Lazy Town :)

Ég vil nú byrja á að þakka ,,Linda" fyrir hlý orð í minn garð, eigum við ekki bara að segja að ,,batnandi mönnum sé best að lifa" :)

Ég átti erindi við Magnús Scheving í dag. Magnús er í sambúð með náfrænku minni og ég hef því verið svona vel málkunnugur honum um langt skeið.
Ég heimsótti hann í höfuðstöðvar félagsins, þar sem í raun allt er unnið vegna framleiðslu þáttanna.
VÁ, þvílík snilld. Maggi hefur aldrei verið neinn venjulegur gaur en ég held að hann sé nú að ná þeim toppi sem hann hafði alltaf ætlað að ná. Hann er einn af þeim sem hugsar út fyrir rammann og lætur ekki ,,úrtölufólk" stjórna sér, ég er pínu þannig líka.
Það má ekki gleyma þætti frænku minnar, Ragnheiðar Melsteð, í þessu ævintýri. Jarðbundin og greind kona eiginlega fullkomin til að halda stundum Magga niður á jörðinni, annars væri hann væntanlega með stúdíó á tunglinu, amk útibúi :)

Þetta er mjög ,,impressive" að skoða. S.s. allt undir sama þaki, smink, brúðugeymsla, tónlistarvinnsla, stúdío (mjög kúl), markaðsdeild, tölvugrafík ofl ofl.
Man ekki allt sem hann sýndi mér því ég fékk svona túr að hætti ,,Sportacus" á 3ja hundraðinu :)

Ég sagði við Magga þegar túrinn var búinn ,,vonandi er ekki svona quiz í lokin, því þetta var helv. hratt farið".  ,,já sorry, er að flýta mér heim, strákurinn er eh lasinn". Sagði Magnús.

Eina sem ég gat sagt var eitt stk VÁ aftur og ,,Maggi ekki flýta þér of mikið, borgar sig ekki".

Það er s.s. verið að sýna Lazy Town um allan heim. Í UK eru þættirnir að slá feitt í gegn. Alls er búið að framleiða rúmlega 50 þætti og fleiri á leiðinni. Magnús sagði að nú væri bíómynd næst á dagskrá, ætti að vera klár ca. 2009.

Ég hlakka til að halda áfram að fylgjast með Magnúsi Scheving, þar er á ferðinni frumkvöðull sem hefur kraft, þor og dugnað (+ greind) til að láta hluti rætast sem fáir sjá sem möguleika og tækifæri í, það er snilligáfa í minni bók.

Áfram Latibær :)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu, ég er sammála þér með Magga Scheving, ótrúlegur náungi þar á ferð, Var hann búinn að fá fálkaorðuna fyrir framlag sitt til forvarna fyrir börn? Ég dáist að þessum manni, lætur ekki aðra segja sér hvað virkar og hvað ekki.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 16:24

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hæ sæti,ég saknaði þín á mánudagskvöldið

Birna Dúadóttir, 13.9.2007 kl. 20:29

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hann er svakalega klár og duglegur

Jónína Dúadóttir, 14.9.2007 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband