Vínið inn í Hagkaup, ekki bíða.....

,,Auk ölvunar var pilturinn að senda sms-skilaboð þegar bíll hans hafnaði á stólpanum"

Hvað er það sem veldur því að ungum krökkum dettur í hug að prófa að keyra full? Er það það að þeim detti í hug í ranghugmynda pælingum sínum að einhverjum finnist það ,,töff" að geta sagt frá því ,,keyrði bara heim í gær" ..... ,,bíddu bíddu, þú varst alveg orðinn helölvaður" ,,ég veit, málið er bara að ég keyri bara betur þegar ég er fullur", ,,vá ýkt kúl".
Svona gætu einhverjar samræður verið um málið og hann (sá sem keyrði fullur) væri þá töffarinn og hún svona pían sem er þrælskotinn í honum fyrir m.a. að þora hlutum sem aðrir sem hún þekkti þorðu barasta ekki. Málið er að þetta samtal er auðvitað tilbúningur en samt.... ansi nærri lagi, held ég.
Ég skal viðurkenna að ég var einu sinni tekinn fyrir ölvunarakstur og eftir á að hyggja er ég þakklátur Borgarneslögreglunni fyrir að ,,nappa" mig. Ég keyrði nefnilega ekki á neinn, þynnkupúkinn, sem kom snérist bara um ,,shit" nú er teinið farið, hvernig fer ég að bílprófslaus?
Töffarinn í samtalinu hér að ofan fölnar hratt þegar hann getur ekki keyrt sætu stelpuna heim sem er að byðja hann um það vegna þess að hann missti prófið vegna þess að hann keyrði fullur.
,,Hann er bara alki greyið, hver keyrir fullur án þess að vera með vandamál"? Gæti flotta íþróttapían sagt við vinkonu sína.
Ég get nefnilega sagt með 100% vissu að íþróttapían hefur svolítið rétt fyrir sér. S.s. ef þú keyrir fullur þá er komið vandamál og þú hugsanlega að þróa með þér sjúkdóminn alkahólisma.
Ég keyrði alveg oftar undir áhrifum heldur en ég var tekinn fyrir, nema hvað, EN ég þurfti líka að viðurkenna vanmátt minn gagnvart áfengi og þiggja þá lausn sem er til, núna lifi ég eins og Prins sem elskar konungsdæmi sitt, s.s. mér líður vel og hver dagur er ævintýri.

EN, ég hef áður talað um hvað það sé fáránlegt að eyða dýrmætum tíma alþingis í mál jafn ótrúlega óviðeigandi og heimskt sem það er að koma loksins áfengi inn í matvöruverslanir.

Ég ætla ekkert að vera leiðinlegur en ég hef heyrt að t.d. Sigurður Kári og áfengi eigi ekki sérstaklega mikla samleið, en þetta er bara saga sem ég hef heyrt hjá Gróu.....

Mbk og von um slysalausan dag.

Sigurjón Sigurðsson


mbl.is Tekinn tvívegis sama daginn fyrir ölvunarakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Sigurðsson

Ha, ok. Borga nú að vísu alla mína skatta, en það er önnur saga.

Sigurður Kári kom bara inn af því að hann hefur staðið ötullega að þessu máli að verslanir fengju leyfi til að selja léttvín og bjór.

Ekki viðeigandi ,,komment" frá mér og ég bið hlutaðeigandi afsökunar.

Sigurjón Sigurðsson, 29.8.2007 kl. 16:17

2 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Höfuðástæða þess að akstur undir áhrifum áfengis er bannaður er sú að áfengi skekkir dómgreind og skilningarvit

Höfuðástæða þess að menn keyra samt sem áður undir áhrifum áfengis er sú að áfengi skekkir dómgreind og skilningarvit

Aðalheiður Ámundadóttir, 29.8.2007 kl. 20:29

3 Smámynd: Halla Rut

Mjög gott comment Aðalheiður.

Halla Rut , 31.8.2007 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurjón Sigurðsson

Höfundur

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Höfundur er Hafnfirðingur sem spilaði lengi handbolta og heldur enn mikið upp á það sport. Golf og borðtennis hafa þó komið sterk inn undanfarið. Núverandi búseta er Club Punta Arabí - Es Canar - Ibiza. Starfa hér fyrir íslenska ferðaskrifstofu, Trans Atlantic. Ágætt hjá okkur í fyrra, gott í ár en öll teikn stefna í mikla aukningu á næsta ári. Höfundur hefur lokið prófi í viðskiptafræði BSc. og er með próf fyrir lengra komna í spænsku. Höfundur hefur komið víða við í sínu lífi og mörg verkefni liggja að baki, allt skemmtilegt bara misskemmtilegt. Njótið hvors annars :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Auswitsch, götumynd af gamla hlutanum
  • Auswitsch, nr. 2
  • Auswithsch, hvaða merki bar fólk
  • Herbergið í Krakow
  • Hótelsvítan í Varsjá

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband