Meira vegna andláts Péturs Bergmans.

Annar æskuvinur minn sem var mikið með mér og Pétri var að hringja í mig og er alveg í sjokki. Ég sagði honum að ég væri bara ekki í neinu sjokki því þegar menn leika sér að eldinum eins og blessaður Pétur gerði þá munu menn brenna sig á endanum og endinn er kistubotninn eða massíf hjálp, sem er til.

Við þá sem lesa þetta og eru að spá í að drekka eða dópa sig í hel, og sjá það í einhverjum ,,drama" hyllingum, langar mig að segja það sama og einn góður geðlæknir skrifaði einu sinni ,,það er ekki aftur snúið til lífsins þegar þú ert dáinn" OG möguleikinn á að stúta sér fer ekki neitt, hann er alltaf til staðar hjá öllum sem hafa áhuga á að kveðja þennan heim fyrir tímann.

Njótið dagsins og ég ætla að segja eitt sem ég hélt að ég myndi aldrei segja, áfram Víkingur og ég vona að vinur minn Höskuldur Eiríksson skori sigurmarkið :)

Mbk.
Sigurjón Sigurðsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mikið rétt, það er ekki aftur snúið til lífsins þegar þú ert dáinn......

Jónína Dúadóttir, 29.9.2007 kl. 14:22

2 identicon

Blessaður félagi,

ég kynntist Pétri þegar við vorum 14 og 15 ára á Norðurvangnum í Hafnarfirði. Hann var fluggreindur og skemmtilegur strákur sem ég átti margar góðar stundir með. Hann var ekki hamingjusamur á þeim árum. Það var svartur dimmur skuggi yfir heimili hans. Þar réð bakkus og ofbeldi ríkjum, móðirin og stjúpinn virkir alkóhólistar með öllum þeim hörmungum sem því fylgja.

Pétur kynnti mig fyrir afa sínum og ömmu og upp frá því fór ég að vinna með honum í lakkrísgerðinni. Það var mikið happaskref fyrir mig því að þar kynntist ég yndislegu konunni minni sem ég hef búið með upp frá því.

Það er skrítið til þess að hugsa að öll nær öll fjölskylda Péturs sem átti og rak lakkrísgerðina Drift er farinn yfir móðuna miklu. Afi hans og amma, móðir, stjúpi, móðurbróðir og núna hann sjálfur. Eftir standa tveir yngri bræður Garðar og Þorri.

Bakkus er lævís og öflugur, enginn getur hætt drykkjuskap nema hann vilji það sjálfur.

Guð blessi minninguna um Pétur Bergmann.

Pétur Óskarsson

Pétur Óskarsson (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband