Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.

Ég er einn af þeim sem hef aðeins fylgst með Birni Bjarna, samt ekki ,,stalkað" hann :)

Niðurstaða mín á honum er ekki sú að hann sé bara flottur eða algjör lúði, heldur finnst mér að við séum með 100% réttan mann í embætti dómsmálaráðherra. Ég veit að það eru margir ósammála þessari fullyrðingu en það sem ég sé jákvætt við að hafa Björn sem ráðherra dómsmála er:

  • Hann er fylginn sér og þorir að segja sínar skoðanir, hvort sem hann telur að þær sé ,,atkvæðavænar" eður ei.
  • Hann hefur lengi bent á að eitt af vandamálum íslensks samfélags sé almennt aga - og virðingarleysi sem virðist bara vera alveg hárrét hjá honum og Stefán (ný lögreglustjórinn) er að benda sterklega á þessa dagana í umræðunni um vandamál miðbæjarins um helgar.
  • Björn benti á að það væri athugandi að setja upp heimavarnarlið á Íslandi og gera það að skyldu að ungt fólk væri þjálfað þar í nokkra mánuði á ákveðnum aldri, það varð allt vitlaust, það var eins og hann hefði verið að mæla fyrir upptöku opinbera hýðinga.
  • Björn veit að þetta er ekkert grín og að það þarf að taka á þessu máli föstum tökum ef við ætlum að ná árangri, og hann þorir að segja það og mun vonandi þora að gera það líka, þrátt fyrir að margir muni mótmæla, það er alltaf til fólk sem er til í að mótmæla, þannig er það bara.
  • Óvinsælar aðgerðir gætu kostað Björn Bjarnason sæti á alþingi og fyrir síðustu kosningar sýndi Jóhannes í Bónus honum hvað miklir peningar og fjölmiðlaeign geta gert, Björn var útstrikaður af þúsundum kjósenda, en hélt velli, sem betur fer segi ég.
  • Jóhannes í Bónus þarf aðeins að róa sig í sínum málflutningi, að mínu mati. Ég man nefnilega þá tíð þegar þeir voru að byrja, þeir Bónusfeðgar. Þá man ég að Jóhannes í Bónus sagði m.a. að fyrirtæki eins og Samband Íslenskra Samvinnufélaga væri alltof stórt og valdamikið fyrir þenna litla markað sem Ísland er. Nú ca. 17 árum síðar (er ekki með áratöluna alveg á hreinu) er Jóhannes í forsvari fyrir fyrirtæki sem lætur gamla ,,afa SÍS" líta út eins kjölturakka.
  • Það að Björn hafi þor og húmor til að viðurkenna að Die Hard séu uppáhaldsmyndirnar hans finnst mér bara töff. Ég viðurkenni líka að ,,hit me baby one more time" (eða hvað það heitir) með Britney Spiers sé eitt af mínum uppáhaldspopplögum, Simon Cowell er að vísu líka í þeim hópi þannig að ég tel mig vera seif með þessa opinberun.

Björn, haltu áfram að gera það sem þú ætlar þér, ég mun amk styðja þig.

Ég tek það fram að ég er ekki flokksbundinn í neinum flokki og kaus síðast Framsóknarflokkinn enda var þar maður í forsvari sem heitir Jón Sigurðsson sem er einn allra öflugasti maður sem ég hef kynnst og ég er enn að undra mig á að fólkið hafi hafnað þeim klára dugnaðarforki.

Njótið dagsins.
Sigurjón Sigurðsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband