Varsjá :)

Ég verð  barasta að viðurkenna að ég vissi ekkert við hverju ég átti að búast hér í Varsjá en þessi  borg er búin að koma skemmtilega á óvart.
Við félagarnir erum í góðu yfirlæti á frábæru hóteli, án þess að vera eh rugl dýrt. Ég hef smá reynslu af hótelrekstri og þetta er mjög fínt og ,,prísinn" á sambærulegu í Reykjavík myndi vera 100% hærri.

Ingvar fór í dag í ,,labbið" og gekk frá málum vegna DVD fyrir Astrópíu.
Í kvöld fórum við út að borða á algjörlega frábæran stað, KOM.
http://www.komunikat.net.pl/

Staðurinn er búinn að vera opinn í 18 mánuði og er í gömlu póst - og fjarskiptastöð Póllands. Eigandinn, KAI, sagði mér að þegar Þjóðverjar réðust á Pólland 1939 þá var þetta eitt það fyrsta sem var sprengt í loft upp enda fóru öll fjarskipti landsins í gegnum þetta hús, s.s. fjarskipti 18 milljóna manna þjóðar. Það var magnað að heimsækja KOM (stendur fyrir fjarskipti á Pólsku, Komunikat). Frábær matur á sanngjörnu verði og fín þjónusta. Annars eru allar nánari upplýsingar á heimasíðunni hér að ofan, s.s. ef þið kíkið til Varsjá þá mælum við með KOM.

Borgin virkar mjög hrein og örugg á mig, s.s. flott borg til að heimsækja.

Á morgun er ferðinni heitið til Krakow og til Auswitsch sem er rétt fyrir utan Krakow.

Mbk. frá Póllandi.
Sigurjón Sigurðsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hljómar vel

Jónína Dúadóttir, 5.9.2007 kl. 07:41

2 identicon

Hef einmitt heyrt að Varsjá sé falleg borg sem kemur flestum á óvart er hana heimsækja.

Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 14:37

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hljómar eins og þið séuð að skoða söguslóðir Helfararinnar o.þ.h.  Mun hafa þennan stað í huga ef ég skelli mér til Varsjár

Jóna Á. Gísladóttir, 5.9.2007 kl. 17:25

4 identicon

Heill og sæll, Sigurjón og aðrir skrifarar !

Njótið dvalarinnar, á hinum ágætu slavnesku lendum.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband