Í takt við tímann.

Ég sá myndina í ,,Takt við Tímann" þegar hún var frumsýnd.
Ég var mjög spenntur því það vill svo til að ég er barasta ansi áberandi í fyrsta atriðinu ,,Fönn Fönn Fönn drauminum".
Ég fór á tónleikana kvöldið áður og þar tilkynnti Ágúst leikstjóri að það yrði tekið upp atriði úr myndinni á stóra sviðinu í Tívolí kvöldið eftir og þeir sem gætu ættu endilega að mæta.
Ég s.s. gat og mætti.
Áður en hafist var handa tilkynnti Ágúst að þeir hefðu sviðið í tvo tíma og laginu yrði rennt 12 sinnum í gegn, sem varð raunin.
Ég hugsaði þá að ég ætla ekki að standa hérna í 12 rennsli á laginu og ekki sjást í myndinni og stóð því frekar framarlega í græna ,,Lacoste" jakkanum mínum :)
Þetta var mjög gaman og synd að Fönn Fönn Fönn dansinn skyldi ekki slá í gegn, kannski og flókinn en við sem vorum þarna höfðum bara gaman af og það var svona ,,Stuðmannahúmor" yfir vötnum.
Þegar ég svo sá myndina í bíó fannst mér hún ekki skora nógu hátt hjá mér, líklega voru væntingarnar of miklar.
Í gær keypti ég mér svo hana loksins á DVD, stóð jú alltaf til að eiga þessa minningu upp í hillu.
Ég verð að segja að mér finnst hún miklu betri núna....... alveg massa fyndin á köflum.

Ég veit heldur ekki hvort ég sé að lesa vitlaust í þetta en það örlar fyrir smá uppgjöri hjá Jakobi Frímanni í vissum atriðum, svona við vorum (eða ég er) pínu misskildir...... veit það ekki. Ég hef að vísu alltaf verið hrifinn af því sem Jakob hefur gert að vísu mishrifinn en hann er fagmaður.

Eggert fer auðvitað á þvílikum kostum sem Dúddi að maður getur stundum ekki meir. Hann gerir (þeir) svo mikið stólpagrín af þessum ,,kuklurum" sem eru að selja auðtrúa fólki einhverjar bulllausnir að það er alveg stöngin inn.

Egill Ólafsson er auðvitað kóngur í ríki sínu.

Á aðra leikara ætla ég ekki að minnast, þetta átti ekki að vera nein bíógagnrýni en unga gengið með Höskuld er líka að skora hjá mér.

Takk Stuðmenn eða ,,thank you very many" og "þetta er enginn  peningur fyrir þetta verð".

Mbk.
Sigurjón Sigurðsson

es. ég á afmæli í dag, 1. okt. JIBBÝ................................ sendi öllum afmælisstemmningu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með afmælið   

Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 06:14

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Til hamingju með daginn

Jónína Dúadóttir, 1.10.2007 kl. 07:05

3 identicon

Til hamingju með daginn!

Ragga (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband