Mótorhjólaslys

Ég las á mbl.is að það hefði orðið mótorhjólaslys á Reykjanesbrautinni í dag, ekki gott.

Eftir því sem fréttin segir tók bílstjóri fram úr bíl með hjólhýsi og sá ekki 4 mótorhjólamenn sem voru að koma á móti, ekki gott. Tveir náðu að forða slysi en tveir ekki, ég óska þeim góðs bata.

Nú er ég búinn að vera að hjóla í tæpar tvær vikur. Ég hrósaði í bloggi um daginn þeim bílstjórum sem ég hafði kynnst á hjólinu, til fyrirmyndar. EN í dag fékk ég að kynnast hinum. Það var tvisvar kinnroðalaust svínað fyrir mig dag.
Seinna skiptið öllu verra. Ég var að dóla mér heim og var í Kópavoginum þegar bíll kemur úr hliðargötu. Bíllinn er að beygja til vinstri, keyrir út á og lítur bara til hægri...... hvað er það?
Umræddur bílstjóri keyrði bara í burtu án þess að skammast sín en var að vísu um leið að troða beltinu á sig, ekki gott :(

Vinsamlegast allir bílstjórar munum gömlu regluna líta til hægri og vinstri svo aftur til hægri svo aftur til vinstri svo beygja ef enginn bíll er eða MÓTORHJÓL.

Mbk og njótið nú kvöldsins.

Sigurjón Sigurðsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já og kannski byrja á því að setja á sig bílbeltið áður en keyrt er af á stað.

Góður brandarinn sem þú setir inn á bloggið hjá mér  

Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 20:37

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta flokkast ekki undir "mótorhjólaslys" það er þegar mótorhjólið veldur slysi, sem gerðist ekki í þessu tilviki. Tek heilshugar undir þetta með bílbeltið

Jónína Dúadóttir, 3.9.2007 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband