15.9.2007 | 02:46
Handbolti, Veðramót og Thorvaldsen :)
Já þessi dagur er búinn að vera í meira lagi sögulegur í mínu lífi, án gríns. Ég get ekki farið yfir öll atriði sem stóðu upp úr í dag, mörg erfið en önnur sögulega frábær.
Í kvöld skellti ég mér að sjá gömlu KFUM & K félögin hans séra Friðriks etja kappi að í nýju Vodafone höllinni. Ég er uppalinn í Haukum en spilaði einn vetur, eða hálfan, með Val, ,,longt time ago :)
Þessi höll þerra Valsmanna er frábær en ansi var erfitt að finna leiðina að henni, betri merkingar takk.
Leikurinn sjálfur var fín skemmtun og þá sérstaklega vegna þess að mínir menn, Haukar, stóðu uppi sem sigurvegarar, réttlát úrslit að mínu mati, voru alltaf skrefi framar í leiknum.
Eftir leikinn dreif ég mömmu ,,gömlu" í bíó að sjá nýjustu afurð íslenskrar kvikmyndarsögu, myndina Veðramót. Ég er orðlaus. Flott mynd sem tekur á mjög átakanlegum og ,,ljótum" hlutum.
Ég skora á alla að fara að sjá þessa mynd og óska öllum þeim sem komu að framleiðslu hennar innilega til hamingju, ég spái þessari mynd frama og að hún verði langlíf.
Eftir bíó langaði mig ekki heim strax, en mamma fór heim :) þannig að ég skellit mér á Thorvaldsen. Það eru nýir eigendur að staðnum og það er einhvern veginn betra yfirbragð á hlutum núna. Daddi DJ var að hitta á réttu lögin og var ,,ekki í fílu" sem er gott. Ég hef þekkt Dadda lengi og hann er fagmaður en má passa hrokann þegar hann er að spila og hann var sko eðalflottur í kvöld.
Ég hitti á Thorvaldsen eldhresst fólk sem ég þekkti, dansaði mikið og skemmti mér vel.
En enn einu sinni vék sér að mér ein kona sem ég þekki og veit að ég er hættur að drekka, fannst ég líklega of hress..... ,,ertu fallinn" nei nei hvaða hvaða, ,,jú þú ert að drekka þú er svo hress" svarið er s.s. neibb alls ekki ég er bara mjög hress um þessar mundir og er svona eins og Gíri í ,,Pretty Woman", High on life :)
Mbk. Sigurjón Sigurðsson
Um bloggið
Sigurjón Sigurðsson
Bloggvinir
- alla
- andres
- agustolafur
- baldurkr
- bene
- bergruniris
- birgitta
- brisso
- gattin
- bryn-dis
- bryndisisfold
- brynsla
- brynja
- brandarar
- doggpals
- elinarnar
- ellasprella
- evathor
- ea
- killjoker
- gtg
- hsi-domarnefnd
- halkatla
- hallarut
- haukamenn
- haukurn
- blekpenni
- hofyan
- golli
- ingo
- jensgud
- jonaa
- jax
- joninaben
- jonvalurjensson
- ktomm
- hugsadu
- kolgrima
- kga
- maggib
- maggaelin
- marinogn
- omarragnarsson
- svarthamar
- pallvil
- hux
- radda
- rebekka
- sigrg
- hosmagi
- hvala
- soley
- sporttv
- steinunnolina
- svanurmd
- stormsker
- tomasha
- eggmann
- what
- tothetop
- thordistinna
- aevark
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.