1.10.2007 | 10:27
Maður eins og þú........
Ég þakka bloggvinum fyrir afmæliskveðjurnar.
Fyrirsögnin er tilvísun í samtal sem ég átti við einn af kennurum mínum fyrir 19 árum síðan.
Þannig var að ég var í Samvinnuskólanum á Bifröst, skóla sem kenndi mér að læra, takk enn og aftur Jón Sigurðsson og aðrir kennarar mínir á Bifröst þó sérstaklega kannski Jóhanna stærðfræðikennari. Jóhanna kom mér í hóp nemanda sem föttuðu að stærðfræði er BARA vinna og ég fékk 8,00 hjá Jóhönnu (fékk alltaf 5-6 áður) og síðan hef ég ekki fengið lægra í stærðfræði en 8,00 :)
Ísólfur Gylfi Pálmason, seinna alþingismann ofl, kenndi okkur hið magnaða fag Samvinnusögu og Félagsmálafræði. Ísólfur var skemmtilegur og líflegur kennari, sem betur fer því annars hefði ég ekki ,,meikað" samvinnusöguna. Á hverjum föstudegi var síðan fundur á sal þar sem Ísólfur lét nemendur í verkefni s.s. fundarritara, fundarstóra, frummælanda osfrv. Allir voru búnir að fá eitthvað af þessum verkefnum nema ÉG.
Þegar styttist í útskrift fékk ég þetta pínu á sálina og fór að spyrja sjálfan mig hvort honum (Ísólfi) væri kannski bara illa við mig sem ég hélt ekki því við spiluðum af og til badminton saman, Ísólfur vann alltaf, hann var/er mjög seigur í þeirri íþrótt.
Á útskriftardegi ákvað ég bara að fara til Ísólfs og spyrja hann um þetta. Svarið sem ég fékk situr líka í mér: ,,það þarf ekki að aðstoða eða ýta mönnum eins og þér í hlutina, þú sérð um þetta sjálfur", sagði Ísólfur og brosti.
Enn öllum árum síðar er ég að minnast þessa samtals því þrátt fyrir að ég sé núna í góðum gír, fullur af krafti og lífsgleði, þá hef ég átt minn tíma í djúpu þunglyndi og verið mjög vansæll.
,,The point of the story" er að þrátt fyrir að maður haldi eitthvað um einhvern þá þarf það ekki alltaf að vera þannig, líklega oftast heldur maður rangt eða amk ekki alveg rétt.
Það eru líka margir forvitnir að vita hvað ég sé að gera um þessar mundir.
Ein kona spurði mig fyrir nokkrum dögum hvort ég væri fluttur til Ísafjarðar, einhver hafði sagt henni það. Ég sagði henni að þessi kjaftasaga væri bara það góð að ég ætlaði bara að segja já :)
Í dag er ég:
- Nemandi í HR (utanskóla í Spænsku V, viðskiptaspænsku)
- Eigandi og framkvæmdastjóri Prins Valiant ehf (prinsvaliant.is)
- Fjárfestir
- Hluthafi og framkvæmdarstjóri í öflugu sprotafyrirtæki
Læt þetta duga en er samt að gera aðeins meira.
Og jú + er farinn að æfa aftur með A liðinu, verð leynivopn Hauka í vetur, ef öxlin heldur :)
Njótið dagsins.
Sigurjón Sigurðsson
Um bloggið
Sigurjón Sigurðsson
Bloggvinir
- alla
- andres
- agustolafur
- baldurkr
- bene
- bergruniris
- birgitta
- brisso
- gattin
- bryn-dis
- bryndisisfold
- brynsla
- brynja
- brandarar
- doggpals
- elinarnar
- ellasprella
- evathor
- ea
- killjoker
- gtg
- hsi-domarnefnd
- halkatla
- hallarut
- haukamenn
- haukurn
- blekpenni
- hofyan
- golli
- ingo
- jensgud
- jonaa
- jax
- joninaben
- jonvalurjensson
- ktomm
- hugsadu
- kolgrima
- kga
- maggib
- maggaelin
- marinogn
- omarragnarsson
- svarthamar
- pallvil
- hux
- radda
- rebekka
- sigrg
- hosmagi
- hvala
- soley
- sporttv
- steinunnolina
- svanurmd
- stormsker
- tomasha
- eggmann
- what
- tothetop
- thordistinna
- aevark
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fínt veganesti út í lífið þetta sem hann sagði við þig. Gangi þér virkilega vel með þetta allt saman
Jónína Dúadóttir, 1.10.2007 kl. 12:30
ég skal skipta við þig í vörn diddi minn ;)
matti (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.