Kántrýballiðbloggvinir ofl. :)

Mér finnst gaman að blogga, hef s.s. oft þörf fyrir að tjá mig og þessi vetvangur hentar mér einkar vel. Ég á líka alveg massa flotta bloggvini. Þeir eru á öllum aldri með jafn misjöfn nöfn og skoðanir, það er líka mikilvægt fyrir mig. Þoli ekki já fólk en ekki heldur fólk sem stekkur fram með einhverjum hrópum og köllum án þess að hafa hugsað málið, s.s. með lappirnar á undan hausnum, eins og pabbi heitinn sagði oft.

Ég heyrði í gær í einum góðum vini/kunningja sem er einn af þeim sem rekur mesta bíóveldi landsins. Hann er búinn að eiga erfiðan tíma síðan hann og konan hans misstu frumburðinn úr einum allra sjaldgæfasta sjúkdómi sem fyrirfinnst. Hann og sonur hans voru sérstaklega nánir og það var frábært að fylgjast með þeim á þeim tíma sem ég var hluti af stórfjölskyldunni. Hann sagði eitt við mig í gær sem mér þótti vænt um ,,ég get ekki gleymt því sem þú sagðir einu sinni við mig og ég nota mikið, þúsund kall er mikill peningur ef þú ÁTT hann EKKI  til". Að vísu fékk ég þetta frá pabba heitnum en það er önnur saga.

Ég þakka bloggvinum fyrir að sýna mínu stóra kántrý dæmi áhuga og ég ætla hér með að bjóða öllum bloggvinum á ballið + 1. Eina sem fólk þarf að gera er:

- minna mig á þetta þegar nær dregur
- segja sem flestum frá ballinu.

Njótið dagsins, hann lítur vel út.

Mbk.
Sigurjón Sigurðsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

það er gaman að eiga góða bloggvini, sei sei já

halkatla, 21.9.2007 kl. 16:08

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta með þúsundkallinn er flott, ég hef til dæmis aldrei áhyggjur af peningum þegar ég á þá ekki Og takk fyrir gott boð, ef ég væri þín megin á landinu mundi ég örugglega þyggja það

Jónína Dúadóttir, 21.9.2007 kl. 17:22

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi, það er ekki y í þiggja

Jónína Dúadóttir, 21.9.2007 kl. 17:23

4 identicon

Takk fyrir gott boð  Það er aldrei að vita nema maður eigi eftir að notfæra sér það. Þetta með þúsundkallinn og lappirnar á undan er hrein snilld, og ég á pottþétt eftir að nota hvoru tveggja.

Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 18:09

5 identicon

Einn góður sem tengdapabbi segir líka alltaf: Jæja, best að koma sér í rúmið svo maður komist fram úr því í fyrramálið. Nattínatt

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 22:18

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Kántry,já það er hugmynd

Birna Dúadóttir, 22.9.2007 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband