Látinn er vinur minn Pétur Bergman.

Mig langar að minnast æskuvinar míns hér en ekki á síðum mbl.

Pétur Bergman Eyjólfsson eða Pétur ,,Lakkrís" eins og hann var oft kallaður ólst upp í Norðurbænum í Hafnarfirði. Hann var fæddur 1965, ég 1966, og við bjuggum rétt hjá hvor öðrum og okkar var snemma vel til vina.
Pétur var þá skemmtilegur og flottur strákur sem hefði getað ,,sigrað heiminn" en í staðinn þá sigraði Bakkus hann.
Afi Péturs og amma voru stofnendur Lakkrísgerðarinnar Drift í Hafnarfirði og þar vann Pétur öll sín uppeldisár ásamt því að núna seinni ár vann hann hjá nýjum eiganda Lakkrísgerðarinnar Helga í Góu.
Pétur kunni sko ekki bara að búa til lakkrís og vera skemmtilegur, hann var snarpgreindur og það vissu þeir sem voru með honum í skóla, bæði í Versló og í Samvinnuskólanum á Bifröst og auðvitað við vinir hans og kunningjar.
Í Samvinnuskólanum var Pétur á þeim tíma sem Jón Sigurðsson hækkaði skólann upp þannig að ég held að varla nokkur nemandi hafi verið lengur á Bifröst en Pétur Bergman.

Hvíl í friði kæri vinur.

Ég sendi aðstandendum samúðarkveðjur.

Sigurjón Sigurðsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benna

Samhryggist þér með vin þinn, hann er voldugur andstæðingur hann Bakkus.

Benna, 28.9.2007 kl. 14:24

2 identicon

Samhryggist þér.

Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 17:51

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 29.9.2007 kl. 10:14

4 identicon

Ég samhryggist bæði þér og aðstandendum hans.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 10:24

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 29.9.2007 kl. 14:20

6 identicon

Já ég man líka vel eftir honum Pétri, oftar en ekki var Jón Örn með honum í för. Það er gott að lesa bloggið þitt Diddi og heyra að menn geti sigrast á honum Bakkusi með stæl eins og þú.

Hólmfríður (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1013

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband