Smá info fyrir karlmenn/stráka gagnvart konum :)

Ég ætla að skella mér í hóp með Þorgrími  Þráins, Gilzenegger ofl. og rita nokkur hjálparorð tilhanda fólki sem vill vita hvernig það á að vera gagnvart hinu kyninu. Ég hef að vísu enga reynslu af löngum samböndum, eins og vinur minn Þorgrímur sem á nb frábæra spúsu, en töluverða af stuttum samböndum og jafnvel hokinn af reynslu í þeim pakka.
Það þýðir að ég veit pínulítið hvað konur vilja og hvað þær vilja ALLS ekki í fari karlmanna.

Þessar ráðleggingar eru byggðar í minni reynslu og skoðunum þær þurfa alls ekki að virka fyrir alla og það er engin krafa um að allir séu sammála þeim.

Þær eru fyrir alla kynþroska karlmenn, unga sem eldri.

  • Frumkvæði.
    Konur elska frumkvæði, þær þola ekki karlmenn sem geta ekki tekið ákvarðanir.
    Það þýðir ekki að þú þurfir að vera aðalgaurinn svona ,,leader of the pack" gaur.
    Heldur, að þú sért ekki t.d. alltaf sammála vini þínum, sem þú lítur upp til, og að þú þorir
    að tala við konur/stelpur án þess að roðna og stama. Þú komir stundum sjálfur með tillögur, sem í guðanna bænum þú sér búinn að hugsa þokkalega út í gegn (sértu feiminn og óframfærinn að eðlisfari) og standir við.
    Dæmi.
    5 saman á kaffihúsi. Þú og vinur þinn sem þú lítur upp til, og 3 stelpur, þú ert mjög hrifinn af einni þeirra. Vinur þinn ,,förum á nýju J. Bourne myndina kl. 6" þú ,,nei af hverju ekki Astrópíu"? Vinur þinn ,,fer ekki að sjá eitthvað íslenskt crap" þú ,,ok my friend en ég ætla á hana, einhver með"???? 100% mun stelpan sem þú ert skotinn í segja ,,ég" án þess svo mikið sem hugsa sig um.
    Þeim finnst líka geggjað töff ef þú getur gert svona hluti eins og stillt sjónvarpið fyrir mömmu hennar og kennt vinkonu hennar á nýja GSM símann sinn, s.s. smá handlagni er sexy eða réttara sagt ekki bakka heldur leysa eða reyna að leysa máilið. Ef maður ræður ekki við það þá bara skella þessu upp í djók ,,ég fékk ekki nóg borgað til þess að tækla þetta" :)

  • Áreiðanleiki.
    Konur vilja vera með mönnum með frumkvæði en ekki síður mikilvægt er að þær geti treyst þeim. Konur hugsa nefnilega lengra en við s.s. í tíma.
    Þegar þær eru ungar og að byrja að deita þá hugsa margar (ekki allar) út í hvernig eiginmaður væri þessi gaur, er hægt að treysta honum eða er hann bara sætur og sexy?
    S.s. sýna konum/stelpum að þú sért traustsins verður. Það þýðir ekki að þú sért einhver engill í góðri vinnu, alls ekki. Það þýðir að það sé að marka það sem þú segir og þú sért ekki alltaf að bulla og upphefja sjálfan þig á kostnað annarra, mjög mikilvægt.
  • Líkamlegt atgervi.
    Mikilvægt og viðkvæmt ,,topic".
    Konur hafa sem betur fer mjög misjafnan smekk í þessari deild.
    Ein kona sem ég var að deita talaði t.d. um hvað henni þættu freknurnar mínar sexy og kúl....
    Það sem er þó mikilvægt er að þú sért að æfa eitthvað. Það getur verið ansi margt.
    Smá fita eða bumba er ekkert mál en sé um að ræða það sem kallast offita er fátt um möguleika í þessu sambandi annað en leita sér hjálpar og hún er til.
    Ég held að það sem stelpur þoli minnst sé almennur slappleiki. Slappur rass eða mikil leti.
    Þem finnst svo margt sexy sem föttum alls ekki og það er bara kúl.
  • Djammið.
    Ég er þeirra skoðunar að fólk eigi að fara reglulega út og djamma. Ég geri það aldrei sem fyrr þrátt fyrir að ég sé hættur að neyta áfengis. Það er fyndið að fara á djammið núna því sumir sem ég þekki halda þá að ég sé ,,fallinn" s.s. maður á ekki að vera á dansstöðum ef maður drekkur ekki, bull.
    Áfengi er öflugt ,,dóp". Það getur gefið manni gleði í hjarta og þor en það getur líka tekið ALLT frá manni. Áfengi þarf að umgangast með mikilli virðingu og varúð. Umram allt HÆTTA að nota setninguna að ,,detta í það" nota frekar ,,fara að djamma og fá mér í glas".
    Að detta í það er bara = og óverdósa, sem er hættulegt. T.d. er hvert ,,blackout" mjög alvarlegt.
    S.s. strákar, djammið og fáið ykkur í glas en EKKI of mikið og ekki vera fullir. Spyrjið hvaða konu sem er í heiminum hvort þeim finnist sexy að sjá eða tala við fullan gaur. Það getur verið að þær hlægi að fíflaganginum í þér en þær munu sannarlega ekki nenna að sofa hjá þér, til hvers ekkert sex power í drukknum manni.
    Annað. Ekki missa ykkur í 101 bull hegðun. Ekki bara taka út á ykkur typpið og míga þar sem þið standið, alveg off, og ekki grýta bjórdósum oþh út í loftið alveg alveg off. Þær munu hugsa æ greyið hann er svona bilaður með víni, allt í lagi að kyssa hann en með þessum er ekki framtíð.
    ++++++ ef þið eruð edrú á djamminu þá er alltaf hægt að bjóða sætustu stelpunni far heim á bílnum, ZERO vesen :)
    Pælið í einu. Ég fullyrði að allir þeir sem eru að skara fram úr á Íslandi í dag hafa aldrei drukkið, drekka lítið eða eru hættir að drekka. Þeir FARA ekki á fyllerí.
    Dæmi:
    Ólafur Stefánsson
    Guðjón Valur Sigurðsson
    Guðni Bergsson
    Geir Sveinsson
    Sigmar í Kastljósi.
    Ragnhildur úr Astrópíu
    Guðfinna Bjarnadóttir
    Geir H. Haarde
    Steingrímur J.
    Jón Sigurðsson
    Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp (framl. af Astrópíu)
    Baltasar Kormákur
    Magnús Scheving
    Bjarni Ármannsson
    Svafa Grönfeldt
    Jóhannes í Bónus
    Þorgrímur Þráinsson
    Hermann Gunnarsson
    Jón Axel Ólafsson
    Þorgeir Ástvaldsson
    Ómar Ragnarsson
    Þórarinn Tyrfingsson

    Og margir margir fleiri (fleiri karlar en konur á listanum ég veit, þekki bara fleiri kk)
  • Samræður.
    Það er oft mjög erfitt fyrir marga karlmenn að tala við konur, sérstaklega að fyrra bragði. ALLIR já allir eru hræddir við höfnun, það vill engum vera ,,skilað".
    Þegar maður fer að tala við konur sem maður þekkir ekki, getur verið á skemmtistað, kaffihúsi, vinnustað ofl. ofl. þá er mikilvægt að vera búinn að hugsa hvað ætla ég ALLS EKKI að segja og láta restina fljóta.
    EKKI reyna vera eitthvað sem þið eruð ekki.
    Dæmi, ég er að fara að kaupa mér nýjan BMW sportbíl eða sko ég og mamma.......................offfffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffffff.
    Frekar.
    Hún spyr ,,áttu bíl" þú ,,já" hún ,,ok, hvernig bíl" ég á hrikalega flottan bíl Toyotu Corollu 99. að vísu bara 1600 vél og enginn spoiler en ég fíla hana í botn, hún er með góðum græjum og hefur karkter sem ég fíla = stöngin inn.
  • Kynlíf.
    Þetta er nú viðkvæmast af þessu öllu, eins og við vitum.
    Strákar, notið það sem hér er að ofan, frumkvæði, áreiðanleika og samræður + EKKI vera fullir.
    Restin kemur að sjálfum sér.

Ég bæti kannski við þetta næst þegar ég er í stuði :)

 Mbk og njótið dagsins.

Sígurjón Sigurðsson.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband