22.9.2007 | 19:08
"The one who does not remember history is bound to live through it again" George Santayana.
Þessi texti, fyrirsögnin, er á pólsku og ensku upp á vegg í Auschwitz.
Ég sagði um daginn að ég og Ingvar Þórðarson (annar framleiðandi Astrópíu ofl) höfðum skellt okkur í þriggja daga skyndiferð til Póllands.
Ég sagði líka frá því að Pólland var flott. Fólkið yndislegt, maturinn góður og verðlagið mjög sanngjarnt. En eitt situr þó eftir í minningunni og það er að við fórum og heimsóttum Auschwitz.
Auschwitz er staðsett ca. 70 km. frá Krakow. Við fórum þangað í leigubíl sem við leigðum allan eftirmiðdaginn. Við tókum hann á lestarstöðinni í Krakow. Hann tók 7.000 ikr. fyrir ca. 4,5 tíma vinnu, ekki sérlega dýrt en hann var sáttur og við massa sáttir.Auschwitz er upprunalega gamall hestabúgarður. Nasistarnir koma þangað um 1939 og breyta því í vinnubúðir fyrir pólitíska fanga ofl. Fljótlega tekur Rudöld Hess við sem ,,búðarstjóri" og hafist er handa við að útrýma fólki á þessum magnþrungna stað.
Við vorum þarna í grenjandi rigningu, passaði vel við stemmninguna, verð ég að segja. Bara að standa við hliðið sem Rudolf Hess lét setja upp ,,Arbeit macht frei" (vinna gefur þér frelsi) er ótrúlega ,,surreal". Rudolf hafði verið yfirmaður í þrælkunarbúðum og honum fannst þetta mjög sniðugt slagorð til að hafa við innganginn.
Við Ingvar höfðum tæpa tvo tíma til að skoða svæðið, alltof lítið, amk ef fólk vill skoða þetta vel. Einn dagur er lágmark. Við töluðum við fólk í upplýsingum og spurðum einfaldlega ,,hvað má alls ekki missa af, s.s. skv. ykkar áliti"? Við fengum það merkt á kortið og héldum af stað.Það sem fyrst vekur athygli hjá manni er hvað þetta er svaka stórt allt saman. N.b. við skoðuðum bara elsta hlutann, ekki ,,drápsverksmiðjuna" Birkenau sem var reist við hliðina og hönnuð sem drápsverksmiðja.
Í Auschwitz voru rúmlega ein milljón manna myrti frá ca. 1939 - 1945.
Ef við setjum þetta í tölfræðilegt samhengi þá erum við að tala um:
ca. 185 þúsund pr. ár.
ca. 15.300 pr. mán.
ca. 510 manns PR DAG.
Að skoða skálann með fjöldanum öllum af persónulegum eignum þeirra sem létu lífið þarna er magnþrungið í meira lagi, færir manni nær þessu einhvern vegin.Við vorum gjörsamlega búnir þegar við settumst aftur upp í leigubílinn og sváfum mestalla leiðina til Krakow.
Það var líka eitthvað táknrænt við það að hópurinn sem fylgdi okkur í flesta skálana var hópur af Þjóðverjum, hvernig ætli þeim líði við að skoða þetta? Hlýtur að svíða og það fast.
Ég botna t.d. ekkert í hvernig það fólk sem var að vinna þarna gat ,,kópað" við stöðuna. Gat átt eitthvað ,,eðlilegt" líf fyrir utan þennan viðbjóð, óskiljanlegt. Bróðir minn, sem er læknir, sagði að þeir hefðu orðið að byrja á að heilaþvo fólk með þeim hætti að því fannst gyðingar ekki vera fólk, meira svona einhver dýr sem ætti að útrýma, já mannskepnan er grimm þegar hún tekur sig til.Ég ætla ekki að hafa þetta lengra, tekur á að skrifa um þessa heimsókn.
Næst sleppi ég Auschwitz þegar ég kem til Krakow og fer og sjá saltnámurnar, sem er víst alveg magnað.
Þú, lesandi góður, skalt líka velja saltnámurnar fram yfir Auschwitz, ef þú ert viðkvæm/ur.Eitt var að vísu frábært. Frá Auschwitz fórum við beint í gyðingahverfið í Krakow og gistum og borðuðum í góðu yfirlæti.
Ég sagði um daginn að ég og Ingvar Þórðarson (annar framleiðandi Astrópíu ofl) höfðum skellt okkur í þriggja daga skyndiferð til Póllands.
Ég sagði líka frá því að Pólland var flott. Fólkið yndislegt, maturinn góður og verðlagið mjög sanngjarnt. En eitt situr þó eftir í minningunni og það er að við fórum og heimsóttum Auschwitz.
Auschwitz er staðsett ca. 70 km. frá Krakow. Við fórum þangað í leigubíl sem við leigðum allan eftirmiðdaginn. Við tókum hann á lestarstöðinni í Krakow. Hann tók 7.000 ikr. fyrir ca. 4,5 tíma vinnu, ekki sérlega dýrt en hann var sáttur og við massa sáttir.Auschwitz er upprunalega gamall hestabúgarður. Nasistarnir koma þangað um 1939 og breyta því í vinnubúðir fyrir pólitíska fanga ofl. Fljótlega tekur Rudöld Hess við sem ,,búðarstjóri" og hafist er handa við að útrýma fólki á þessum magnþrungna stað.
Við vorum þarna í grenjandi rigningu, passaði vel við stemmninguna, verð ég að segja. Bara að standa við hliðið sem Rudolf Hess lét setja upp ,,Arbeit macht frei" (vinna gefur þér frelsi) er ótrúlega ,,surreal". Rudolf hafði verið yfirmaður í þrælkunarbúðum og honum fannst þetta mjög sniðugt slagorð til að hafa við innganginn.
Við Ingvar höfðum tæpa tvo tíma til að skoða svæðið, alltof lítið, amk ef fólk vill skoða þetta vel. Einn dagur er lágmark. Við töluðum við fólk í upplýsingum og spurðum einfaldlega ,,hvað má alls ekki missa af, s.s. skv. ykkar áliti"? Við fengum það merkt á kortið og héldum af stað.Það sem fyrst vekur athygli hjá manni er hvað þetta er svaka stórt allt saman. N.b. við skoðuðum bara elsta hlutann, ekki ,,drápsverksmiðjuna" Birkenau sem var reist við hliðina og hönnuð sem drápsverksmiðja.
Í Auschwitz voru rúmlega ein milljón manna myrti frá ca. 1939 - 1945.
Ef við setjum þetta í tölfræðilegt samhengi þá erum við að tala um:
ca. 185 þúsund pr. ár.
ca. 15.300 pr. mán.
ca. 510 manns PR DAG.
Að skoða skálann með fjöldanum öllum af persónulegum eignum þeirra sem létu lífið þarna er magnþrungið í meira lagi, færir manni nær þessu einhvern vegin.Við vorum gjörsamlega búnir þegar við settumst aftur upp í leigubílinn og sváfum mestalla leiðina til Krakow.
Það var líka eitthvað táknrænt við það að hópurinn sem fylgdi okkur í flesta skálana var hópur af Þjóðverjum, hvernig ætli þeim líði við að skoða þetta? Hlýtur að svíða og það fast.
Ég botna t.d. ekkert í hvernig það fólk sem var að vinna þarna gat ,,kópað" við stöðuna. Gat átt eitthvað ,,eðlilegt" líf fyrir utan þennan viðbjóð, óskiljanlegt. Bróðir minn, sem er læknir, sagði að þeir hefðu orðið að byrja á að heilaþvo fólk með þeim hætti að því fannst gyðingar ekki vera fólk, meira svona einhver dýr sem ætti að útrýma, já mannskepnan er grimm þegar hún tekur sig til.Ég ætla ekki að hafa þetta lengra, tekur á að skrifa um þessa heimsókn.
Næst sleppi ég Auschwitz þegar ég kem til Krakow og fer og sjá saltnámurnar, sem er víst alveg magnað.
Þú, lesandi góður, skalt líka velja saltnámurnar fram yfir Auschwitz, ef þú ert viðkvæm/ur.Eitt var að vísu frábært. Frá Auschwitz fórum við beint í gyðingahverfið í Krakow og gistum og borðuðum í góðu yfirlæti.
Ég skelli myndum inn frá heimsókninni um leið og ég má vera að.
Njótið kvöldsins, kúruveður úti :)
Sigurjón SigurðssonUm bloggið
Sigurjón Sigurðsson
Bloggvinir
- alla
- andres
- agustolafur
- baldurkr
- bene
- bergruniris
- birgitta
- brisso
- gattin
- bryn-dis
- bryndisisfold
- brynsla
- brynja
- brandarar
- doggpals
- elinarnar
- ellasprella
- evathor
- ea
- killjoker
- gtg
- hsi-domarnefnd
- halkatla
- hallarut
- haukamenn
- haukurn
- blekpenni
- hofyan
- golli
- ingo
- jensgud
- jonaa
- jax
- joninaben
- jonvalurjensson
- ktomm
- hugsadu
- kolgrima
- kga
- maggib
- maggaelin
- marinogn
- omarragnarsson
- svarthamar
- pallvil
- hux
- radda
- rebekka
- sigrg
- hosmagi
- hvala
- soley
- sporttv
- steinunnolina
- svanurmd
- stormsker
- tomasha
- eggmann
- what
- tothetop
- thordistinna
- aevark
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég var þarna í sumar og það var eins og þú segir ,,surrealiskt". Smá leiðrétting (og smámunasemi í mér), yfirmaður búðanna hafði eftirnafnið Höss, en annar og e.t.v. frægari hafði eftirnafnið Hess. Meirihluti morðanna á staðnum fór fram 1943-44 svo þá hafa afköstin verið svakaleg. Færsla mín og myndir um heimsóknina þarna má sjá HÉR
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.9.2007 kl. 22:33
Langar að bæta við að saltnámurnar eru hreint magnaðar en ég hefði alls ekki viljað missa af Auschwitz því ég held í raun að það sé öllum holt að skoða þetta. Þó e.t.v. ekki fyrir mjög viðkvæma.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.9.2007 kl. 22:35
Fórstu líka í saltnámurnar? Ég held líka að það sé öllum hollt að skoða Auschwitz, ég fékk migreni kast þegar ég kom þangað og verst leið mér í kjallaranum þar sem litlu klefarnir eru, jú og í líkbrennskunni. Birkenau er ennþá ómannúðlegra, því það var eins og hesthús, og fólk dó þar fyrst og fremst úr kulda og vosbúð. Hryllingur.
Guðrún Vala Elísdóttir, 28.9.2007 kl. 00:04
Sjálfur fór ég til Póllands 2000 og var þar í 4 daga, fórum í skoðunarferð í útrýmingarbúðir, reyndar ekki Auschwitz, mann ekki hvað þær hétu en það sem sló mig mest fyrir utan auðvita að sjá gasklefana og líkbrennsluofnana var stór kassi fullur af skóm, gríðarlegt magn af skóm allt frá ungbarnaskóm til karlmanns, eins og leiðsögumaðurinn orðaði það þá labbaði fólk hér inn á en ekki út
Arnar Jón Agnarsson (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.