7.9.2007 | 02:52
Pólland, frh.
Við félagarnir lentum á ,,heimavöllinn" í kvöld. Flugum frá Krakow í hádeginu og frá Köben með Iceland Express í kvöld. Bæði flugin til fyrirmyndar.
Krakow er frábær borg. Þar búa ca. 650 þúsund manns (1,5 milljón í Varsjá) og hún er aðal háskólaborg Póllands, s.s. mikil stemmning.
Við vorum í gyðingahverfinu þar á frábæru gömlu hóteli í herberjum sem voru ekki undir 50 m2, mjög fyndið en þægilegt í alla staði og verðin..... súper.
Borðum í gær á stað rétt hjá hótelinum. Dinner með alles, nema ekkert vín, verð fyrir báða, ca. 4.800 :)
Flottur staður og flott þjónusta. Fékk mér lamb í aðalrétt, nammi gott. Ég er nefnilega einn af þeim sem legg mikið upp úr að prófa fisk og lamb í útlöndum, til að fatta enn betur að það sé nefnilega barasta fínn fiskur, lamb og já mjólkurafurðir í öðrum löndum þrátt fyrir að Ísland sé auðvitað ,,best í heimi".
Það var t.d. mjög fyndið að á staðnum sem við borðuðum á í Varsjá, KOM, bauð eigandinn okkur upp á ,,souffle" í eftirrétt og sagði að best væri að fá ískalda mjólk með enda væri PÓSKA MJÓLKIN SÚ BESTA Í HEIMI...... vá, hugsaði ég, þetta kannast ég við. Í uppvextinum var manni nefnilega talin trú um að mjólk úr beljum annarra landa væri ekki drekkandi miðað við íslenska ,,beljusafann" :)
Annað sem ég fór að velta fyrir mér og skoða í þessari Póllandsferð okkar.
Það er þetta með að sumir Íslendingar líti niður á Pólverja..... ,,það fluttu Pólverjar í blokkina í gær" sagði vinkona mín um daginn, eins og einhverjir holdsveikisjúklingar hefðu flutt inn.
Pólverjar komu mér fyrir sjónir sem mjög hreinskiptið og skemmtilegt fólk. Stutt í brosið og þjónustulund þeirra til fyrirmyndar sem er kannski ekki alveg það sama og má segja um suma Íslendinga í þjónustu.
Finnst okkur Pólverjar vera annars flokks (sumum okkar) vegna þess að þeir fá lægri laun en við fyrir sömu vinnu (aftur sumir Pólverjar)? Veit það ekki. Amk er ég ánægður með þá Pólverja sem ég hitti í ferðinni.
Annað sem er magnað og á líka við um Ísland. Í Póllandi heitir gjaldmiðillinn Zloty og það er með Zloty eins og íslensku krónuna að um leið og maður er kominn fet frá jörðu með öðru flugfélagi en ,,native" þá er gjaldmiðillinn ekki lengur í gildi, skrýtið.....
Ég náði að skipta restinni af Zloty sem ég var með á vellinum í Köben, þar var íslenska krónan líka samþykkt, skemmtileg tilviljun :)
Annað sem var alveg alveg týpískt var að við hliðina á mér í vélinni frá Krakow sátu tveir indælismenn sem ég reyndi, eins og gengur, að spjalla aðeins við en enskukunnátta þeirra var ekki mikil en þó náði í gegn að þeir voru einmitt á leiðinni til ,,fyrirheitna landsins", Íslands, að vinna sem múrarar :)
Ég veit að flestir vinnuveitendur erlenda vinnuaflsins hér koma vel fram við þetta starfsfólk en sumir, því miður, alls ekki, eins og við lesum alltof oft í fréttum.
Við þessa menn langar mig að segja að framkoma ykkar minnir mig á framkomu sem ég þori ekki að nefna hér en ég vona að þið lærið af reynslunni og munið að lífið er búmerang.
Eitt enn um Pólland.
Landið er rúmlega 300 þúsund ferkílómetrar og Pólverjar eru ca. 40 milljónir þannig að við erum ekki að tala um neitt ,,smáríki". Skv. því sem mér var sagt hafa þeir misst ca. 10% af vinnuafli sínu til útlanda á undanförnum árum og sé þetta sett í samhengi við þann fjölda af Pólverjum sem hér búa og vinna þá eru hér ca. 0,17% af þessum hópi. Ekki nákvæm tölfræði en ansi nálægt veruleikanum.
Auswitsch.
Mig skortir orð til að lýsa heimsókninni þangað, fæ kannski kjark til þess á næstu dögum, ólýsanlegur viðbjóður.
Mbk með von um slysalausa helgi.
Sigurjón Sigurðsson
Hótelsvítan í Varsjá (smá hluti), var ekkert annað laust, kostaði 160 Evrur + 7% vsk :)
Herbergergið í Krakow (smá hluti) kostaði ca. 85 Evrur nóttin með morgunmat, fengum að vísu smá afslátt í gegnum vin okkar í Varsjá.
Myndir teknar úr síma.
Um bloggið
Sigurjón Sigurðsson
Bloggvinir
- alla
- andres
- agustolafur
- baldurkr
- bene
- bergruniris
- birgitta
- brisso
- gattin
- bryn-dis
- bryndisisfold
- brynsla
- brynja
- brandarar
- doggpals
- elinarnar
- ellasprella
- evathor
- ea
- killjoker
- gtg
- hsi-domarnefnd
- halkatla
- hallarut
- haukamenn
- haukurn
- blekpenni
- hofyan
- golli
- ingo
- jensgud
- jonaa
- jax
- joninaben
- jonvalurjensson
- ktomm
- hugsadu
- kolgrima
- kga
- maggib
- maggaelin
- marinogn
- omarragnarsson
- svarthamar
- pallvil
- hux
- radda
- rebekka
- sigrg
- hosmagi
- hvala
- soley
- sporttv
- steinunnolina
- svanurmd
- stormsker
- tomasha
- eggmann
- what
- tothetop
- thordistinna
- aevark
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.