Hrós :)

Ég þakka hrósið, taki það til sín sem eiga :)

Annars ætla ég líka að hrósa. Málið er að ég tók smá snúning í lasti á Nýherja fyrir stuttu, áttu það svo sannarlega skilið, að mínu mati.
En í dag fór ég á verkstæðið þeirra til að fá lausn á einföldu máli. Þar var frábær stelpa, Erna, falleg, brosmild og umfram allt mjög hjálpleg, takk takk.

Að vísu var þarna annar kúnni fyrir alveg sjóðbandvitlaus yfir einhverju..... sem ég ætla ekki að láta koma mér við.

Annars held ég að ég sé að tapa mér í þessum hjólafýling. Keypti annað í dag :)
Keypti mér hjól í morgun sem heitir Yamaha Midnight Star 1.300 CC.
Allt annar karekter en í ,,villikettinum" FZ1-N og meira slakandi að keyra.
Svo fólk haldi nú ekki að ég sé alveg búinn að missa það þá setti ég sportbílinn minn á sölu í sömu ferð....

Er annars að fara til Póllands á sunnudaginn með félaga mínum og við munum m.a. heimsækja Auswitsch, kvíð smá fyrir, því ég er jafn viðkvæmur og ég get verið harður :)

Með von um slysalausa helgi.

Sigurjón Sigurðsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Takk fyrir commentið á bloggið mitt. Og farðu varlega á hjólinu. Ekki allir bílstjórar sem muna að gá...og sjá...

Kv. Brynja.

Brynja Hjaltadóttir, 31.8.2007 kl. 21:38

2 identicon

Kallinn greinilega kominn með bakteríuna!! Verðum að taka hring saman við tækifæri, bara gaman að rúnta um í góðum félagsskap og góðu veðri.

Kv. Stulli

Stulli (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband