Um næstu helgi verður slegið upp stórdansleik að Ásvöllum í Hafnarfirði, en þar leiða saman hesta sína nokkrir af vinsælustu söngvurum þjóðarinnar. Fer þar fremstur í flokki Stefán Hilmarsson, en ásamt honum koma fram Eyjólfur Kristjánsson, Birgitta Haukdal og Björn Jörundur. Dagskráin verður fjölbreytt og byggir m.a. á lögum sem þessir söngvarar hafa hljóðritað og flutt á síðustu árum og misserum, hver í sínu horni, saman eða þá með sveitunum Sálinni, Ný dönsk og Írafári. Hljómsveitin er skipuð einvalaliði; á gítar verður Guðmundur Pétursson, á trommum Jóhann Hjörleifsson, á bassa Friðrik Sturluson, á hljómborð Þórir Úlfarsson, auk Jagúar-bræðranna Samúels og Kjartans, sem blása í lúðra og berja slagverk sem berserkir.Dansleikurinn er haldinn á stóra gólfinu að Ásvöllum næstkomandi laugardag. Mikill áhugi er hjá fólki fyrir þessari uppákomu enda frábærir tónlistarmenn á ferð sem munu halda uppi stuði fram á rauða nótt. Húsið opnar klukkan 23.00 og að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Hægt er að kaupa miða á Ásvöllum en líka hjá Ljósritunarstofunni Lyng við Strandgötu. Einnig má enda Sigurjóni Sigurðssyni póst í sigurjon@heima.is, sé um hópa að ræða sem langar að skoða að fá hópaafslátt. Miðaverði er annars stillt í hóf og er almennt miðaverð kr. 1.900.
Ekki missa af þessum viðburði!
Mbk. Sigurjón SigurðssonUm bloggið
Sigurjón Sigurðsson
Bloggvinir
-
alla
-
andres
-
agustolafur
-
baldurkr
-
bene
-
bergruniris
-
birgitta
-
brisso
-
gattin
-
bryn-dis
-
bryndisisfold
-
brynsla
-
brynja
-
brandarar
-
doggpals
-
elinarnar
-
ellasprella
-
evathor
-
ea
-
killjoker
-
gtg
-
hsi-domarnefnd
-
halkatla
-
hallarut
-
haukamenn
-
haukurn
-
blekpenni
-
hofyan
-
golli
-
ingo
-
jensgud
-
jonaa
-
jax
-
joninaben
-
jonvalurjensson
-
ktomm
-
hugsadu
-
kolgrima
-
kga
-
maggib
-
maggaelin
-
marinogn
-
omarragnarsson
-
svarthamar
-
pallvil
-
hux
-
radda
-
rebekka
-
sigrg
-
hosmagi
-
hvala
-
soley
-
sporttv
-
steinunnolina
-
svanurmd
-
stormsker
-
tomasha
-
eggmann
-
what
-
tothetop
-
thordistinna
-
aevark
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.