Þýskaland 87-88

Ég bjó í Þýskalandi frá ca. júní 87 - ca. apríl 88. Ég fór til Þýskalands til að spila handbolta.
Tímabilið á undan hafði ég náð þeim árangri að verða markakóngur í deildinni hér heima, náði að skora um 8 mörk að meðaltali í leik eða 133 mörk alls.
Ég var 21 árs og allt í einu mjög eftirsóttur fyrir utan Ísland. Ég fékk alls konar tilboð en mig langaði mest til Þýskalands og þangað fór ég þrátt fyrir að allir hugsandi menn hafi ráðlagt mér að bíða, að bíða eða þolinmæði er ekki eitthvað sem ég fékk í vöggugjöf frekar en flestir í minni ætt.

Liðið mitt hét/heitir TUS Schutterwald og spilaði í 2. Bundesligu suður.
Til upplýsinga þá eru gríðalega margar deildir í handboltanum í Þýskalandi. Bundesliga þýðir deild sem nær inn á öll fylki (Bundesland) sem sagt t.d. ekki sýslu - eða héraðsskipt. Þýskaland skiptist s.s. upp í fylki. Flestir þekka t.d. Bayern og staðurinn sem ég bjó í, s.s. Schutterwald, tilheyrir Baden Wurttemberg fylkinu. Baden Wurttemberg er ca. 35.800 km2 (Ísland ca. 103.000) og er þriðja stærsta fylki landsins, aðeins  Bayern og Niedersachsen eru stærri. Baden Wurttemberg er líka í 3ja sæti er kemur að fólksfjölda, með ca. 10.7 milljónir íbúa (Ísland er s.s. með ca. 2,8% af íbúafjölda þessa fylkis).
Þannig að þegar er talað um ,,Bundesliguna" í Þýska handboltanum er átt við deild sem nær yfir öll ,,Bundeslönd". Síðan kemur 2. Bundesliga norður og suður sem nær þá yfir 50% norður & 50% suður af landinu. Þar á eftir kemur Regional Liga (minnir mig) og síðan niður amk. 6 deildir eða fleiri.
Iðkendur á handbolta í Þýskalandi voru ca. 6 milljónir þegar ég bjó þar fyrir 20 árum. Ef við setjum á það 2% vöxt í 20 ár þá eru iðkendur í dag ca. 9 milljónir, held að vísu að rétt tala sé nær 18 milljónum.

Það var gott að búa þarna. Vingjarnlegt fólk og milt veður. Í byrjun var þetta frekar fyndið því mín menntaskólaþýska var nú ekki að virka þarna mjög vel og enskukunnátta þeirra við 0%. Málið er að á þessu svæði talar fólkið mállýsku sem er ekki ólík ,,Svissnesku þýskunni", úff hvað þetta flækti málið í byrjun. ,,was sag´s" "was mach´s" "wo geh´s" "wo ist mine Jacke" ofl ofl. (erfitt að skrifa mállýskur :)
Háþýska :> "was sagst du" "was machst du" "....

Þarna kynntist ég fólki sem lifði með reglum og venjum sem við Íslendingar eigum ekki gott með að skilja og þar skilur kannski á milli Þjóðverja og annnarra þjóða yfir höfuð og hefur gert það að verkum að frá því að vera bombaðir í tætlur fyrir ca. 60 árum eru þeir aftur orðnir ráðandi ríki í Evrópu, geri aðrir betur.
T.d. hlutir eins og að húsmóðirin fari á fætur kl. 06.30 til að fara í bakaríið, ekki á sunnudögum, alla daga nema sunnudaga. Þá er nýtt brauð á borðum í morgunmatnum. ,,Ég veit ekki hvað það er að sofa lengur en til kl. 08.00" sagði framkvæmdastjóri félagsins Hr. Heuberger við mig einu sinni. Heuberger lést fyrir nokkrum árum úr blóðkrabba, blessuð sé minning hans.
Þáverandi forseti félagsins, Gehardt Junker, hafði komið sér og sínum vel fyrir. Þegar hann byrjaði að vinna fyrir sér þá hjólaði hann oft 10-30 km til að leita að vinnu. Fyrir vinnuna fékk hann oft greitt með mat. S.s. vann í rafmagni fyrir bónda og bóndinn borgaði með eggjum og kjöti enda voru peningar svo til verðlausir á þessum tíma og verðbólga mæld í þúsundum %.
Gehardt elskaði bíla og mótorhjól og þegar ég var þarna átti hann nokkurn flota af báðu. Hann hló t.d. mikið af þessari ást á þýskum bílum, gaf ekki mikið fyrir merki en mikið fyrir gæði og pældi mikið í þessu. Hann keypti t.d. Lanciu Turbo. Lancian bilaði, einvher tölvuheili sem var "made in Germany", þetta fannst honum drepfyndið. Gehardt var ekta Aríi. Pabbi hans lést í stríðinu í Rússlandi og þegar nasistar höfðu samband við hann um að koma í þetta undaneldismál sagði hann nei takk, sem var fyrir hreina Aría ekkert mál að segja, þeir voru jú herraþjóðin.
Gehardt hafði verið í handbolta í yfir 30 ár og var rétt undir 60 þegar ég var úti. Hann hafði upplifað að spila fyrirrennara þess handbolta sem við þekkjum "Feldhandball".  Feldhandball var spilaður úti á grasi og var mjög vinsæll í Þýskalandi, ca. 55-65. Gerhardt sýndi mér mynd af leik þar sem 22 þúsund manns voru að horfa á leik í Feldhandball, magnað. Á þeim tíma hljóp þessi náungi, Gehardt Junker, 100 mtr. á rétt rúmlega 11 sekúndum.
Gerhardt er líka látinn og blessuð sé minning hans.

Eitt sem ég minnist líka og hugsa oft um þar sem ég er nú hættur að drekka og það er að félagar mínir í Schutterwald DUTTU ALDREI í það. Við fórum og fengum okkur nokkra bjóra en að fara á fyllerí var ekki í myndinni. Ég sá engan af þeim drukkinn, aldrei. Önnur menning önnur hugsun.
Annað sem var mjög áberandi og það var að þegar átti að gera eitthvað eftir æfingu þá gerðu það ALLIR saman, það var ekki spurning um hvað eða hvort menn áttu kannski að vera annarsstaðar eða ekki. Tek það fram að þetta var hálf atvinnumannaklúbbur, enginn leikmaður spilaði bara handbolta, meir að segja ekki ég. Ég kenndi íslensku og lærði fyrir stúdentsprófið mitt.
S.s. ef eitthvað var ákveðið þá voru menn ekki að reyna að tuða og tuða yfir því, það að gera eitthvað félagslegt VAR einn þáttur í því að byggja upp liðið.

Ég átti ekki gott tímabil með Schutterwald. Ég var of ungur og of óþekkur. Stóð mig samt á köflum vel og þá sérstaklega á undirbúningstímabilinu. Sérstaklega þótti mér vænt um að fá að spila gegn gömlu handboltahetjunni minni Pólverjanum Jerzy Klempel en hann spilaði þá með Göppingen. Klempel var ekkert venjuleg skytta það muna þeir sem sáu hann negla í vinklana frá 9-14 metrum í Laugardagshöll gegn landsliðinu og FH. Biggi Finnboga, Kristján Sigmundsson og Óli Ben eru allir gamlir markmenn sem fengu að kynnast því að spila gegn Klempel, væntanlega var hvert skot eins og líkamsárás.
Ég stóð mig s.s. vel í þessum leik, mjög vel, gerði yfir 10 mörk, leikurinn var að vísu  3 x 30 min, sem er ekki óalgengt fyrir æfingaleiki í Þýskalandi á milli liða sem eru með nokkuð stóran hóp. Eftir jólafríið 1987 kom ég út aftur og spilaði æfingaleik gegn liði Sovét og stóð mig vel en á næstu æfingu á eftir fór ég úr lið á þumalputta vinstri handar og þar með var þetta eiginlega búið, náði aldrei neinum takti eftir það. Til gamans þá fór ég úr lið í fótboltadjókleik en fótboltaupphitun er ein helsta ástæða meiðsla handboltamann, það er staðreynd.

Mér þykir vænt um tímann minn í Þýskalandi og þá Þjóðverja sem ég kynntist + þýskuna mína sem er enn bara ansi góð + 9,5 í Stúdentsprófseinkun í þýsku þar af 10 í munnlega prófinu :)

Njótið dagsins, hann er flottur.

Sigurjón Sigurðsson

es. næst skrifa ég um ,,hitt" landið mitt og dvölina þar, s.s. Spán og þá aðallega Baleares eyjarnar, Mallorcu og Ibizu.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gaman að þessu

Jónína Dúadóttir, 2.10.2007 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband