Þakkir helgarinnar og fleira.

Mér þætti vænt um að lesa athugasemdina frá Pétri Óskarssyni eða frá Pétri ,,formanni" eins og hann var kallaður á okkar unglingsárum. Pétur var einn af ,,genginu" sem kom oft í partý á Norðurvanginn og þekkti vel til hjá Pétri Bergman.
Takk Pétur fyrir hreinskilna athugasemd, þannig er best að tala.

Í gærkvöldi var stóra ballið með Stefáni Hilmarssyni og félögum á Ásvöllum. Þetta tókst alveg stöngin inn og mig langar að þakka öllum sem að því verkefni komu fyrir góða samvinnu og fagmennsku. Einnig vona ég að allir þeir sem komu hafi skemmt sér vel.

Eitt skyggði þó á fyrir mig og það var þegar ég var að fara vék sér að mér drukkinn maður og jós yfir mig einhverri vitleysu. Kannski á maður ekki að vera hafa fyrir því að tala um eitthvað sem drukknir einstaklingar bulla en ég finn mig samt knúinn til að útskýra málið EITT SKIPTI FYRIR ÖLL:

Ég rak lengi Hraunholt í Hafnarfirði sem var einkafyrirtæki í veislu - og veitingageiranum. Í mörg ár kvartaði ég við bæði Sýslumann og Hafnarfjarðarbæ varðandi þá sali sem fylgdu íþróttahúsum og voru notaðir til veitingarekstrar. Það virðist sem flestir eigi erfitt með að skilja málið en það snýst um einfalda viðskipta - og hagfræði.
Ef þú ætlar að stofna fyrirtæki t.d. veitingastað þá þarftu að finna peninga til þess. Peningarnir koma frá öðru af tvennu eða oftast samblandi þessara tveggja leiða:
a) Eigið fé
b) Lánsfé
Sá hluti sem heitir eigið fé eru þá þínir eigin peningar. Á þá peninga þarf að gera arðsemiskröfu sem er að algjöru lágmarki sú ávöxtun sem hægt er að fá sem tryggasta, t.d. ríkisskuldabréf, t.d. ca. 7-8%. Flestir gera nú hærri kröfu á sína peninga en það og ekki er óalgengt að miða nú við ca. 12-15%.
Til að ná þessu markmiði þarf að setja einhverja x álagningu á vöruna.

b) Lánsfé er ekki ókeypis og sérstaklega ekki á Íslandi í dag þar sem vextir eru svo háir að annað eins þekkist ekki á vesturlöndum, eftir þvi sem ég veit best.
Til að geta borgað af lánunum + vext og verðtrygginguna (s.s. hækkun vegna verðbólgu) þarf x álagningu.

EN þegar menn fá til rekstrar fjárfestingu sem engin krafa er gerð á og verið er að stússast með peninga sem tilheyra engum sérstökum, peninga sem Pétur Blöndal nefndi ágætlega ,,einskyns manns fé", þá er komið á rekstrarform sem er í raun eins og niðurgreidd þjónusta og ENGINN aðili í einkarekstri hefur möguleika á að keppa við slíkt, UM ÞAÐ SNÝST MÁLIÐ.

Einu sinni ræddi RÚV þetta við mig og þeir misskildu þetta líka og HÖFÐU engan áhuga á að leiðrétta það þrátt fyrir að ég hringdi í fréttastjórann, ,,sé enga ástæðu til að leiðrétta neitt" sagði hann.
Málið var að fréttakonan kom og talaði við mig og ég útskýrði mitt mál en svo hóf hún sína frétt í EGILSHÖLL, sem er akkúrat það sem ÉG var ekki að gagnrýna, það var miður.
S.s. ég styð atburði í miklu hófi á gólfum íþróttahúsa þar sem enginn einkaaðili hefur hefur slíku húsnæði að ráða, s.s. atburði eins og á Ásvöllum, tónleikar fyrir rúmlega 1.000 manns +. Stórar árshátíðir oþh.

Þessi drukkni einstaklingur sem réðst að mér í gær fór líka að segja að ég sæi um þetta og svo hefði veitingmaður úr Reykjavík fengið að selja veitingarnar. Rangt eins og allt sem þessi blessaður ógæfumaður sagði. Ég kom ekki nálgæt að semja við einn aðila vegna þessa hófs í gær en tók að mér 5 daga markaðsáhlaup fyrir félagið mitt til að gera mitt besta til að fá fólk til að mæta og skemmta sér.

Njótið kvöldsins, lífið er yndislegt :)

Sigurjón Sigurðsson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband