Að búa á Spáni.

Ég fór til Spánar, Ibiza, í útskriftarferð árið 1986 með mínum félögum úr Samvinnuskólanum. Það var frábær ferð með skemmtilegu fólki og frábærum fararstjóra, Guðmundi. Seinn lágu leiðir okkar Guðmundar saman, hann er bróðir tengdamömmu bróðir míns og síðan unnum við aðeins saman þegar ég varð síðar sjálfur fararstjóri á Ibiza.
Ibiza var og er draumur í dós. Þar er lífið einhvern veginn magnað. Eyjan lítil og full af lífi, líka á veturnar en auðvitað allt öðruvísi stemmning. Ég segi stundum við þá sem fullyrða í mín eyru að Ibiza sé bara djamm og dóp að hugsa þetta út frá Reykjavík. T.d. þú hittir Breta í London sem segir fullum fetum að Reykjavík sé bara lauslátar stúlkur og fullir strákar, I rest my case.

Ég fékk s.s. Ibizaveikina. það er að vísu hættuleg veiki þegar maður er ungur því maður neitar einfaldlega að fara aftur heim. Ég varð líka ástfanginn á Ibiza, stúlku sem er orginal Ibicenca, s.s. fædd og uppalin á Ibiza.
Ég fór að vísu heim með hópnum mínum 1986 en var kominn aftur til Ibiza árið eftir og árið eftir það var fyrsta tímabilið sem ég bjó og starfaði á eyjunni. Ég vann sem það sem heitir á spænsku "animador" eða svona skemmtanastjóri. Þetta var á Apartamentos Jet þar sem Íslendingarnir voru og ég vann mest fyrir Thaitibarinn sem var svona hringbar við ströndina bakvið hótelið. Þetta var magnaður tími. Vaktin byrjaði klukkan ca. 20.00 og stóð til ca. 05.00. Ég spilaði plötur og setti upp partý og leiki með stelpunum sem unnu með mér. Þær botnuðu nú ekki mikið í Íslendingum. Þeir voru alltaf frekar mikið eða mjög mikið fullir og vildu alltaf vera að bjóða þeim í glas og sýna þeim hvað þeir væru brúnir. Þær hlógu mikið að þessu því það að vera brúnn á spænsku er "estar moreno" en þeim fannst Íslendingarnir alltaf vera "solo rojos", bara rauðir :) Þær voru aftur á móti næpuhvítar enda unnu þær langt frameftir öll kvöld og sváfu á daginn. Jet hafði þann háttinn á að þú vannst 8 tíma vaktir í 4-6 mánuði og hafði ENGAN frídag. Var víst löglegt ef það var þannig í samningi sem þú skrifaðir undir. Þetta hentaði mér afar illa, sá aldrei Carmen, kærustuna mína, sem var aðalmálið í mínu lífi á þeim tíma. Ég náði að lokum að semja við eigandann, Florentino, um að ég hefði alltaf einn frídag á viku, eins og Carmen í sinni vinnu. Carmenn vann sem "animadora" fyrir á hóteli sem er bara með fjölskyldufólk, eða svo til. S.s. eftir 24.00 er kemst ró á svæðið sem hún vann á.
Við á Jet vorum ekki mikið að pæla í ró. Keyrðum upp partý á hverju kvöldi og ef einhver kvartaði þá var reynt að færa hann til á hótelinu, Jet er frekar stórt. http://www.ibiza-spotlight.com/jetibiza/index_e.html  og þetta náðist nú einhvern vegin. Lögreglan kom stundum og lokaði einu sinni. En við vorum samt með opið næsta dag, Florention lýtur út eins og einn úr Sopranos og er væntanlega með sambönd sem rista djúpt á þessari mögnuðu eyju.

Ég gæti talað endalaust um Ibiza en ég ætla líka að tala smá um hina eyjuna mína, Mallorca.

Mallorca er 6 sinnu stærri en Ibiza, ca. 3.600 km2 og með margfalda íbúatölu á við Ibiza og þar er líka höfuðborg fylkisins, (fylkið er Baleares eða Baleares eyjarnar) Palma.
Baleares eyjarnar eru annars:
Mallorca, Menorca, Ibiza, Formenter og Cabrera (sýnishorn af eyju :)
Palma er svona alvöru borg, engin slík er á Ibiza þrátt fyrir að Ibizatown sé nú alltaf að verða stærri og stærri.
Þegar maður var að vinna á Ibiza var Mallorca gjörsamlega "out". Þangað vildi sko "Ibizaliðið" ekki fara. Staðreyndin er aftur á móti að Mallorca hefur í raun allt það sem Ibiza hefur og meira til en Ibiza er svona "kompakt" en Mallorca nokkuð stór. Það er engin svona "gamli" bær á Mallorca með viðlíka skemmtilegu mannlífi og gamli bærinn á Ibiza en það eru fullt af skemmtilegum gömlum bæjum víða á Mallorca með skemmtilegu mannlífi.
Ég bjó og vann í Alcudia, ca, norðvestur parturinn af eyjunni (minnir mig). Þá vorum við amk  klukkutíma til og frá Palma en núna er þetta eitthvað fljótfarnara þar sem búið er að byggja hraðbraut sem nær mest alla leiðina.
Ég kom til Alcudia við herfilega erfiðar aðstæður. Konan sem var yfirfararstjóri þar var sett í "frí" og ég beðinn um að taka yfir sem yfirfararstjóri með tveggja daga fyrirvara. Þegar ég hitti hana út á velli, þegar ég flaug yfir frá Ibiza, sagði hún "loksins senda þeir mér einhvern með viti", ég fékk sting í hjartað að fatta að eigendurnir höfðu ekki enn sagt henni frá breyttum aðstæðum.
Svo neitaði hún að yfirgefa svæðið þannig að ég var þarna 24 ára með þrjá aðra fararstjóra með mér tvo eldri og einn aðeins yngri og fyrrverandi yfirfararstjóra andandi ofaní hálsmálið á mér, úff hvað þetta tók á sál og líkama.
Ég þurfti að gera breytingar og það var ekki sársaukalaust og nokkrum sinnum var mér hótað en ég stóð þetta af mér og sumarið gekk bara að lokum ansi vel, en ekki áfallalaust, eins og gengur.
Við lögðum okkur amk fram og reyndum að vera "aktív" sem mér finnst vanta í ansi marga fararstjóra sem ég hef síðan séð vinna á Spáni, því miður.

Niðurlag:

Ég vil að loku segja að Spánn er frábært land og Þýskaland er það líka. Munið að "veldur sá er heldur" og það þarf enginn að eyða fríinu sínu í fyllerý, sólbruna, slagsmál ofl. Það er ekkert mál að vera edrú á Spáni og fíla lífið því þar er sko lífið kryddað þvílíkri stemmningu að ég veit ekki hvort það sé til land í heiminum sem toppi Spán í því máli en um slíkt get ég ekki fullyrt þar sem ég hef barasta ekki komið til allra landa í heiminum en víða hef ég komið.

Njótið dagsins og hættið að segja í flugvélum að þið þurfið að drekka og drekka vegna flughræðslu, takið svefntöflu og málið er dautt.

Mbk.
Sigurjón Sigurðsson

 es. tæpur mánuður er í Kántrýballið :)

Hljómsveit: 
Klaufar frá Selfossi. Gáfu út plötu í sumar. Komnir í gullplötusölu án þess að selja EITT eintak í gegnum 365 miðla. Hún er bara seld hjá N1 og á völdum stöðum á Selfossi.
http://myspace.com/klaufar

Gestasöngvarar:
Birgitta Haukdal  og Tamra Rosanes sem er frægasta kántrýsöngkona dana og mjög þekkt víðar.
http://www.tamrarosanes.dk/
Kynnir:
 Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari, tónlistarmaður og umfram allt kúreki
J

Tími:  Húsið opnar kl. 23.00

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1013

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband