23.9.2007 | 12:27
,,Hann gaf milljarð
segir í fyrirsögn hjá hinu batnandi DV nú um helgina.
Róbert Wessman er enginn venjulegur gaur, það er á kristaltæru. Fyrir meðalmann með ca. 250 þúsun útborgað pr. mánuð þá tæki það hann ca. 333 ár að vinna sér inn eitt stk. milljarð.
Ég hef heyrt raddir sem segja að Róbert hefði frekar átt að gefa þessa peninga til handa sjúkum, fötluðum ofl. Það er alveg skoðun pr. sig. En áður en fólk lætur svona út úr sér þá ber að skoða að fólk veit nú barasta ekki almennt hvort eða hvað mikið Róbert hefur styrkt þá hópa.
Ég þekki Róbert Wessman ekki neitt en væri alveg til í að kynnast honum. Við komum frá svipuðum bakgrunni vinnulega séð. Ég fékk mín eldskírn í ,,business" í veitingabransanum og það er harður skóli. Ég hef stundum sagt að þeir sem hafi ekki verið að vinna í eldhúsi sem sé á floti (á floti = allt í botni + aðeins meira) hafi ekki upplifað stress stress. Í slíku eldhúsi eru engin mistök leyfð, allt þanið í botn og fólk brotnar oft saman og fer að gráta en þurrkar svo tárin og ber matinn fram með bros á vör. Hef oft séð það gerast.
Það að gefa HR þennan milljarð er forvarnarstarf í mínum huga. HR er framsæknasti háskóli Íslands, með FULLRI virðingu fyrir hinum. Ég er að vísu pínu litaður sem nemandi..... en samt mín staðfasta skoðun. HR stýrði Guðfinna Bjarnadóttir sem er massa öflug og greind kona, hún hættir og fer í pólitíkina og staðinn fá þeir aðra konu sem er um margt lík Guðfinnu, Svöfu Grönfeldt. Svafa er ekkert að djóka, hún er hörð, framsýn, hress og umfram allt mjög fylgin sér og sínum plönum.
Menntun er máttur, stendur einhvers staðar skrifað. Því er ég sammála. Menntun er = aukið sjálfstraust + aukin lífsgæði + hærri GDP (gross domestic production eða aukin þjóðarframleiðsla) sem þýðir betri lífsgæði hér á landi, og hana nú :)
Mbk, ég er farinn í Nordica Spa að láta nudda á mér axlirnar í pottinum :)
Sigurjón Sig.
Um bloggið
Sigurjón Sigurðsson
Bloggvinir
- alla
- andres
- agustolafur
- baldurkr
- bene
- bergruniris
- birgitta
- brisso
- gattin
- bryn-dis
- bryndisisfold
- brynsla
- brynja
- brandarar
- doggpals
- elinarnar
- ellasprella
- evathor
- ea
- killjoker
- gtg
- hsi-domarnefnd
- halkatla
- hallarut
- haukamenn
- haukurn
- blekpenni
- hofyan
- golli
- ingo
- jensgud
- jonaa
- jax
- joninaben
- jonvalurjensson
- ktomm
- hugsadu
- kolgrima
- kga
- maggib
- maggaelin
- marinogn
- omarragnarsson
- svarthamar
- pallvil
- hux
- radda
- rebekka
- sigrg
- hosmagi
- hvala
- soley
- sporttv
- steinunnolina
- svanurmd
- stormsker
- tomasha
- eggmann
- what
- tothetop
- thordistinna
- aevark
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1013
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Róbert á heiður skilið fyrir þessa gjöf, hann sýnir þarna mikinn rausnarskap og það hlýtur að vera hans að ákveða hverjum hann gefur. Eins og þú bendir svo réttilega á, þá veit fólk ekkert um það hvað eða hvern hann styrkir bak við tjöldin.
Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.