Að vinna heima.

Ég er einn af þeim sem er með skrifstofu heima. Fyrir mig eru það forréttindi en ég veit að það eru margir sem eru ekki á sama máli. Mér finnst æðislegt að vakna og ,,atontast" (spænska, estar atontado = vera kjánalegur) framúr og skutla kaffi í gang. Ég er eins og ,,zombie" fyrir fyrsta kaffibollann, labba stundum á og rek mig reglulega í hluti oþh.
Eftir þennan fyrsta bolla, sem ég akkúrat núna á, þá kemst í í fókus og byrja að vinna.
Það að þurfa ekki að byrja undir sturtunni, fara út í kuldann og morgunumferðina, finnst mér alveg stöngin inn.

Nú eru "Klaufarnir" í græjunum, ,,höldum hringinn nú" og ég að komast í góðan gír til að gera góða hluti í dag.

Njótið dagsins.

Mbk.
Sigurjón Sig.

es. Mér fannst fínt að lesa að september hefði verið úrkomumesti mánuður á Íslandi síðan 1887, mér fannst nefnilega svo til alltaf vera rigning í september...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Eigðu sömuleiðis góðan dag

Jónína Dúadóttir, 3.10.2007 kl. 12:40

2 identicon

Hæ, hæ Diddi minn og takk fyrir falleg orð.

Þú ert nú magnaður sömuleiðis  Mikið vildi ég nú óska þess að ég ynni heima... en það er nú ekki svo gott. Að vísu er ég námsmaður þessa stundina og er þá svo heppin að upplifa það sama og þú að vera að gaufa á náttbuxunum langt fram á morgun... dásamlegt alveg. Njóttu þess að ,,atontast"

Knús...

Gréta

Gréta (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 17:02

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Þú ert sem sagt "heimavinnandi"

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 3.10.2007 kl. 17:08

4 identicon

það hafði ekki ringt hérna hjá mér í 150 daga þanngað til fyrir 2 vikum að það kom úrhelli ...gott að búa í sólinni ;)

matti (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband