Áskorun til JC á Íslandi :)

Ég er með ,,brilljant" hugmynd fyrir JC, mér finnst það amk. :)

Hugmyndin er að koma á legg nýjum raunveruleikaþætti, ,,Ræðumaður Íslands".
Fólk myndi skrá sig á netinu og koma svo í undankeppni sem JC myndi stjórna. Það gæti verið sniðugt útvarpsefni. Í úrslit kæmust svo t.d. 12 einstaklingar og úrslitum yrði sjónvarpað.

Reglur yrðu skv. ræðureglum JC og dæmt yrði eftir því kerfi. Dregið yrði um efni í beinni og fólk fengi ca 5 min. til að undirbúa sig. Einnig er dregið um hverjir væru með og hverjir á móti.

Tveir lægstu, fæstu stig, myndu detta út, þannig að um 6 þætti yrði að ræða + einn lokaþátt á milli þeirra tveggja sem væru eftir.

Gestaræðumenn gætu verið t.d. stjórnmálamenn ofl.

Verðlaun yrðu góð. Td. Gull = 2 milljónir, Silfur = milljón og brons 300 þúsund. + ýmis aukaverðlaun.

Aldur keppenda væri hafður mjög rúmur, t.d. 18 +

Og að lokum skal ég vera kynnir í þáttunum og koma að skipulagi, er mjög vanur kynnir :)

Hvernig líst ekkur á?

Njótið dagsins.
Sigurjón Sigurðsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý

Ég er ekki viss um að þetta yrði vinsælt sjónvarpsefni, ég man þegar ég var í menntó þá var, og reyndar var búið að reyna lengi áður en ég kom í menntó, að fá MORFÍS (Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi) í sjónvarpið, bara svona eins og það er verið að sýna gettu betur á rúv. En það hefur enginn vilji verið hjá neinum fyrir því að sýna það. En þetta er samt sniðug hugmynd... rökræðukeppnir eru skemtilegar

Signý, 23.9.2007 kl. 15:46

2 Smámynd: Sigurjón Sigurðsson

Hæ Signý. Þú ert alltaf á tánum, kann vel við það :)

Já það yrði með þetta eins og annað raunveruleikaefni að stjórnun, þátttakendur og ræðuefni yrði lykilinn að því að þetta myndi eiga séns eða verða vinsælt, ég hef amk trú á þessu.

Kv. Sigurjón Sig.

Sigurjón Sigurðsson, 23.9.2007 kl. 16:14

3 identicon

Hurru Sigurjón, ég sendi linkinn á heimasíðunni þinni til landsforesta JCI á Íslandi sem er Jenný Jóakimsdóttir. Ágætis hugmynd hjá þér.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 17:49

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þú ert ekki eins galinn og þú lítur út fyrir að vera.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.9.2007 kl. 18:15

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mjög sniðug hugmynd...þú gætir orðið nýr Simon Cowell og fengið einkaleyfi á alheimsvísu

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.9.2007 kl. 22:23

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ábyggilega fín hugmynd, ég mundi allavega prófa að horfa einu sinni

Jónína Dúadóttir, 24.9.2007 kl. 06:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband