tvennt er í lagi ferðu á tölvu og tekur prófið. Próftími ca. 1 klukkutími. Þú sérð alltaf strax á skjánum hvort þú hafir svarað rétt og ef ekki hvað var rétt svar.
Tölvan segir þér í lokin tölfræði þína og hvort þú hafir náð.
Ef maður nær þá er það verklegt. Ég fékk svona 170 kg gaur inn í bílinn, minnti á atriði úr bíómynd.
Eins og við handtöku las maðurinn upp staðlaðan pistil um að t.d. hann mætti ekki segja mér að gera eitthvað sem væri ólöglegt, t.d. beygja inn einstefnugötu osfrv. Þetta gekk upp hjá mér en maður mátti ekki gera neina villu í verklegu. Síðan fór maður inn og mynd var tekin og svo beið maður í ca 30 mínútur og fékk svo skírteinið.
Eitt af því sem er í Ameríku og það er að alveg er skýrt tekið fram hvað sé:
a) Hámarkshraði
b) Lágmarkshraði.
T.d. á Highway, hámarkshraði 55 mílur, lágmarkshraði 40 mílur.
Hér á landi er fullt af einhverjum sjálfskipuðum lögreglumönnum í umferðinni sem keyra með eitthvað undarlegt hugafar að ,,þeir megi sko alveg vera á 60 á vinstri akrein" þar sem hámarkið er t.d. 80. Maður lendir alltof oft í þessu og ég skora á lögregluna og þá sem að málinu koma að taka nú aðeins líka á þessu. Tek fram að ég fyrirlít ofsaakstur en ég keyri líklega alltaf ca. 8-10 km yfir hámark og lendi að vísu aldrei í lögreglunni, amk langt síðan.
Njótið dagsins.
Sigurjón Sigurðsson
Ók vísvitandi of hægt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurjón Sigurðsson
Bloggvinir
- alla
- andres
- agustolafur
- baldurkr
- bene
- bergruniris
- birgitta
- brisso
- gattin
- bryn-dis
- bryndisisfold
- brynsla
- brynja
- brandarar
- doggpals
- elinarnar
- ellasprella
- evathor
- ea
- killjoker
- gtg
- hsi-domarnefnd
- halkatla
- hallarut
- haukamenn
- haukurn
- blekpenni
- hofyan
- golli
- ingo
- jensgud
- jonaa
- jax
- joninaben
- jonvalurjensson
- ktomm
- hugsadu
- kolgrima
- kga
- maggib
- maggaelin
- marinogn
- omarragnarsson
- svarthamar
- pallvil
- hux
- radda
- rebekka
- sigrg
- hosmagi
- hvala
- soley
- sporttv
- steinunnolina
- svanurmd
- stormsker
- tomasha
- eggmann
- what
- tothetop
- thordistinna
- aevark
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1013
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Má ég vera svo forvitin og spyrja af hverju þú þurftir að taka ökuprof í Flórída?
Bjóstu þar í einhvern tíma?
Eva Þorsteinsdóttir, 5.10.2007 kl. 09:58
Bara snobb :)
Nei nei. Pabbi heitinn elskaði Ameríku og Florida. Hann var með bíl þar sem ég mátti ekki keyra nema að setja mig á tryggingarnar og til þess þurfti ég þetta ágæta skírteini. Hafði annars mjög gaman af því að taka þetta próf en mátti síðan aldrei vera að því að vera þarna og því nýttist þessi reynsla frekar illa en hún var amk fræðandi og skemmtileg.
Mbk.
Sigurjón Sigurðsson
sigurjon@heima.is
Sigurjón Sigurðsson, 5.10.2007 kl. 10:15
Ég hef oftar verið í hættu í umferðinni af völdum þeirra sem keyra of hægt, en þeirra sem keyra of hratt.
Jónína Dúadóttir, 5.10.2007 kl. 10:25
Þetta er frekar slappt af lögreglunni, vegna þess að Hafnargatan í Reykjanesbæ er "Rúnturinn" Gatan er í miðbæ Keflavíkur þar sem allir skemmtistaðirnir eru og gegnir sama hlutverki og laugavegurinn í RVK.
Sigurður St. (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 10:39
herru eldur að ég hafi ekki fallið á prófinu hérna í cali fyrir að keyra of hægt :S , þar var sko ekki að bliva heh
matti (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 16:15
Matti Matti Matti, þú ert bara skemmtilegur :)
Kv. Diddi.
Sigurjón Sigurðsson, 7.10.2007 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.