Hr. Ísland :)

Ég er ekki að tala um mig, róleg :)

Ég átti frábæran fund í gærmorgun með náunga sem mér finnst án gríns eiga að bera titilinn Hr. Ísland.
Hann er algjör ,,hunk" hann er fluggreindur, hann er leikari, hann er að gefa út plötu, hann er búinn að semja rokkóperu um börnin sem voru ,,send" í sveit hér á árum áður og hann heitir Guðmundur Ingi + hann er algjör sveitastrákur og kúreki.
Fundurinn snérist að mestu um að tala um Kántrýhátíðina, ný dagsetning er 3. nóv. að Ásvöllum Hafnarfirði (nánar á prinsvaliant.is).
Guðmundur ætlar að vera kynnir sem er alveg stöngin inn í minni bók.

Það er ekkert ,,gervi" við þennan Hr. Ísland (með fullri virðingu fyrir þeim sem bera og hafa borið þann titili og þeim sem voru sviptir honum á klaufalegan og hallærislegan hátt).
Guðmundur kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Hann er flottur og hann er góður í bíómyndum og á sviði og hefur leikið talsvert, hann er að semja flotta hluti og hann er ALVEG laus við allan hroka og leiðindi, þvert á móti hrikalega hress og skemmtilegur.

Þessi blaðagrein hér að neðan birtist í Fréttablaðinu fyrir stuttu um Guðmund og það sem hann er að ,,brasa" þessa dagana.

,,Það er alltof langt síðan það hefur verið gefin út almennileg barnaplata með broddi og ádeilu," segir leikarinn og söngvarinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson, sem hefur samið barnarokksöngleikinn Sagan af Eyfa (bönnuð börnum). Plata með nítján lögum, langflestum eftir Guðmund Inga, kemur út í október.
„Þessi plata er tileinkuð börnum sem voru send í sveit heim til mín í gamla daga á bæina í kring. Þarna voru tveir til þrír sveitabæir sem tóku við krökkum sem áttu bágt. Þeir sögðu manni oft algjörlega ótrúlegar sögur af lífi sínu. Maður var svo mikill krakki að maður sagði bara: „viltu koma í fótbolta?". Löngu seinna áttaði maður sig á því hvernig lífi þau lifðu en flest þeirra hafa orðið að góðum og gildum þjóðfélagsþegnum," segir Guðmundur Ingi, sem ólst upp í Reykholtsdal í Borgarfirði.
Platan fjallar um ævi Eyfa frá fæðingu þar til hann verður sautján ára og fær bílprófið. „Þetta fjallar um strák sem á góða frumbernsku en fullorðna fólkið í kringum hann er með allt niður um sig. Þegar hann er átta ára greinist hann með hvítblæði og þá kemur í ljós að pabbi hans er í raun ekki pabbi hans. Pabbinn drepur sig og mamman fer á kaf í rugl. Hann eignast misgáfulega skyndipabba og síðan er hann tekinn frá mömmu sinni og sendur í sveit til afa síns. Þar lifir hann lífinu og verður að manni," segir Guðmundur.

Platan er fyrsta verkefni vetrarins hjá leikfélaginu Fimbulvetri. Hátt í eitt hundrað manns hafa aðstoðað Guðmund við verkefnið, þar á meðal Selma Björnsdóttir, Þórunn Lárusdóttir, Árni Beinteinn Árnason, Ólafur Darri Ólafsson, Guðrún Ásmundsdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir. Einnig hafa þeir Axel Árnason, Árni Hjörvar Árnason og Þórður Gunnar Þorvaldsson verið honum til halds og trausts.

Guðmundur er afar ánægður með þennan myndarlega hóp. „Þetta er búið að vera stórkostlegt og það eru forréttindi að fá að vera listamaður að vinna að sínum eigin hugðarefnum." Hann útilokar ekki að söngleikur byggður á plötunni verði settur á fjalirnir en það eigi þó allt eftir að koma í ljós".

--
Gudmundur Ingi Thorvaldsson
actor/director/musician
Fimbulvetur ehf
tel: 003548919488
gudmunduringithorvaldsson@gmail.com

 

Ég sagði ykkur það, Gummi er flottur:)
http://www.actors-union.is/felagar/GudmIngi.htm

Njótið dagsins.

Mbk. Sigurjón Sigurðsson

es. ég er ekki ,,gay" og ég ber virðingu fyrir öllu fólki nema óheiðarlegu og lötu fólki (+ sögusmettum) sem kennir öllum öðrum en sjálfum sér um stöðu sína í lífinu, er þá ekki að tala um sjúklinga.
Einhver snillingur reyndi um árið að koma af stað kjaftasögu um mig varðandi það að ég væri hommi.
Þetta var á meðan ég var í FH, 95-99. Ég átti að hafa verið með einum af félaga mínum á fullu inn í herbergi í einhverju FH partýi. Það var kona sem vann hjá mér  sem sagði mér söguna og ég starði bara orðlaus á hana og sagði ,,hver var að bulla þetta, MÁ EKKI SEGJA" kannist þið við þetta svar?
Ég komst að vísu að því og hringdi í kauða. Hann ældi af stressi í símann og viðurkenndi að vera sögsmetta, Gróa á leiti. Hann er búinn að byðja mig amk. 500 sinnum afsökunar og nei ég ætla ekki að segja hver hann er, hann er nefnilega pínu þekktur :)
Ég sagði FH vinum mínum strax frá þessu á næstu æfingu og þeir drápust úr hlátri, nema hvað.
Alla vega er ég ekki hommi en ef ég væri það myndi ég reyna við Gumma leikara sem er að vísu ekki heldur hommi en nú er bullið komið fulllangt.....................................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skil ekki fólk sem er svo andlega gelt að það fær í alvöru eitthvað út úr því að búa til sögur um aðra..... Þó svo einhver sé hommi, eru það þá einhverjar fréttir ? Það er nú árið 2007 núna.......

Jónína Dúadóttir, 14.9.2007 kl. 09:11

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Mikið held ég að kvenþjóðin sé nú hamingjusöm með að þú ert ekki samkynhneigður væni minn

Birna Dúadóttir, 14.9.2007 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband